Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 3

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 3
ozo^f 3/aL REYKJAVÍK 1. DES. 1967 XXXII. ÁRG. KRISTILEGT STIJDEIMTABLAÐ Útgefandi: Kristilegt stúdentafélag. StofnaS 17. júní 1936. Stjórn skipa: Sigurbjörn GuSmundsson verkfrœSingur, formaSur, GuSmundur Guölaugsson tœknifrœSinemi, ritari og SigríSur Pétursdóttir kennari, gjaldkeri. VaramaSur: SigurSur H. GuS- mundsson stud. theol. Áritun: Kristilegt stúdentafélag, pósthólf 651, Reykjavík. Ritstjórn: Stjórnin ásamt Gunnari Kristjáns- syni stud. theol. ÁbyrgSarmaður: Sigurbjörn GuSmundsson verkfrœSingur. VerS blaSsins: Kr. 30.00. SIGURBJORN GUÐMUNDSSON: KDM Þt UG SJA Trú og vísincli. Þetta eru tvö orð, sem oft heyrast nefnd í sömu andránni. Ástæðan er þá oftast sú, aS þetta tvennt er talið stang- ast á. Vísindin eru talin gera trúna óþarfa, jafnvel talin afsanna sum grundvallaratriði kristinnar trúar. IIvað er hæft í þessu? 1 námsefni æðri skóla hér á landi hafa kristin fræði orðið að þoka fyrir öðrum þekk- ingargreinum, sem þá eru væntanlega taldar gagnlegri. Sumir kennarar gefa jafnvel i skyn eða tala opinskátt i kennslustundum um þá skoðun sina, að kristin trú sé bama- sJcapur, sem eklci hæfi menntuðum mönnum að láta bendla sig við. Það geti ef til vill hentað gömlu fóllci á ævikvöldi sínu og ung- um börnum að hafa einhvern guð til þess að trúa á, en slíkt hæfi ekki fullhraustu fóllci á bezta skeiði ævi sinnar. Og kennarar eru ekki einir um þessa slcoðun. Hana má víða heyra og sjá. En því eru þeir nefndir hér, aö sú spurning vaknar ósjálfrátt, hvort þeir séu eklci að bregðast skyldu sinni, ef þeir halda að nemendum sínum kenningum, sem elcki fá staðizt í reynd. Hverjum hæfir að trúa? Fyrir U50 árum negldi ungur munkur, Marteinn Lúther, upp mótmælaskjal á dyr hallarkirkjunnar í VJittenberg. 1 því skjah mótmælti hann harðlega því, að mönnum væri seld fyrirgefning syndanna í nafni kirkj- unnar fyrir of fjár. Þessi mótmæli urðu síð- ar til þess, að ldrkjan klofnaði. Um þetta atriði er rætt nokkuð ítarlega annars staðar hér % blaðinu. En við gætum spurt: Höfðu mótmæli Lúthers við nokkur rölc að styðj- ast? Hér hefur verið varpað fram þrem spurn- ingum, sem fljótt á litið virðast vera grípnar hver úr sinni áttinni. Þeim er þó eitt sam,- eiginlegt, þær fjalla allar um trú, eru nánar tiltekið spurningar um kristna trú. Hvað er kristin trú? Hverjir eru krístnir? Þessum spurningum verður eklci svarað til neinnar hlítar hér, aðeins bent á fáein atriði, sem gætu varpað nokkru Ijósi á, hvað hér er um að ræða. Við gætum fyrst litið á þá spurningu, hverjir t'rúa. Hverjir eru þeir, sem gengið hafa fram og játað trú á Jesúm Krist? Eru það einvörðungu börn og gamalmenni? Eða eru það fulltrúar einnar stéttar eða afmark- aðs hóps í þjóðfélaginu? Það þarf eklci mikla könnun til að sjá, að báðum síðast töldu spurninganna verður að svara neitandi. Þeir, sem bera vitni um trú sína á Jesúm Krist, eru á öllum aldri, ungir, miðaldra og gamlir. Meðal þeirra eru menn úr ólikustu stéttum þjóðfélagsins, námsmenn, kennarar, vísinda- Framh. á bls. 29. KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ LANDSBDKASAFN 271705 fSLANBS 3

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.