Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 24

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 24
Um kirkjuhugtakið í Ritningunni... FRAMH. AF BLB. 13 í kirkjunni býr einn andi, andi Krists. Það er sá andi, sem gegnsýrir líf hennar allt, viðheldur henni, endurskapar hana, gefur gleðina, þróttinn, lof- sönginn. Kirkjan er það samfélag mannanna, þar sem andi Krists býr. Þessari hugsun Páls getum vér kynnst í 12.—14. kapítula 1. Korintubréfsins. Hvað er þá kirkjan að skilningi Páls? Hún er söfnuður kristinna manna, sem koma saman til þess að lofa Guð og ákalla, þeirra, sem halda sér fast við brotningu brauðsins og orð Guðs. Kirkja er hvarvetna þar sem kristnir menn koma saman. Páll talar um heimilissöfnuð, heimiliskirkju. Hann talar einnig um kirkjuna sem stærri heild. En fyrst og fremst er kirkjan vettvangur Guðs anda, þar sem Guð hefir kosið að slarfa. Páll bjó til Iik- inguna: Kirkjan er líkami Krists. Hún merkir, að kirkjan ber þjáningar heimsins til friðþægingar öllum mönnum og er þátttakandi í upprisu Krists, liinu nýja lífi. Málið liefur þvi bæði þjóðfélags- lega hlið og andlega. Kirkjan í Bandaríkjunum Nú á tímum gerist mönnum líði-ætt um vanda- mál íslenzkrar kirkju. Heyrzt liafa jafnvel raddir um það, að lausnin væri algjör aðskilnaður ríkis og kirkju. Sumar liafa dregið fram dæmi Banda- ríkjanna — tekið lil umræðu kirkjufyrirkomulag i Bandaríkjunum og talið, að frikirkjufyrirkomu- lag þess lands myndi leysa allan vorn vanda. Vegna þess að umræður manna um kirkjumál í Bandaríkjunum hafa að nokkru byggzt á ókunn- ugleika á staðháltum, er ekki úr vegi að vikja lauslega að þessum þætti málsins. Það var af sögulegri nauðsyn, að ríki og kirkja voru aðskilin vestan liafs á nýlendutímanum. Enska biskupakirkjan var þar þjóðkirkja i fyrstu, en vegna aðfluntinga manna af öðrum kirkju- deildum þótti rétt, er stjórnarskrá landsins var samin, að mæla svo í lögum, að ríki hefðu ekki afskipti af kirkju. Vegna sérstöðu Bandarikjanna hefur þetta fyrirkomulag gefizt einkar vel. Þjóð- erni, trú og menning þeirra, er þangað liafa flutzt, er með svo mörgu móti, að á annan veg hefði ekki verið betur liægt að koma fyrir kirkjumálum þarlendis en gert var. Hins vegar er svo ineð alla hluti, að kostir eru ágöllum samfara. Gallar frí- kirkjufyrirkomulagsins i Bandarikjunum eru þeir að kristindómsfræðsla í skólum er vitaskuld engin og fjöldi kirkjudeilda og trúfélaga er svo mikill, að erfitt er að átta sig á þeim öllum. Stærstu kirkjudeildir mótmælenda annars vegar og róm- versk-kaþólska kirkjan hins vegar eru samt þær tvær fylkingar kirkjunnar, sem mest kveður að. En sifelll hnígur meir til þeirrar áttar, að kirkju- deildir mótmælenda skipi sér saman; sameinast sumar í eina kirkjudeild og aðrar ganga til virks samstarfs um umbótamál. Veldur fjöldi kirkju- deilda því litlum erfiðleikum i raun. Alvarlegra er fyrra atriðið: Börn á skólaskyldu- aldri i löndum þeim, er njöta langra erfða þjóð- kirkju í landinu, alast upp við kristilega upp- fræðslu í skólum (þótt oft vilji ganga skrykkjótt nýting þess gimsteins sem kristindómsfræðslan er), en í Bandaríkjunum fara börn á mis við alla uppfræðslu um kristindóm í skólum. Fullur helmingur allra barna landsins heyrir aldrei krist- indóm nefndan á nafn. Þau börn vestan hafs, sem eiga foreldra, sem eru meðlimir í kristinni kirkju, njóta kristindóms- fræðslu utan skólatíma á vegum safnaðar síns. Eykur þetta ekki litið starfssvið prestsins og ann- arra starfsmanna hvers safnaðar, er þeim er gerl að fræða börnin þeirri fræðslu, sem hjá oss er veitt í skólum landsins. Erfiðar eru aðstæður prestanna hérlendis til þess að rækja störf sín eins og nú er báttað. Fullerfitt held ég þeim reyndist að bæta á sig því starfi, sem skólar lands- ins rækja í þessu efni. Það, sem ég tel merkast og helzt til fyrirmynd- ar í amerísku kirkjulífi er safnaðarhugsjónin, kirkjuhugsjónin. Hver söfnuður eða kirkja (vest- an hafs er söfnuðurinn kallaður ,,kirkja“) er virk félagsheild, ekki landfræðilegt svæði, eins og hjá oss. Söfnuðirnir eru litlir, flestir um 500 manns. Ef tala safnaðarmanna nálgast eitt þúsund, eru prestar fleiri en einn og auk þeirra margir starfs- menn er vinna fullan vinnutíma á vegum safnað- arins, kirkjunnar, — við skrifstofustörf, félags- 24 KRISTILEGT BTÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.