Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 23
svo vel sem ég gat án sérstakrar leiðbeiningar. Það tók langan tíma. En ég mun aldrei gleyma þeim degi, og ég mun aldrei, á meðan ég lifi, gleyma þeirri opinberun, sem laukst upp fyrir mér, þegar ég bafði skrifað vitnisburðina niður og komst að raun um, að ég varð til þess að vera vitsmunalega hreinskilinn og sannur — að viðurkenna, að Jesús var upprisinn frá dauðum; þegar ég gat sagt af tilfinningu og sannfæringu: Drottinn minn og Guð minn!“ í kjölfar þessa trúarsigurs fylgdi ákvörðun um að gefa sig allan að þjónustu Drottins í ríki hans. Þá bar svo við, að vakningapredikarinn mikli, D. L. Moody, kallaði saman rúmlega 250 stúdenta frá 89 mismunandi háskólum til fundar til þess að tala máli kristniboðs meðal lieiðingja við þá. John Mott kom til þessa fundar ásamt 9 öðrum fulltrúum frá Cornell-háskólanum. Kraftur heil- ags anda var að verki í hópi þessara ungu stúd- enla, svo að 100 þeirra buðu sig fram sem „volun- teers“, þ. e. a. s. sjálfboðaliða, sem væru reiðu- búnir til þess að starfa að kristniboði, ef það væri vilji Guðs og liann ga'fi þeim tækifæri til þess. Mott lauk fvrst námi við háskólann og lók próf í heimspeki, sögu og stjórnmálum. Síðan tók hann að ferðast um milli háskólanna í Amerílcu sem framkvæmdastjóri K.F.U.M. Með því hófsl alheimsstarf Motts. Hann gat komið því til leiðar, að kristilegu stúdentafé- lögin tóku kristniboðsmálið upp i stefnuskrá sína. ()g þegar árið 1891 fór hann yfir Atlants- hafið til þess að starfa í Evrópu. Árið 1895 tók hann ])átt i norrænu krislilegu stúdentamóti í Vadstena i Svíþjóð, og þar var „The Worlds Student Christian Federation“ (Kristilegt alheimssamband stúdenta) stofnað. Varð Jolin Motl aðalframkvæmdastjóri þess. Einkunnarorð sambandsins voru: Fagnaðarer- indið boðað um allan heim í þessari kynslóð! Með þennan boðskap ferðaðist Mott svo að segja til allra landa lieims. Hann var ekkert lik- ur spámanni, hann fékk ekki vitranir eða sýnir og liafði ekki neina leyndardómsfulla mælsku- hæfileika, ])ó að liann væri áhrifamikill ræðu- maður. Hann var skipulagsfrömuður og leiðtogi á heimsmælikvarða. Hann gerði áætlanir um hvað eina og framfylgdi þeim úl i æsar: Einka- líf sitt með bænastundir, lestur, likamsæfingu og svefn. Ferðalög með skipum, járnbrautum og flugvélum. Félög og samkomur, sem þurfti að skipuleggja um allan heim. Milljónir dollara, sem þurfti að safna og dreifa. Engin þjóð og engin trúarbrögð voru Mott óviðkomandi, en svo virðist sem hann hafi bor- ið mesta umhyggju fyrir þeim, sem ókunnugast- ir voru vestrænum löndum, svo sem Japan, Kína og Rússlandi. Hann sýndi einnig rómversk- kaþólskum þjóðum mikinn skilning og ávann marga stúdenta við kaþólska háskóla, þó að prestastéttin veitti honum auðvitað mikla mót- spyrnu. Aftur á móti tóku biskupar og prestar í Rússlandi og Balkanlöndunum oft saman hönd- um við Mott í starfi hans. Mott kvæntist 1891 Leilu White, háskólamennt- aðri, fallegri, innilega trúaðri stúlku. Var hún með Mott á mörgum ferðalögum hans, en þó ekki öllum. IJann ferðaðist á ævinni vegalengd sem samsvarar því, að hann hefði farið 100 sinnum umhverfis jöriðna. Þau eignuðust fjögur mann- vænleg börn. Árangurinn af starfi Motts var ævintýralega mikill. Hann vakti þúsundir stúdenta um allan heim lil kristilegs lífs og starfs. Hann leiddi með þvi nýjan andlegan straum inn í kristniboðið meðal heiðingja. Jolin Mott fékk nær öll hugsanleg heiðursmerki frá mörgum löndum. Þegar árið 1913 hvatti for- seti Randaríkjanna hann til þess að taka við lil- nefningu sem sendiherra í Kína, en Mott liafnaði því vegna hins kristilega starfs síns. Norska stór- þingið veitli honum friðarverðlaun Nóbels árið 1947. (Þýtt og endursagt). KöIIiiii lil §larí§ — Framh. af bls. 7. samkomur í einni af stórborgum landsins. Á fvrstu samkomurnar komu fáir, en þá hætti hann sjálfur að tala á samkomunum, en lét óþekkta menn tala, en liann var sjálfur inni í bænalier- berginu og kraup þar á bæn á undan samkom- unni og á meðan samkoman var lialdin. Alltaf óx aðsóknin og síðast varð að fá stærra húsrými. Er vinur hans var spurður, hvernig á þessu stæði svaraði hann: „Hvslop er á bæn“. Aðalalriðið er þetta: Presturinn og söfnuðurinn eru á bæn. Og svo að lokum þetta: Fyrirverðið ykkur aldrei fvrir fagnaðarerindið. Það er enn kraft- ur Guðs til sáluhjálpar hverjum þeim sem trúir. Og svo þegar út í prestsstarfið kemur, að pre- dika Krist og hann krossfestan. Aðeins Krist ])ú boða skalt. 23 KRISTILEGT ETLIDENTAB LAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.