Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 4

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 4
SR. JÓNAS GÍSLASON: HAMARSHÖGGIN Hinn 31. október árið 1517 kváðu við ham- arshögg frá hallarkirkjunni í Wittenberg. Veg- farendur sáu ungan munk standa við dyrnar og festa þar nokkrar athugagreinar um aflátssölu kirkjunnar. Vart munu margir hafa veitt þess- um atburði mikla athygli, því að þetta var háttur menntaðra manna þeirra tíma, er þeir tóku þátt í umræðum um mál, er efst voru á baugi. Og engum mun hafa komið til hugar, að þarna væri að gerast merkilegur atburður í mannlegri sögu, sízt allra munkinum sjálfum. Og þó er þessa atburðar minnzt víða um heim á þessu hausti, að 450 árum liðnum. Ham- arshöggin hafa borizt út um gervallan heim. Hér gerðust þáttaskil í sögu kristinnar kirkju í mannheimi. Siðbótin var hafin. Nafn þessa munks hefur varðveitzt á spjöldum sögunnar. Þeir eru ekki ýkja margir mennirnir, sem markað hafa dýpri spor 1 mannlegri sögu en Marteinn Lúther. Orsakir siöbótar. Sagan spyr um orsakir: Hvers vegna? Hún rekur þi'óun mála: Hvernig? Og hún greinir frá afleiðingum: Þess vegna. Mig langar til að við reynum að skoða siðbótina frá þessu sjónarmiði. Hverjar eru helztu orsakir siðbótarinnar? Hvers vegna hófst hún? Hvers vegna sigraði hún? Lúther er langt í frá fyrsti maðurinn, sem rís upp til andmæla ríkjandi ástandi í málefn- um kirkjunnar á þessum öldum. Á undan hon- um höfðu fjölmargir aðrir andmælt ýmsu bví í fari kirkjunnar, sem þeim fannst rangt, þótt engum þeirra tækist að vekja jafn sterka hreyf- ingu og Lúther. Við þekkjum nöfn ýmissa þess- ara manna, t. d. Wyclifs og Húss. Til þess að geta gert okkur einhverja grein þessa, þurfum við að glöggva okkur á ástandi mála á síðari hluta og í lok miðalda. Mest allt vald í veraldlegum efnum ekki síð- ur en andlegum hafði komizt í hendur róm- versku kirkjunnar. Sennilega hefur aldrei nokkur maður haft jafnmikil völd í heiminum og Innócentíus páfi III., sem uppi var um alda- mótin 1200. Sagt var, að allir þjóðhöfðingjar hins kristna heims yrðu að sitja og standa eins og hann vildi, nema aðeins einn, Sverrir Nor- egskonungur. Slíkt vald gat auðvitað ekki hald- izt lengi á sömu hendi. Og segja má, að niður- læging rómversku kirkjunnar hæfist um leið og hún stóð á hátindi valda sinna. „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum mu-n- ar, annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið.“ Fátt er hættulegra en of mikið vald. Þaö spillir mönnunum og eyðileggur. Þannig fór einnig með kirkjuna. Aðeins einni öld eftir daga Innócentíusar hins volduga páfa var svo komið, að Frakka- konungur handtók páfa og hélt honum í varð- haldi. Næstu páfar þorðu alls ekki að fara t.il Rómaborgar, heldur sátu í útlegð í Frakklandi. Hófust síðan stöðugar deilur innan kirkjunn- ar, sem drógu mjög úr valdi hennar. Þessar deilur stóðu langt fram á 15. öldina. Þess vegna vaknaði gagnrýni fjölmargra manna, sem vildu kirkjunni vel. Þeir sáu, að hér þurfti að verða breyting á. En kirkjuvaldið þumbaðist við eins lengi og fært þótti. Þetta atriði varð mjög mikilvægt til að ryðja 4 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.