Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 17

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 17
Ólafur Ólufsson kristniboði fór kynnisför til Konsó haustið 1957. Mynd þcssi var þá teldn af íslenzka starfsliðinu í Konsó. Á niyndinni eru talið frá vinstri: MargTét Hróbjartsdótt- ir, Benedikt Jasonarson, Kristín Guðleifsdóttir, sem lieldiu- á yngri syni þeirra Felixar, Ól- afi, Felix Ólafsson með Kristinn, Ingunn Gísladóttir lijúkrunarkona og Ólafur Ólafsson kristniboði, faðir Jóliannesar Ólafssonar læknis, sem mun fara tii Konsó að forfallaiausu næsta vor ásamt konu sinni. stafanir til þess, að sjúkrahúsin stœ&u undir sér fjárhagslega. Fjár- ráð þeirra minnkuðu og þar með möguleikarnir til að standast sam- keppnina. Daggjöldin á sjúkrahús- unum hœkkuðu, en það kom harð- ast niður á fátæklingunum, sem mest voru hjálparþurfi. Sum minni sjúkrahúsin urðu að hœtta starfsemi sinni, og starfsli&i þeirra og tœkjum var bœtt við stærri sjúkrahús, sem betur stóðu að vígi. Indverskir læknar og hjúkrunar- konur taka við œ fleiri stöðum af hvítum mönnum. Af þjóðrœknis- legum ástœðum hafa þeir lagt á- herzlu á, að Indverjar séu í öllum œðri stöðum. Þannig er nú vart til það kristniboðssjúkrahús, þar sem yfirlœknirinn er ekki Indverji. Vestrœnum lœknum og hjúkrun- arkonum er gert erfitt fyrir að fá atvinnuleyfi í landinu. — Ind- verska kirkjan, sem hefur notið aðstoðar kristniboðsfélaga á Vest- urlöndum, verður nú að teljast myndug. Hún stjórnar sínum mál- um sjálf og er vakandi fyrri hlut- verki sínu sem boðberi Jesú Krists meðal indversku þjóðarinnar. Hin- ir ungu söfnuðir taka við starfi kristniboðanna smám saman. Það er eðlileg þróun. Líknarstarfið hef- ur einnig fœrst meir og meir yfir á hendur Indverja. Indverska kirkjan þarf á því að halda í fram- tíðinni sem tæki til þess að fram- kvœma kristna kærleiksþjónustu. í Afríku gegnir öðru máli. Flest- ar þjóðir Afríku eru skammt á veg komnar menningarlega og efna- hagslega. Heilbrigðismálum er þar mjög áfátt. Eins og víða annars staðar hefur kristniboðið orðið fyrst til þess að hefja þar líknar- starf. Ef litið er á E þ í ó p í u , sem íslenzkir kristniboðsvinir hafa sérstakan áhuga fyrir, má sjá, að framkvœmd heilbrigðismála þar er að allmiklu leyti í höndum kristniboðsins. íbúar landsins eru taldir um 17 milljónir. Lœknarnir eru 150 talsins og flestir starf- andi í höfuðborginni nema kristniboðslœknarnir, sem eru dreifðir um byggðir landsins. Af 54 sjúkrahúsum Eþíópíu eru 16 í eigu kristniboðsins eða rekin af því. í fjórum héruðum, þar sem búa um 4 milljónir manna, eru engir aðrir lœknar starfandi en kristniboðslœknarnir. — í sjúkra- húsum og lœkningastofum kristni- boðsins hljóta margir heilsubót. Jafnframt heyra þeir þar einatt í fyrsta skipti um líknsaman, kœr- leiksríkan Guð. Þar er aftur kom- ið að því, sem er erindi alls kristni- boðs, hvort sem það er framkvœmt sem prédikunarstarf, kennsla eöa líknarstarf, að Kristur Jesús sé boðaður öllum mönnum, þeim til hjálprœðis, sem á hann trúa. „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðr- um, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé œtlað fyrir hólpnum að rœða.“ KRISTILEGT STUDENTAB LAÐ 17

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.