Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 9

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 9
í NIÐARÚSI með boðskapinn um Jesúm Krist d margan annan hátt. Sunnudagaskólinn er snar þáttur í því starfi, þeir vilja ekki gleyma börnunuum. Þeir heimsækja einnig sjúka og aldrað fólk, og eru ætíð boðnir og búnir til að rétta hjálpar- liönd, þar sem þess gerist þörf. Umhverfi Niðaróss er rómað fyrir náttúruf egurð. Það er einkar vel fallið iil atts úiilífs, skíðaferða á vetrum og göngu- ferða á sumrum. Þetta notfæra bæjarbúar sér óspart og ekki hvað sizt stúdentar og náms- fólk attt. 1 „Bymarka", sem er skógar- svæði í grennd við Niðarós, hefur þetta stúdentafétag byggt litla kapellu. Þar er stutt helgi- stund á hverjum sunnudegi kl. 12, og þar safnast hópar æsku- fólks, sem auk útiverunnar vilja njóta friðar og kyrrðar í húsi Drottins. Ef til vill munu einhverjir segja, að trúarlíf stúdentanna Frá Niðarósi. Tækniháskólinn í baksýn. Dómkirkjan í Niðarósi. sé aðeins stundarfyrirbæri. Það dvíni og hverfi alveg, þegar stúdentarnir hafi öðlast meiri þroska og þekkingu. Það reynist ekki rétt. Þú munt finna þessa stúdenta síðar, er þeir eru orðnir reyndir verk- fræðingar. Þeir hafa varð- veitt trúna. í daglegu lífi vilja þeir leitast við að lifa sem sannir trúaðir mcnn og sýna Iírist í verki. Þeir eru einn- ig reiðubúnir til að staðfesta trú sína með vitnisburði, þcg- ar tækifæri gefast. Á sunnu- dögum muntu geta séð suma hverja í hópi barna í sunnu- dagaskóla, þar sem þeir leit- ast við að leiða börnin til Krists, eða þú kannt að hitta aðra úti i skógi, þar sem verið er að reisa kapellu, til þess að æsku- fólk geti komið saman og átt þar kyrrláta stund með Guði sinum og skapara. í) KRI5TILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.