Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Qupperneq 22

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Qupperneq 22
ERINDREKI DRDTTINS: JOHIV R. MOTT JOHN R.. MOTT var aðalframkvæmdastjóri kristilegu stúdentahreyf- ingarinnar 1895—1920, aðalframkvæmdastjóri K.F.U.M. 1915—1928. Stjórnandi alheimsþinganna miklu um kristniboð til ársins 1938. For- seti alþjóða kristniboðsráðsins 1921—42. John Mott andaðist árið 1955. Foreldrar John R. Motts voru komnir af harð- geru og nægjusömu bændafólki. Faðir hans rak timburverzlun, sem hann byrjaði í smáum síl. En honum óx smám saman fiskur um hrygg, svo að hann komst í sæmileg efni og álit í smábæn- um Poslville í Iowa í Bandaríkjunum. Þar fædd- usl fjögur börn hans, þrjár dætur og einkason- urinn John Raleigh. Á heimilinu var unnið baki brotnu. Varð .Tolin að taka ])áll í öTlum heimiTis- störfunum, saga eldivið og hlaða honum upp og mjólka kýrnar. Ilann var einnig fræddur um verzlunarrekstur, til ]Dess að hann gæti tekið við fyrirtæki föður sins. Móðii' hans var trúuð, kristin kona frá barn- æsku. Árið 1879 varð trúarvakning í bænum, og komsl faðir hans þá til trúar. Urðu þau þá hæði meðlimir meþodistakirkjunnar. Trúmálin voru ríkjandi þáttur í öllu andlegu lífi þessa litla bæj- ar en methodistakirkjan var aðeins ein af mörg- um kirkjudeildum þar um slóðir. I bænum og á sléttunni bjó fjöldi landnema af ýmsum þjóð- um og kirkjudeidum. Þar voru lútherskir Norð- urlandamenn og Þjóðverjar, kaþólskir Ungverj- ar og fleiri. Það var talið sjálfsagt, að allir bæru virðingu fyrir trú hvers annars og ynnu saman að heill bæjarins og samfélagsins. Þannig ólsl .Tohn Mott upp í andrúmslofti einingar og sam- vinnu. Ilann varð stór, sterkur og fallegur ungur mað- ur, með jarpt hár, brún augu og freknótt and- lit. Hann var góður og alúðlegur i allri fram- komu. Hann tók af áhuga þátt í starfi K.F.U.M. í bænum. Það var brátt tekið eftir frábærum gáfum hans og þekkingarþorsta, bæði i skólan- um, í félaginu og á heimilinu. .Tohn fékk því, er hann var 16 ára gamall, að fara til litla háskólans í Fayctte, þó að föður hans fyndist það erfitt fjárhagslega. Þar stundaði John Mott nám í fjögur ár. Hann var einn af dugleg- ustu stúdentunum og náði miklum vinsældum meðal félaga sinna. Hann var alúðlegur og glað- vær. 1883 varð trúarvakning meðal stúdentanna við skólann. Motl stóð upp á samkomu einni og sagði frá ]>ví, að liann liefði snúizt lil trúar í vakningunni í PostviITe tveim árum áður en liann fór í háskólann, en hann hefði ekki þorað að játa það fyrir öðrum. Nú fyrirvarð hann sig fyrir það, og í framtíðinni ætlaði hann að lifa starfandi trúarlífi, svo að öllum væri augljóst, að hann væri trúaður, lcristinn maður. Þetta efndi Mott trúlega og tók að starfa með því að bera vitni um trú sína, þegar færi gafst, og auk þess starfaði hann sem sunnudagaskólakennari og stofnaði Kristilegt félag ungra manna við há- skólann. Tvítugur að aldri fór John Mott til New York ríkis og skráðist í hinn mikla Cornell-háskóla. Ætlaði hann að leggja stund á lögfræði og stjórn- mál. Hann tók mikinn þáll i kristilegu starfi meðal stúdentanna, og einnig meðal fanganna i fangelsi borgarinnar. En á ]>essu tímabili tóku að leita á hann ýmsar efasemdahugsanir. Ilann sigraðist á þeim með því að sökkva sér niður í vitnisburð postulanna um upprisu .Tesú. Mott ritar sjálfur um þetta tímabil ævi sinnar í einni af bókum sínum á þessa leið: „Á timabili í ævi minni trúði ég ekki guðdómi Krists. Mér var vantrú mín Ijós. Ég var um þetta leyti að fást við sögulegar rannsóknir og annan undirbúning að laganámi. Svo vildi það til, að ég fór að rannsaka upprisuna. Ég stundaði það 22 KRISTILEGT STUDENTAB LAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.