Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 21

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 21
slúdentar liafa í æ ríkari niæli tekið þátt í hinum fjölmennu norsku stúdentamótum og sótt þang- að blessun og uppörvun lil áframlialdandi starfs við erfiðar aðstæður. Sveriges Evangeliska Student- och Gynmasist- rörelse, SESG, starfar í Uppsölum, Stokklióhni, Gautaborg og Lundi. Á undanförnum árum liafa aðstæður til starfs verið mjög erfiðar. Það hefur því vakið mikla gleði og eftirvæntingu meðal félagsmanna, að nýlega hefur verið ráðinn fastur erindreki hjá samtök- unum, sr. Thorsten Joseplisson. Hann hóf starf sitt í september s.l. og tók þá að heimsækja menntaskóla og ýmsa aðra skóla. Binda trúaðir stúdentar miklar vonir við þennan unga starfs- mann. SESG gefur út blaðið „Yi Tro“, og fer upp- lag þess vaxandi. Mótmæíendur á ltalíu eiga erfitt uppdráttar, eins og kunnugt er, vegna liinn- ar sterku aðstöðu kaþólsku kirkjunnar í landinu. Þó reyna þeir að láta til sín taka og boða fagn- aðarerindið um náð Guðs og trú á Jesúm Krist lil réttlætingar og sáluhjálpar. Þrjátíu háskólar eru starfandi á Italíu. Hópur slúdenta er því fjölmennur. Um nokkurt skeið liafa evangeliskir menn unnið kristilegt starf meðal þessara stú- denta, og eru nú litlir félagshópar (Gruppi Bi- blici Universitari) við 8 háskóla á Italíu. Hver hópur kemur saman til biblíulesturs einu sinni í viku, og er boðið til samverunnar stúdentum, sem standa utan lireyfingarinnar. Félögin gefa út Idað fvrir stúdenta, Certezze, og kemur það út fjórum sinnum á ári. Þá hafa þau efnt til sumar- búðastarfs. Vegna mjög liarðrar andstöðu ka- þólsku kirkjunnar hefur starfið orðið að fara fram að mildu leyti í kyrrþey. SVÍÞJÓÐ ITALIA Víða í heiminum eru samgxingur auðveldastar lun fljótin. I>ar verður kristniboðið að liegða starfi sínu því samkvæmt og eru ótrúlega margir fljótabátar í þjónustu kristni- boðsins í Asíu, Afríku og S.-Ameríku. Oft eru þessar fljótandi kristniboðsstöðvar jafnframt hjúkrunar- eða sjúkraskýli. KRISTILEGT STUDENTAB LAÐ 21

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.