Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 13
kristinna manna skráðir: 1. Þeir sem skírðir voru fullorðnir. 2. Þeir sem skírðir voru börn að aldri. Nú kom það fyrir að sumir komu þvi aldrei i verk að lála ferma sig. Þá varð útkoman sú að þessir menn héldu áfram að vera „börn“ alla ævi samkvæmt bókum kirkjunnar, hve gamlir sem })eir urðu. „Barnaskapurinn“ hirtisl ekki lijá oss á þenn- an liátt, þvi fræðsla er ennþá veitt hörnum i kristnum dómi og þau eru flest fermd og er það í sjálfu sér gleðilegt. En barnaskapurinn kemur fram síðar. Menn hætla að auka við þekkingu sina í kristnum dómi þegar eftir ferminguna og gleyma jafnvel ýmsu af því, sem þeir áður kunnu. Þannig verður afturfall niður i barna- skapinn — regression toAvards infantilism — lijá öllum fjölda kirkjunnar manna. Því lcirkjunnar menn eru fyrst og fremst leikmenn; þeir eru hús- hændur i kirkjunni, en prestarnir þjónar, kall- aðir og vígðir til þjónustu. En hinn mikli fjöldi kirkjunnar manna i söfnuðunum tekur aldrei út í'ullan vöxt sem kristnir menn, hversu miklir sem þeir kunna að vera á velli. Hér á við orð Páls postula: Bræður, verið ekki börn í skilningi, heldur verið sem unghörn í illskunni, en verið fullorðnir i skilningi (I. Kor. 14,20). Hver á sök á þessu, kirkjan eða skólinn? Elest- ir skólamenn eru jafnframt kirkjunnar menn — og kirkjunnar menn hafa að miklu leyti mót- að skólann og hyggt liann upp. En hilið milli þessara stofnana hefur stöðugt verið að breikka. Þegar litið er á skólakerfið eftir 1930 og 1944 —40, þá veitir skólinn elcki framlialdsmenntun í kristnum fræðum að jafnaði öðrum en sérfræð- ingum, þ. e. kennurum og prestum. Þegar lokið er skyldunáminu, þá hendir liugsjón skólafræðsl- unnar og framkvæmd liennar hurt frá kirkju og kristindómi. Þetla hefur, jafnframt niðurfell- ingu heimilisguðrækninnar, alið á infantilisma og fáfræði í kirkjulegum efnum. llvaða áhrif hefur þetta á kirkjulífið? í fyrsta lagi verður það mjög dauft, einkum í þétthýl- inu, þar sem skilyrðin fyrir blómlegu kirkjulifi ættu að vera bezt. Margir kvarta undan deyfð- inni í kirkjulífinu. Menn vilja lítið leggja inn af andlegum verðmætum. í öðru lagi mun ekki hjá því fara að starfs- mannahópur kirkjunnar hættir að endurnýj- ast. Það er jafnvel skortur á mönnum, sem fást til að lesa bæn í kirkju, þótt þetta sé mjög ein- föld athöfn. Það verður skortur á ungum mönn- um, sem vilja gerast kennimenn og kennarar i kristnum fræðum. Og það mun verða skortur á mönnum sem hefur verulegan skilning á kirkju- legum málefnum. Og þekkingarskorturinn á sambandi lýðræðis og kristindóms, á skyldum manna við þjóð og kirkju, er þegar orðinn á- berandi. Ungir menn i menntaskólum verða betur bún- ir undir öll önnur störf en þjónustu lcirkjunnar af því að þeir fara á mis við þá fræðslu, sem einmitt þarf að veita í trú og siðgæði á þessum námsárum, og annað er látið ganga fyrir. Á sögu, tungumálum, eðlisfræði, stærðfræði og ýmsu öðru vita þeir allgóð skil, en vita sáralítið um eina lielztu stofnun þjóðfélagsins, kristna kirkju, sem þeir heyra þó sjálfir flestallir frá harnæsku. Þótt kirkjan hafi öldum saman verið einn lielzti merkisheri þjóðlegrar menningar, þá eru margir menntamenn eins og „börn í skilningi ‘ á því lwað kirkjan er í raun og veru. Þótt menn tali stundum fagurlega á hátíðleg- um stundum og segi þá að menning vor sé grund- völluð á kristindóminum og hinni grísku lieim- speki, þá stoða slílc fögur orð liarla litið ef eng- inn hljómgrunnur er fyrir liendi í skilningi áheyr- endanna. I öðrum löndum læra menn ekki að- eins að þetta er á þennan veg, heldur kynna sér hvernig á þessu stendur, eins og samboðið er bugsandi mönnum, sem vilja vita skil á grund- velli menningar, lýðræðis og kristindóms. „Hvað höfðingjarnir hafast að“. Ungir menntamenn dagsins í dag eru „höfð- ingjar“ framtíðarinnar, og vonandi verða þeir föðurbetrungar. En það fordæmi, sem þeir fá af feðrum sínum, er í stuttu máli á þessa leið: 1) Menn eru meðlimir kirkjunnar, skirðir, fermdir, greiða sitt kirkjugjald, eiga atkvæðis- rétt í málefnum kirkjunnar og eru þar með kirkjunnar menn. 2) Menn kaupa af kirkjunni hátiðablæ yfir ákveðnar fjölskyludhátíðir, skírn, fermingu, hjónavígslu og jarðarfarir. Og það er lcirkjunni sizt til sæmdar hér á landi að hún heldur yfir- Ieitt í það gamla hátterni, sem aðrar kirkjur hafa fyrir löngu lagt niður, að láta greiðslu koma fyrir þessa þjónustu sérstaklega, í stað þess að öll fjármál séu óháð hinum helgu athöfnum. 3) Menn ganga flestir fram hjá þungamiðju hins kirkjulega stai'fs, hoðun orðsins og veitingu sakramentanna i guðsþjónustu kirkjunnar, en KRISTILEC3T STUDENTAS LAÐ 13

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.