Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 7

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 7
Hamarshöggin glymja á dyrum hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517. gefinn og setti sitt svipmót á soninn. Móðirin var listhneigð og hrifnæm. Þeir drættir komu einnig glöggt fram í lífi Lúthers og settu mót sitt á siðbótarstarf hans. Uppeldið og um- hverfið lögðust því á eitt um að vekja hjá honum alvöru í trúarefnum. Lúther var allt frá fyrstu bernsku mjög trúrækinn. Þótt hann væri snemma settur til mennta, er óvíst með öllu, hve lengi hann hefði getað hald- ið áfram á námsbrautinni, ef hann hefði ekki verið tekinn inn á heimili ríkrar ekkju, sem tók að sér að kosta hann til náms. Þar naut hann á- gætrar söngraddar sinnar. Faðir hans vildi, að hann legði stund á lög- fræði. Lúther var vanur að hlýða föður sínum. Þess vegna fór hann að lesa lögfræði, þótt hugur hans hneigðist allur meira að guðfræð- inni. Síðar breytir hann til og skiptir um nám, þvert gegn vilja föður síns. Hvers vegna? Al- varan gróf um sig í sál hans. Fallvaltleiki lífs- ins stóð honum lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann spurði sjálfan sig: Er ég reiðubúinn að mæta frammi fyrir Guði mínum? Og 2. júlí 1505 lenti hann í ofsalegu þrumuveðri. Þá varð hann mjög hræddur og hrópaði upp í örvænt- ingu: Hjálpaðu mér, heilaga Anna, þá skal ég ganga í klaustur. Auðvitað var þetta heit gefið án umhugsunar, þótt það sýni hins vegar þá baráttu, sem hann háði hið innra með sér. En Lúther taldi sig bundinn af því, þrátt fyrir tilraunir föður hans og vina til að fá hann ofan af þessu áformi. Þannig breytti þrumu- veðrið Lúther úr lögfræðingi í munk og guð- fræðing. Og fyrst Lúther á annað borð gekk í klaustur, valdi hann ströngustu regluna. 1 klaustrinu berst Lúther hinni hörðu sálar- baráttu. Þar verður honum ljóst, að kenning- ar kirkjunnar fullnægðu honum ekki. Hann fann engan frið á þeirri leið, sem honum var bent á. Hann fann sig vanmegnugan að upp- fylla boð og kröfur Guðs. Hann gat ekki áunn- ið sér fyrirgefningu og hjálpræði Guðs fyrir eigin góða breytni. Friðinn eignaðist hann ekki fyrr en honum varð ljóst, að náð Guðs veitist óverðskuldað fyrir trúna á Jesúm Krist. Þá eru góðu verkin ekki lengur grundvöllur, heldur ávöxtur trúarinnar. Og einmitt þessi atriði urðu síðar meginatriði í kenningu hans. Náð GuSs veitist óverSskuldaö fyrir trúna á Jesúm Krist. Nú vildi svo til suður í Rómaborg, að bvgg- ing risakirkjunnar þar, Péturskirkjunnar, var að komast í strand vegna fjárskorts. Páfi greip þá til þess ráðs að auka sölu aflátsbréfa um allan hinn kristna heim. Seldi hann hinum ýmsu biskupum einkarétt á bréfasölunni á vissum svæðum fyrir offjár. Albrecht erkibiskup í Mainz á Þýzkalandi keypti einkaréttinn á sölu bréfanna í stórum hluta Þýzkalands fyrir geysi- legt fé. Nú þurfti hann að fá enn meiri tekjur af sölunni til að græða á fyrirtækinu. Þess vegna sendi hann út fjölda aflátssala um allt Framh. á bls. 26. KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 7

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.