Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 28

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1959, Blaðsíða 28
gervingur, svo fremi ekki verði gjörðar breyt- ingar, áður en það er um seinan. öllum er það kunnugt, að kirkjan, sem eðli sínu samkvæmt er sjálfstæð félagsheild, enda þótt hún sé í þeim tengslum við veraldarstjórn, að hún nefnist þjóðkirkja, er lijá oss að velflestu leyti felld inn í hið opinbera kerfi. Skírnarsakra- mentið hefur verið gert að nafngjafar-seremoníu og er náðargjöf þessa mesta sakramentis háð lög- gjöf um nafnagiftir manna á íslandi, sem prest- um er gert að binda sig við. 1 Reykjavík liagar ríkisvaldið launagreiðslum til presta á þann veg, að þeim er þröngvað til þess að selja skírnar- sakramentið. Mér hefur skilizt, að eitt sinn hafi komið til tals, að ferming barna væri bundin ákvæðum um sundskyldu barna, og mætti ekki veita fermingu nema hið kristna ungmenni, sem staðfesta vill skírnarsáttmála sinn, hefði fullnægt þeim lögum ríkisins, sem bjóða sundkunnáttu. Nú vil ég taka það fram, að ég er meðmæltur lagaboðum um sundkunnáttu og nafnagiftir. En hitt er eðli málsins andstætt, að tengja fram- kvæmd þeirra veitingu sakramenta og annarra athafna, sem prestar veita í umboði sjálfs Guðs. Farvegur náðar Guðs má ekki stíflast af krapa- hröngli mannlegra lagasetninga. Þegar kirkjan horfir upp á það án þess að hafast að, hefur hún hætt að vera kirkja Krists. Ekki fæ ég annað séð. Á landi voru hafa orðið stórfelldar þjóðfélags- hreytingar hina síðustu áratugi. Það mál er öll- um ofkunnugt til þess, að orðum sé eytt að því að lýsa þeim breytingum. Fólksflutningar svo stór- kostlegir, að til landauðnar horfir sums staðar, liafa átt sér stað. Efnahagslíf og félagslíf þjóð- arinnar hefur tekið algerum stakkaskiptum. Á öllum sviðum víkja menn við gömlum liáttum til þess að þeir megi fullnægja kröfum tímans. Landbúnaðurinn vélvæðist, nýtízkulegt skólakerfi er spennt yfir landið allt, sjávarútvegurinn orð- inn að stóriðju með breyttum háttum. En kirkj- an hefur á því engin tök að snúa skipi sínu upp í veðrið og búast til atlögu við þau vandamál, sem nú steðja að og hafa ekki þekkzt áður. Til þess er stjórnarfyrirkomulag hennar of þungt í vöf- unum, og stjórn hennar, raunveruleg stjórn kirkj- unnar, ekki í höndum kirkjunnar manna sjálfra. Svo að dæmi sé tekið, þá búum vér að mestu við fyrirkomulag síðustu aldar, að segja má, hvað snertir þá þjónustu, sem söfnuðum landsins er séð fyrir. Samt liafa orðið miklar breytingar á hyggð landsins. Ef vér skiptum íslendingum í tvo hluta, 28 þjóna um það hil 15 prestar öðrum lielmingi þeirra en nærri eitt hundrað hinum helmingnum. Á þeim hluta landsins, þar sem fjölmennið er mest og þaðan sem áhrifin berast út um landið, hvort sem oss líkar það hetur eða ver, er málum þann- ig háttað, að hverjum presti er gert að þjóna söfn- uði, sem telur allt að 10.000 safnaðarmenn. Það er hverjum manni ljóst, að starfsdagur og starfs- vika þeirra presta, sem við slik skilyrði húa, er í molum af margvíslegum önnum, sem geta þó ekki kallazt hið eiginlega starf þeirra. Kirkjulegt líf er lamað, þegar málum er þannig fyrir komið. I fjölmenninu er helzt hægt að liafa tök á því að vekja lifandi safnaðarlíf með margvíslegri fc- lagsstarfsemi. En nú er svo komið, að þar sem fjölmennið er mest, er ásigkomulag kirkjunnar dapurlegast. Þar sem verkefnin eru stærst, er framkvæmd úrbóta minnst. Þar sem kallað er hæst á starf kirkjunnar, er heyrðin daufust á neyð mannanna. Og þar sem dyr standa helzt opnar, er mest þrjózkazt við að ganga inn um þær, nýta tækifærin, þjóna mönnunum og benda þeim lil Krists. Hvernig stendur á þessu? Hvernig má finna úrræði? Að mínu áliti verðum vér að koma til sjálfra vor. Kirkjan verður að koma til sjálfrar sín. Yér verðum að skilja, hvað kirkja er. Verð- mætum væri kastað á glæ, ef þjóðkirkjan yrði lögð niður, aðskilnaður gerður á ríki og kirkju. Hins vegar álít ég, að aðkallandi sé að gera rót- tækar stjórnarfarsbreytingar á þjóðkirkjunni, svo að hún megi verða þjóð-kirkja, söfnuður. Fjárhagslegt sjálfstæði verður kirkjan að fá, en á fjármunum grundvallast allt starf, mannlega talað. Það sá frumkirkjan. Þess vegna fór fram í söfnuðunum fjársöfnun til ýmissa þarfa, og menn lögðu fram af eigum sínum til þarfa safn- aðarins. Endurreisn vorra safnaða, vorrar kirkju, verður ekki útlátalaus einstaklingunum. Og því fé, sem Alþingi veitir kirkjunni, verður hún að ráðstafa sjálf á þann hátt, að notkun fjárins miði að viðreisn kristilegs starfs. Stjórnarfarslegt sjálf- ræði verður kirkjan einnig að hafa. Þeir menn, sem söfnuðurnir velja til þess að fara með mál kirkjunnar, eiga að hafa nauðsynlegt vald lil þess að hrinda í framkvæmd þeim hreytingum og úr- bótum, sem óumflýjanlegar eru á starfsliáttum kirkjunnar á hinum ýmsu sviðum. Kristin kirkja hefir verið í landi þessu í þúsund ár. Vér skulum samt ekki líta á þá sögu frá sjón- KRI5TILEC3T 5TÚDENTASLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.