Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 5

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 5
HEYRAST ENN brautina fyrir siðbótina. En það voru fleiri atriði, sem þar komu til og ég vil nefna. Kirkjunnar menn nutu geysilegra fríðinda um skyldur og skatta. Meðan kirkjan rakaði saman auði, var hún undanþegin öllum skött- um. Og oft beitti kirkjan beinni kúgun til að sölsa undir sig eignir manna og fjármuni. Þetta olli stöðugt meiri vandræðum í hinum vaxandi iðnaðarborgum, sem nú þutu upp víðs vegar um Evrópu, skattabyrðin varð almenn- um borgurum óbærileg. Auk þess fór að fær- ast mjög í vöxt, að höfuðklerkar, sem sátu í feitustu og tekjumestu embættum kirkjunnar, hættu sjálfir að gegna embættum sínum, en létu aðstoðarmenn sína um allan embættis- rekstur. Sjálfir lifðu þeir í svalli og óhófi og eyddu hinum ríkulegu tekjum, sem embættin veittu þeim. Húmanisminn ruddi sér braut í menningar- lífi álfunnar. Menn fóru að gefa aukinn gaum að hinni fornu heiðnu menningu Grikkja og Rómverja. Upp reis ný stétt veraldlegra menntamanna og embættismanna, sem neituðu að lúta valdi kirkjunnar í einu og öllu. Landafundirnir miklu gerbreyttu heims- myndinni. Kirkjan hélt fast í hinar gömlu og úreltu kenningar, sem fyrri tíðar menn í fá- fræði sinni höfðu gert beinlínis að trúaratrið- um. Landafundirnir leiddu til meginbreytingar í þjóðfélagsefnum, borgir stækkuðu ört, eins og ég vék að áður, og borgarastéttin lét stöðugt meira til sín taka. Loks fór að bera meira á kröfum manna til aukins sjálfstæðis fyrir ein- staklinga, stéttir og þjóðir. Einkum bar mikið á togstreitu manna sunnan og norðan Alpa- fjalla. Má raunar segja, að slíkrar togstreitu hafi alltaf gætt í rómversku kirkjunni og m. a. s. hefur hennar orðið vart á nýafstöðnu kirkju- þingi í Róm. Þetta eru nokkrar helztu ytri ástæðurnar, sem grófu undan valdi kirkjunnar. Þær eru þó aðeins aukaatriði hjá hinu, hversu mjög kirkj- an hafði breytt hinni upphaflegu kenningu Nýja-Testamentisins. Nægir þar að minna á nokkur helztu atriðin: 1. Biblían var öllum almenningi lokuð bók, aðeins þýdd á latínu, sem lærðir menn einir kunnu full skil á. Meira var lagt upp úr því, að fólk læsi þau rit, er kirkjan lét sérstaklega semja fyrir almenning. Þar var að finna skýr- ingar kirkjunnar á trúaratriðum. Páfi og kirkjuþing höfðu algert úrskurðarvald um kenningar kirkjunnar. Voru þau talin óskeik- ul. Að öðru leyti var megin áherzla lögð á hina ytri guðsdýrkun, kirkjugöngur, föstur, góð- verk og ölmusugjafir, einkum voru menn hvatt- ir til að gefa kirkjunni gjafir. 2. Mikil áherzla var lögð á fegrun og skreyt- ingu kirkjuhúsanna, en minna hirt um, að al- menningur skildi það, sem fram fór í guðs- þjónustunni, en meginhluti hennar var víxl- söngur milli kórs og prests á latínu. Ef prédikun fór fram, sem var alls ekki allt- af, fór hún fram á latínu. 3. Dýrlingadýrkun kirkjunnar var komin í algleyming. Dýrlingar urðu milliliðir milli manna og Guðs. María mey, móðir Jesú, var höfuðdýrlingurinn. Jafnframt fóru menn að keppa eftir að eignast ýmsa hluti, sem talið var, að dýrlingarnir hefðu átt 1 lifanda lífi. Blómg- KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 5

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.