Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 3

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 3
XXIV. ARE. REYKJAVÍK, 1. DES. 1959 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Vtgefandi: Kristilegt stúdentafélag. Stofnað 17. júní 1936. Stjórn skipa: Þorvaldur Búason, stud. polyt., forniaðiír; Benedikt Arnkelsson, cand. theol., ritari; AuOur Eir Vilhjálmsdóttir, stud. theol,, gjaldkeri. Áritun er: Kristilegt stúdentafélag, pósthólf 651, Reykjavík. Ritstjóri blaðsins og ábyrgðarm.: Þorvaldur Búason. Verö bláðsins: Kr. 10,00. FélagsprehtsmiSjan h.f. IV/feð þessum orðum kallaði Drottinn og herra krist- innar kirkju sína fyrstu lœri- sveina. Með þessum orðum kallar hann enn til vor. Hann kallar mig, hann kallar þig. Hvernig tökum vér þessarri köllun? Ekkert hefir meira úr- slitagildi fyrir líf vort, mitt og þitt en það andsvar, sem vér gefum við þessarri köllun. Stöndum vér upp og fylgjum honum? Eða sitjum við kyrrir, svo sem ekkert vœri? Hvað gerum vér, þú og ég, þegar þessi köllun heyrist? Mattheus guðspjallamaður skrifar sjálfsœvisögu sína með þessum orðum: Og hann stóð upp og fylgdi honum (Mt. 9,9). Lengri œvisögu fannst þess- um lœrisveini ekki þörf á að skrifa um siálían sig frá þeirri stundu. Allt annað, sem frá honum er komið, snýst beint eða óbeint um Drottin einan; þegar nánar er að gœtt, þá snúast þessi orð einnig um hann því að hér eftir var líf lœrisveinsins orðið að þœtti í lífi Drottins sjálfs, í lifi hinna lœrisveinanna, í samfélagi heilagra. Lœrisveinn einhvers meist- ara verður maður aðeins með því að FYLGJA þessum meist- ara sinum á einn eða annan veg. Margir hafa verið lœri- sveinar frœgra meistara. En guðspjall, evangelium, fagn- aðarboðskapur verður aðeins til í fylgd EINS MEISTARA, Drottins Jesús Krists. Kristin kirkja verður aðeins til með því móti, að menn sameinist í því að gerast hans lœrisvein- ar, lœri af honum, boði hans orð og vinni hans verk. Eins og Frelsarinn sjálfur kallaði Fylg þú mér menn til fylgdar við sig, þann- ig kalla lœrisveinar hans á öllum öldum menn til fylgdar, ekki við sig, heldur við hann, sem er Drottinn vor, Frelsari og Meistari. Ekkert augnablik í lífi bannsins er eins örlagaríkt og sú stund, er hann heyrir þessa skilyrðislausu köllun Drottins: Fylg þú mér! Upp frá þeim degi taka meginlínur lífs vors að mótast: Hann stóð upp og fylgdi Jesú — eða: Hann stóð ekki upp og fylgdi honum ekki, heldur lifði hann lífi sínu kengbeygður inn í sjálfan sig — incurvatus in se, eins og Lúther segir. „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér.” Þegar menn heyra köll- unina í þessu formi, þá hika margir, sem ef til vill eru hrifn- ir af Drottni vorum, meðan hann heldur sér í hœfilegri fjarlœgð. En lœrisveinar hans verðum vér ekki, meðan fjar- lœgðin er fyrir hendi; án krossins er Drottinn vor ekki hugsanlegur, og án krossins erum vér heldur ekki hugsan- legir sem lœrisveinar hans. En kross vor, þinn kross og minn kross, táknar þá baráttu, sem vér verðum að heyja, bœði í oss og umhverfis oss, hvar sem vér lifum, hvað sem vér störf- um, undir öllum kringumstœð- um. Krossinn táknar baráttu trúarinnar: Að lœra skilyrðis- laust af Jesú Kristi bœði að trúa og treysta. Krossinn tákn- ar einnig baráttu lífsins: Að lifa sem ljóssins bam í heimi, sem elskar myrkrið, en hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, til þess að verk hans verði ekki opinber; til slíkrar baráttu kallar Drottinn oss, þegar hann segir: Fylg þú mér! Undir þessu merki skalt þú sigra! Undir þessu merki skalt þú blessun hljóta og verða til blessunar í öllu þínu lífi. Fylg þú mér! segir Drottinn. Berstu trúarinnar góðu baráttu og lifðu sem lióssins bam. JÓHANN HANNESSON. kristilegt studentablað LANDSBOKASAFN 225968 ÍSLANOS 3

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.