Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 20

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 20
Röddín, §em talar enn — Framh. af bls. 11. Það líður lítil stund, og ég hefi sigur unnið. Er þá öll barátta á enda. Þá vil ég hvíla mig í rósfögrum sölum, og eilíflega hjá Guði í himnaríki fá að tala við Jesúm. Þannig lauk ævi hans. Margir eru þeir, sem hafa hlotið blessun af kynnum sínum við Kierkegaard. Oss er það gagnlegt, að við oss er sagt: „Verið minnugir leiðtoga yðar, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra.“ Það var hlustað eftir rödd Kierkegaards meðan hann lifði. Það er miklu meir hlustað eftir orðum hans nú. Bækur hans hafa náð útbreiðslu um víða veröld. Áreiðanlega er það oss til blessunar að læra af orðum hans, því að það er oss ætíð til heilla að hlusta á þá, sem bera sannleikanum vitni. Gleðjumst því yfir því, að rödd hans talar enn. „Sannlega, sannlega segi ég þér“ Framh. af bls. 7. Lesandi góður, hvað segir þú um sjálfan þig? Ert þú syndlaus? Hver getur frelsað þig? Guðs orð segir, að þú sért syndugur maður. Guðs orð segir, að þú sért glataður, nema þú trúir á Jesúm Krist. Guðs orð segir, að hann einn sé fær um að frelsa. Þetta allt getur þú fengið að reyna, ef þú gefur gaum að Guðs orði. Án þess reynir þú aldrei nema synd og glötun; lífið er einskis virði. 1 því reynir þú aftur á móti, að þú ert glötunarverður syndari, en frelsaður frá glötun af Jesú Kristi hinum krossfesta og upprisna. Ég veit ósköp vel, að þessi orð láta illa í eyrum margra. Ekki sízt þeirra, sem eitthvað hafa mennt- azt, sem kallað er. En það er vel skiljanlegt vegna þess, að þeir eru aldir upp í heiðindómi að ýmsu leyti og menntun sú, sem fæst við skólagöngur, er mjög einhliða. Hún er öll efnisleg á einhvern hátt, þótt hún sé huglæg. Hún stuðlar að því, að menn horfi í kringum sig, rannsaki, þreifi á, tileinki sér siðu, sögu og tungu annarra þjóða, en beinir hug- anum síður að því innra, sem er sál mannsins. Þó bólar stundum svolítið á því, að menn líti á sjálfa sig, en þá oftast sem einhverja vél, en ekki sem mann skapaðan af Guði, og þess vegna missir slíkt marks, sálin er kvalin, hún er skorðuð í afkima hjartans, eftir verður dýr, sem er þó ekki dýr af því að það getur ekki losað sig alveg við það, sem Guð hefur gefið því fram yfir dýrin. Sá sem kæfir röddina í hjarta sér, sem segir: „Þú ert sekur syndari", hann deyðir sjálfan sig. Hlýö á röddina, sem sýnir þér fram á synd þína, les Guðs orð og biö Guð að fyrirgefa þér. Þér mun veitast gleði, sem æðri er öllum mannlegum skiln- ingi. Afhend Jesú allt og hann mun gefa þér nýtt líf. Þú ert endurfæddur. ---_♦------ I tsindiwt or/ IsrtifttBverkin Álitið á kraftaverkum Biblíunnar er að breytast meðal vísindamanna, sagði bandarískur vísindamaður við hóp lækna, er komnir voru saman á fund í Toronto í júlí í sumar. Ræðumaðurinn var dr. John R. Brobeck við læknaskólann i Pennsylvaníu. „Vísindin eru að breyt- ast,“ sagði hann. „Árangurinn er meðal annars sá, að vísindamaður getur ekki lengur sagt í einlægni, að eitt- hvað sé ómögulegt. Hann getur aðeins sagt, að það sé ólíklegt. Vísindin, hélt hann áfram, viðurkenna þann möguleika, að Kristur hafi uppvakið dauða og að Móse hafi klofið Rauðahafið. Það er auðvitað skemmtilegt að komast að raun um, að sumir vísindamenn eru að gera sér grein fyrir, að það er fleira til á himni og jörðu en dreymt er um i heim- speki þeirra. Dr. Brobeck segir, að vísindamenn viður- kenni, að það kunni að vera til orkulind, opinberuð í Biblíunni, sem þeir þekki ekki og kölluð er „máttur Guðs“. Þetta fræðir oss auðvitað ekki mjög mikið. Kristinn maður hefur ávallt verið sér meðvitandi um mátt Guðs, þar sem hann hefur reynt hann í sínu eigin lífi, þegar Guð auglýsti kröftuglega guðlegan mátt sinn, er hann hreinsaði hann af syndum hans með blóði Krists, gerði hann að „nýrri sköpun“ í Kristi og „upp- vakið oss ásamt með honum og búið oss sæti í himin- hæðum ásamt honum í Kristi Jesú.“ Það eru meiri verk unnin i heimi kraftaverkanna nú á dögum en nokkru sinni voru unnin, þegar Drottinn var hér á dögum holdsvistar sinnar. Enda sagði hann lærisveinum sínum, að svo mundi verða. Frábærasta kraftaverkið á himni og jörðu er kraftaverk endurfæð- ingarinnar. Það er það, sem gerði Nikódemus forviða og ber af öllum hinum furðulegu og undursamlegu fyr- irbærum náttúrunnar. Kristinn maður lifir eða ætti að lifa í ríki stöðugra kraftaverka, og hann er sjálfur mesta lifandi kraftaverkið af öllum. Drottinn, opna augu mann- anna alls staðar, að þeir megi sjá kraftaverk þín breið- ast út um heiminn, og opna hjörtu þeirra, svo að þeir taki í trú á móti hinu umskapandi kraftaverki guðlegrar náðar, sem gjörir oss að konungsríki og prestum fyrir Guði og að erfingjum og samerfingjum Krists að ófor- gengilegri og flekklausri arfleifð, sem mun aldrei, aldrei fölna. (The Evangelical Christian.) 20 KRISTILEGT 5TUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.