Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 22

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 22
ERINDREKI DRDTTINB: .IOIIIV R. MOTT JOHN R.. MOTT var aðalframkvæmdastjóri kristilegu stúdentahreyf- ingarinnar 1895—1920, aðalframkvæmdastjóri K.F.U.M. 1915—1928. Stjórnandi alheimsþinganna miklu um kristniboð til ársins 1938. For- seti alþjóða kristniboðsráðsins 1921—42. John Mott andaðist árið 1955. Foreldrar John R. Motts voru komnir af harð- geru og nægjusömu bændafólki. Faðir hans rak timburverzlun, sem hann byrjaði í smáum síl. En honum óx smám saman fiskur um hrygg, svo að hann komst í sæmileg efni og álit í smábæn- um Postville í Iowa í Bandaríkjunum. Þar fædd- ust fjögur börn hans, þrjár dætur og einkason- urinn John Raleigh. Á heimilinu var unnið baki brotnu. Varð John að taka þátt í öllum heimilis- störfunum, saga eldivið og hlaða honum upp og mjólka kýrnar. Hann var einnig fræddur um verzlunarrekstur, til þess að hann gæti tekið við fyrirtæki föður síns. Móðir hans var trúuð, kristin kona frá barn- æsku. Árið 1879 varð trúarvakning í bænum, og komst faðir hans þá til trúar. Urðu þau þá bæði meðlimir meþodistakirkjunnar. Trúmálin voru ríkjandi þáttur í öllu andlegu lífi þessa litla bæj- ar en methodistakirkjan var aðeins ein af mörg- um kirkjudeildum þar um slóðir. 1 bænum og á sléttunni bjó fjöldi landnema af ýmsum þjóð- um og kirkjudeidum. Þar voru lútherskir Norð- urlandamenn og Þjóðverjar, kaþólskir Ungverj- ar og fleiri. Það var talið sjálfsagt, að allir bæru virðingu fyrir trú hvers annars og ynnu saman að heill bæjarins og samfélagsins. Þannig ólst John Mott upp í andrúmslofti einingar og sam- vinnu. Hann varð stór, sterkur og fallegur ungur mað- ur, með jarpt hár, brún augu og freknótt and- lit. Hann var góður og alúðlegur í allri fram- komu. Hann tók af áhuga þátt í starfi K.F.U.M. i bænum. Það var brátt tekið eftir frábærum gáfum hans og þekkingarþorsta, bæði i skólan- um, í félaginu og á heimilinu. Jobn fékk því, er hann var 16 ára gamall, að fara til litla háskólans í Fayette, þó að föður hans fyndist það erfilt fjárhagslega. Þar stundaði John Mott nám í fjögur ár. Hann var einn af dugleg- ustu stúdentunum og náði miklum vinsældum meðal félaga sinna. Hann var alúðlegur og glað- vær. 1883 .varð trúarvakning meðal stúdentanna við skólann. Mott stóð upp á samkomu einni og sagði frá því, að hann hefði snúizt til trúar í vakningunni í Poslville tveim árum áður en hann fór i háskólann, en hann hefði ekki þorað að játa það fyrir öðrum. Nú fyrirvarð hann sig fyrir þaS, og í framtíSÍnni ætlaSi hann aS lifa starfandi trúarlífi, svo aS öllum væri augljóst, aS hann væri trúaSur, kristinn maSur. Þetta efndi Mott trúlega og tók aS starfa meS því aS bera vitni um trú sina, þegar færi gafst, og auk þess starfaSi hann sem sunnudagaskólakennari og stofnaSi Kristilegt félag ungra manna viS há- skólann. Tvítugur aS aldri fór John Mott til New York ríkis og skráSist i hinn mikla Cornell-háskóla. ÆtlaSi hann aS leggja stund á lögfræSi og stjórn- mál. Hann tók mikinn þátt í kristilegu starfi meSal slúdenlanna, og einnig meSal fanganna i fangelsi borgarinnar. En á þessu tímabili tóku aS leita á hann ýmsar efasemdahugsanir. Hann sigraSist á þeim meS því aS sökkva sér niSur í vitnisburð postulanna um upprisu Jesú. Mott ritar sjálfur um þetta tímabil ævi sinnar í einni af bókum sínum á þessa leiS: „Á timabili í ævi minni trúSi ég ekki guSdómi Krisls. Mér var vantrú min ljós. Ég var um þetta leyti aS fásl viS sögulegar rannsóknir og annan undirbúning aS laganámi. Svo vildi þaS til, aS ég fór aS rannsaka upprisuna. Ég stundaSi það 22 KRISTlLEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.