Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 20

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 20
Að vísu var þessi vinnuflokkur sá fámennasti af um 50 flokkum á vegum Alkirkjuráðsins á s.l. sumri, því að þátttakendur voru aðeins 11, 4 Bandaríkjamenn, 3 íslendingar, 2 Danir, Hol- lendingur og Þjóðverji. Vissulega uppfyllti þessi flokkur, þótt fámennur væri, það skilyrði að vera alþjóðlegur, en hann var einnig alkirkju- legur, þvi að þar voru samankomnir fulltrúar 5 kirkjudeilda, biskupakirkjunnar, öldungakirkjr unnar, Mennonítakirkjunnar, lúthersku kirkj- unnar og hinnar sameinuðu kii’kju lútherskra og reformerta. Fyrir bolni Grundarfjarðar hefur Grafarnes- þorp vaxið upp á síðustu 15 árum, og þar voru vinnubúðirnar liáðar í hinu fegursta umhverfi. Ekki leit að vísu vel út með það í upphafi, að þátttakendurnir sæju mikið af þessari fegurð vegna rigningar, en hrátt birti til, og var veður hið hezta upp frá því. í vinnubúðum er snemma risið úr rekkju. Þátt- takendur skiptast á um að hafa morgunbænir, og kl. 7,30 er fáni vinnubúðanna dreginn að húni á vinnustað. Þótti mörgum fáninn mjög ein- kennilegur og spurðu, hvað liann táknaði. Á dökkan grunn var dregið upp merki Alkirlcju- ráðsins, en það sýnir skip á heimshafinu, og í þvi miðju maslur, sem myndar kross. Þtta er hið ævaforna tákn kristinnar kirkju, og fyrir of- an stendur orðið: OIKOUMENE. Það er grískt orð og er notað í Nýja testamentinu til að lýsa öllum þeim heimi, sem mennirnir höfðu numið. Innsti kjarni þessa tákns er hinn eilífi vitnis- hurður allrar kirkjunnar til alls mannlifsins, til alls heimsins. Að jafnaði er unnið 6 stundir á hverjum virk- um degi. Mikið er undir því komið, að vinnan sé vel skipulögð, svo að allir þáttakendurnir kom- ist að og sjái, að þeir vinni eittlivert þarfl verk á degi hverjum. Áttum vér mikið að þakka Guð- bjarti Jónssyni, hyggingameistara, sem var vak- inn og sofinn að skipuleggja framkvæmdir og nýta starfskrafta sem hezt. Unnið var að kjallara kirkjunnar, þar sem félagsheimili hennar á að vera til liúsa, og miðaði byggingunni vel áfram þennan tíma, sem vinnuflokkurinn starfaði að henni. Það hlýtur óhjákvæmilega að liafa marga erf- iðleika í för með sér, þegar hópur æskufólks með hin ólíkustu viðhorf i mörgum efnum á að vera saman mánaðartíma við ófullkomnar aðslæð- ur að ýmsu leyti, en hér lögðust allir á eitt til að skapa góðan félagsanda. Vér fundum allir til samáhyrgðar að hjálpa hver öðrum, að vera lif- andi hlekkir i lífi og starfi vinnubúðanna. Líf- taugarnar í samfélaginu inn á við voru guð- ræknisstundirnar, kvölds og morgna, söngurinn, bihlíulestrarnir og umræðufundirnir, svo að nefndir séu lielztu innviðir i uppbyggingu hverra vinnuhúða. Ef þessir innviðir eru veikir eða bila, þá verður árangur vinnubúðanna fyrir þátt- lakendurna sjálfa lítill sem enginn. Bihliulestr- unum var þannig hagað, að Elisahet Iíielderup Jörgensen, annar aðalforingi vinnubúðanna, flutti nokkur aðfaraorð og har fram noklcrar spurningar, sem siðar voru ræddar í tveim hiblíulestraflokkum. Stjórnuðu þar umræðum þýzk stúlka, Helga Fischer, mjög reynd í vinnu- búðastarfi, i öðrum, en bandariskur piltur, Charles McClure, í hinum. Þegar umræðum var lokið, var aftur komið saman og gefið stutt yfir- lit um niðurstöður hvors flokks. Óhætt er að fullyrða, að þessar samverustundir um Guðs orð voru með þeim beztu, sem vér áttum í þess- um vinnubúðum. Áttum vér þó margar aðrar góðar stundir saman. Minnast má þeirra stunda, þegar þátttakendur gerðu grein fyrir lifi, starfi og kenningum sinna kirkjudeilda. Spunnust ofl töluverðar umræður og lærdómsríkar út af þessum frásögnum. Sjálfsagt eiga einnig marg- ir góðar minningar frá sameiginlegum ferðum til ýmissa staða í grenndinni, svo sem til sögustað- anna Staðastaðar og Ilelgafells, og enn fremur til Ólafsvíkur og Stykkishólms. Landkynningin i vinnuhúðunum er ekki ómerkur þáttur í starfi ]>eirra. Það eru ekki aðeins þátttakendurnir, sem kynnast landinu og þjóðinni, heldur einnig aðstandendur þeirra, er oft á tiðum viða að sér hókum og öðrum upplýsingum um land það, sm vinnubúðirnar eru haldnar í. Ógleymanlegar verða heimamönnum, sem að- 20 KRI5TILEGT STÚ DENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.