Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 14

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 14
Jóhannes Ólafsson, læknir: Þetta er Felix Ólafsson kristniboði i liliði eins af Konsóþorpunnm. — Myndir þær, sem fylgrja grein þess- ari, eru allar frá íslenzka kristni- boðinu í Konsó -----------------♦ Myndin hér fyrir neðan er af skóla- húsi á íslenzku kristniboðsstöðinni. Nemeiulur fylkja liði til skrúðgöngu. Síðustu orð Jesú við lærisveina sína, er hann mœtti þeim á fjallinu í Galíleu, var kristniboðs- skipunin: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðirnar að lœrisvein- um með því að skíra þá til nafns föðurins og sonarins og hins heil- aga anda, og kennið þeim að halda allt það, sem eg hefi boðið yður. Og, sjá, eg er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar.“ Skipunin var gefin lœrisveinun- um ellefu, sem fylgdu honum, hlustuðu á kenningu hans og voru vitni að verkum hans. Þeir höfðu sannfœrzt um, að hann vœri „Krist- ur, sonur hins lifandi Guðs“. Þeir sáu hann líða og deyja og mœttu honum upprisnum. Upprisa Jesú var staðreynd, sem breytti öllu fyrir þeim. Um margt gátu þeir efazt eða verið ósammála, en upp- risan var óhagganleg staðreynd. Þegar þeir mœttu Jesú uppsisnum, staðfestist trú þeirra, að hann væri Kristur sannarlega sonur Guðs. Þá fyrst skildu þeir til fulls kenningu hans og það, sem áður var þeim óskilj- anleg ráðgáta, að Jesús skyldi þurfa að líða og deyja. Þeim varð þá Ijóst, að á krossinum fullkomn- aði hann verk sitt. Guð hafði í Jesú endurleyst og frelsað mann- kyn, sem bundið var af synd og dauða. Kjarni boðskapar þeirra varð: Guð er kœrleikur. Hann „elsk- aði heiminn svo, að hann gaf son sinn eingetinn,til þess að hver,sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Knútiir af kœrleika Krists boðuðu þeir þennan gleði- boðskap af sannfœringarkrafti, ekki aðeins Gyðingum, heldw einnig heiðingjum í mörgum lönd- um hins rómverska heimsveldis. Kristniboðsskipunin var ekki aðeins gefin lœrisveinunum ellefu, heldur öllum kristnum mönnum. Lifandi kirkja Krists hefur verið vakandi fyrir hlutverkinu að flytja öllum þjóðum fagnaðarerindið. Aftur á móti dofnaði sá áhugi, þeg- ar kirkjan hafði misst sjónar af kjarna kristindómsins, boðskapn- um um hjálprœði af náð fyrir trú á Krist. Eftir siðbótina og einkum eftir vakningarnar á Englandi, er urðu fyrir starf John Wesleys, vöknuðu menn aftur til meðvit- undar um þá skyldu sína að pré- dika fagnaðarerindið öllum mönn- um. Þeir, sem sjálfir reyndu kœr- leika Guðs og fyrirgefningu, urðu hljóðnœmir fyrir kalli Guðs að þjóna honum á sérstakan hátt. Hið víðtæka kristniboðsstarf mótmœl- endakirknanna byrjaði á þann hátt, að einstaka menn fundu köll- un hjá sér til að fara til heiðinna þjóða. Að baki þeim stóð hópur, sem studdi þá með fyrirbœnum 14 KRISTILEGT 5TUDENTABLAO

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.