Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 27

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 27
Grammófónninn hel'nr mjög mikið verið notaður i kristinboðsstiirfinu víða um lieim. Menn þreytast aldrei á að hiuta á „kassann, sem getur talað“ og sagt Jieim sögur. Þannig hafa margir fyrst heyrt fagnaðarerindið prédik- að á móðurmáli sínu. , 53 er það að segja, að hann vildi liafa eina þjóð- kirkju. Hins vegar vildi liann ekki að kirkjan yrði svo nátengd ríkisvaldinu, sem síðar varð raun á. Hann áleit það skynsamlegt á neyðartímum, að ríkisvaldið léti sig kirkjuna miklu varða, en liann tók það fram, að það vœri kristnu ríkis- valdi einu ætlandi. Væru valdsstjórnarmenn kristnir, ættu þeir á neyðartímum að sjá kirkj- unni farborða. Annars skyldi kirkjan vera að mestu óháð ríkinu. Ilún væri samfélag allra þeirra, sem vildu vera lcristnir. Lúther dreymdi um, að myndast gætu litlir kjarnar trúfastra og fórnfúsra starfsmanna innan í liinni stærri félags- lieild safnaðarins alls, kirkjunnar allrar (ecclesio- lae in ecclesia). Er það merk hugsun, þvi að í þjóðkirkju eru ekki allir jafntrúir sínum skírnar- sáttmála. Skyldi ]>ví liver prestur miða að því að mynda kjarna fórnfúsra safnaðarmanna, sem bæri uppi líf safnaðarins. Um kirkju Islands Hvað virðist oss nú um vora íslenzku evangelísk- /lúthersku þjóðkirkju, er vér skoðun hana í ljósi þessa máls? Frá mínum hæjardyrum séð er svo að sjá sem hún sé býsna fjarri hinni sönnu kirkju- hugsjón, sem lesa má úr sögu þeirri, er ég liefi. rakið í allra stærstu megindráttum. Mér virðist mikið á vanta, að samfélagshugsjónin, safnaðar- i hugsjónin sé rækl meðal vor. Það er skoðun mín, að ])etta sé rótarmeinið. Alll annað, sem miður\ fer hjá oss, er af því sprotlið, að vér skiljum ; ekki safnaðarhugsjónina og rækjum hana því sið- ur. Starfsþróttur safnaða-sambandsins, þjóðkirkj- ; unnar, er lamaður vegna þess, að stj órnarhættir j kirkjunnar eru ekki hyggðir á frumkjarna kirkj- : unnar, kirkjunni á hverjum stað, söfnuðinum. j Kirkjan er eklti samfélag kristinna manna um t orðið og sakramentin. liún er ríkisstofnun. Henni er stjórnað sem einni deild ráðuneytanna við Arn- arhólstún í Reykjavík. Vissulega er henni stýrt af hæfum mönnum, og ekki er við þá að sakast um það, sem miður fer. Það er stjórnarfyrir- komulagið, sem andstætt er sönnu eðli kirkjunn- ar, ekki stjórnannennirnir. Af þessum sökum lítur almenningur landsins ekki á kirkjuna sem félagsheild sína, heldur skoð- ar hann hana sem ríkisstofnun, sem stýrt er of- an að, án íhlutunar þeirra, sem í raun og veru ætlu að bera ábyrgðina, þótt þeir kjöri til þess menn að fara með stjórn. Kirkjunni er ennfrem- ur stýrt af veraldlegum yfirvöldum og ekki í raun og veru af þeim mönnum, sem kirkjan kýs sér að leiðtogum. Biskup. prestastcfna. kirkjuþing geta að ákaflega litlu leyti haft áhrif áJif og star.f_. kirkjunnar. Það þarf ekki að orðlengja það, að með þessari skipan mála er á burtu svipt grund- velli kirkjunnar. Hún getur ekki verið kirkja í viðjum þess fyrirkomulags, sem hún býr við í sambúð sinni við ríkið. Hún er og verður stein- KRISTILEGT BTUDENTABLAÐ 27

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.