Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 10

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 10
Prófessor Jóhann Hannesson: Áhrif skólafræöslunnar á kirkjulífið Uppeldishugs jónin. Ilvað hugsjónafræði hins íslenzka skólalífs snertir á síðari árum, erum vér vel settir þegar vér viljum kynna oss það mál. Á árunum 1944— 46 fór fram nýsköpun skólakerfisins. Þessi ný- sköpun er hin athyglisverðasta og saga hennar liggur fyrir í greinilegri útgáfu undir nafninu: „Um menntamál á fslandi 1944—46“. Þessi tveggja ára menntamálasaga er skrifuð undir einkunnarorðum eftir Jón Sigurðsson For- seta, svohljóðandi: „Það, sem almennings heill- um viðkemur, á að vera öllum kunnugt". Á hls. 7—11 er að finna hina miklu hugsjónafræðilegu ræðu, sem Mcnntamálaráðherra þjóðar vorrar flutti 1. des. 1944, en það ár var morgunn liins endurreista islenzka lýðveldis. Ræðan er hin at- hyglisverðasta, bæði vegna þess efnis, sem hún fjallar um og vegna þess efnis, sem hún þegir um. Þar er tekið fram bæði livað vér áttum þá af háskólamenntuðum og öðrum fræðimönnum og hitt, hvað oss skortir, þegar litið er á framtíðar- þarfir þjóðfélagsins eins og þær blöstu við af sjónarhóli þessa hæstvirta ráðherra árið 1944. „Eignir og skuldir“. Yfirlit er gert yfir „eignir“ þjóðarinnar frá fortíðinni og „skuldir“ þjóðarinnar við framtíð- ina þegar um menntamenn er að ræða og þörf á menntuðum mönnum. Þetta framtal er greinilegt og athyglisvert og er i sluttu máli á þessa leið: a. f íslenzkum fræðum eigum vér „liina ágæt- ustu vísindamenn“. h. í læknisfræði eru „margir ágætir menn“. c. í náttúruvísindum eru „nokkrir lærðir og mikilhæfir náttúrufræðingar“. d. Enn fremur eigum vér „allmarga tækni- menntaða menn“. Þar með er upp talin eignahliðin. — En það, sem oss vantar, jjegar tekið er tillit til framtíð- arinnar, eins og hún var 1944, er í stuttu máli: (1) Fjöldi verkfræðinga í öllum greinum. (2) Náttúrufræðingar lil að rannsaka auðlindir á sjó og landi. (3) Fiskifræðingar. (4) Efnafræð- ingar. (5) Iðnfræðingar. (6) Flugmenn og flug- fræðingar. (7) Sérmenntaðir iðnverkamenn. (8) Þó er gert ráð fyrir að eðlilega viðhót þurfi jafn- an í læknisfræði og íslenzkum fræðum. (9) Og síðast, en ekki sízl þarf að koma upp liðsafla af vel menntuðum kennurum og stórkostlegar skólabyggingar eru nauðsynlegar. Bent er á hin miklu húsnæðisvandræði skólanna. Ætlunin er að leggja mikla rækt við menntun kennara og framhaldsmennlun þeirra (bls. 118 —119). Það, sem þagað er um. Svo kann að virðast sem ekki sé sanngjarnt að álykta út frá þögninni i þessu sambandi fremur en öðrum, en þó þarf að athuga þetta nánar. Fyrst lagl er út í ]>að á annað borð að lelja upp það, sem þjóðin á af menntamönnum á þessum tíma og það, sem liún þarf á að halda í fram- tíðinni, þá verður að gera ráð fyrir því að þögn um veigamikil atriði hafi einnig sinn tilgang. Fræðslukerfið er miðað við þéttbýli og við- gang þétlbýlis og mismunurinn á því hvernig menn standa að vígi lil þess að notfæra sér það i þétthýli og dreifbýli, er mjög mikill. Ein af af- leiðingunum hlaut því að verða eyðing sveita og efiing borga og umbreyting þjóðfélagsins í iðnþjóðfélag. Þar hefur kei'fið liitt í mark svo ekki verður um villst. Að vísu er þróunin eldri, en alls ekkert er gert til að vinna gegn henni og stöðugt meira og meira af uppeldisframtak- inu er lekið af heimilunum og lagt á skólana. Það er enn fremur athyglisvert að tveggja stétta menntamenn, scm um langan aldur liafa látið mikið til sin laka í, allri þróun íslenzku þjóðar- innar, skuli ekki vera að neinu gelið í hugsjóna- ræðum, en það eru lögmenn og prestar. Fyrst taldir eru upp ágætir fræðimenn i læknisfræði, náltúruvísindum og íslenzkum fræðum, þá má ]iað merkilegt heila að ekki skuli minnzt á hin- ar Ivær stéttirnar. Og hvað framtíðina snertir, KRISTILEGT STLJDENTAB LAÐ 10

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.