Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 14

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 14
Kristur hefur gert við þig. Hér koma góðverk- in af sjálfu sér ... 1 því hefur Kristur verið hlýðinn föður sínum, að hann hefur þjónað þér og elskað þig. Þegar þú hefur þannig verið auðgaður í Kristi og endurnærður, þá hefurðu aðeins eitt boðorð um, hvernig þú skulir þjóna og hlýða honum, sem sé þetta, að þú látir öll verk þín miða til gagns fyrir náungann. Þess vegna sagði hann við kvöldmáltíðina: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan eins og ég hef elskað yður.“ — Prófi því hver mað- ur sjálfan sig, hversu nærri eða fjarri hann sé Kristi, hvernig ástatt er um trú hans og kær- leika. Sjálfsagt eru þeir margir, sem fyllast dreymandi fjálgleik, þegar þeir heyra um ör- birgð Krists. Þeir reiðast borgurum Betlehems- borgar, atyrða blindni þeirra og vanþakklæti og segja sem svo, að hefðu þeir verið í sporum þeirra, myndu þeir hafa veitt Drottni og móð- ur hans allan hugsanlegan beina og ekki látið slíka smán fyrir koma. En þeir sjá ekki, hve margir snauðir, aumir, sjúkir, villtir og synd- ugir menn eru allt í kringum þá, sem hafa brýnustu þörf fyrir hjálp þeirra. Þá láta þeir afskiptalausa, um þá má fara sem fara vill fyr- ir þeim. Hvers vegna gera þeir það? Hví vinna þeir ekki kærleiksverk sín hér? Hví koma þeir ekki fram við þessa amingja eins og Kristur hefur komið fram við þá? Ó, lygi er það og yfirskin og ekkert annað, þegar þú segist mundu hafa gert Kristi svo og svo mikið gott og sinnir þó ekki bræðrum þínum neitt. Hefðir þú verið í Betlehem, hefðir þú skipt þér jafnlítið af hon- um og allir aðrir. Nú er það opinbert, hver hann er. Nú viltu þjóna honum. Kæmi hann nú og væri lagður í jötu og léti segja þér, að það væri hann, sem þú veizt svo mikið um, mynd- irðu að líkindum eitthvað gera fyrir hann. En þá hefðirðu ekki gert það. ... Nú læturðu það allt fara út í veður og vind og kannast ekki við (sérð ekki) Drottin þinn í náunga þínum, gerir ekki heldur við hann eins og Drottinn hefur gert við þig.“ II. Það er þá ekkert til í því, að Lúther hafi ver- ið á móti góðverkum? Nei, ekki vitund. Hitt er annað mál, að hann barðist eindregið og hlífðarlaust gegn skilningi rómversku kirkj- unnar á eðli og gildi góðverka. Um hvað sner- ist sú barátta? Ekki um það, að annars vegar væri því haldið fram, að góð breytni væri mik- ilvæg og trúin væri „dauð án verkanna", hins vegar, að breytnin skipti engu, trúin væri alit, hvað sem verkunum liði. Þetta var hvorki né er evangelísk-lútherskur skilningur eða kenn- ing. I átökum Lúthers við Róma-kirkju laust saman tvenns konar gjörólíkum grundvallar- skilningi á því, hvað góðverk eru og hverju þau fá áorkað. Páfakirkja miðalda var ekki ein um þann skilning, sem tendraði vandlæti Lúthers. Hans gætir enn víða á vorum dögum. Lúther sagði: Það er ekki hægt að ávinna ei- lífa sáluhjálp með góðverkum. Vegna hvers? Vegna þess, að verkið, sem þú vinnur, þarf ekki að segja neitt um raunverulega afstöðu þína eða ástand þitt. Dauður hlutur getur komið góðu til leiðar. Illur maður slysast oft á að vinna gott verk. Það er hægt að vinna yfirbótarverk með iðrunarlausu, eigingjörnu og hrokafullu hjarta. Slíkt hjarta kemst aldrei í himininn, hvað sem höndin hefur gert. Kenning róversku kirkjunnar um góðverkin byggðist á þeirri hraparlegu villu, að hægt sé að verzla við Guð, kaupa fyrirgefningu hans, kaupa sig undan refsingu hans. Slíkt er að smána þann Guð, sem lét Krist fyrir oss deyja, meðan vér enn vorum í syndum vorum. Vér höfum aldrei til þess unnið, að hann elskar oss, vér getum aldrei til þess unnið. Sá, sem slíku heldur fram, þekkir ekki þann Guð, sem birt- ist í Kristi Jesú. Vér réttlætumst án verðskuld- unar, af náð, fyrir trú, þiggjum blátt áfram hið eilífa líf ókeypis með öllu, höfum hvort sem er ekkert, sem gildi til greiðslu fyrir það. Það er kærleikur Guðs, að vér skulum kallast Guðs börn, Guðs náð að geta tileinkað sér þetta, Guðs gjöf að lifa og deyja og rísa upp sam- kvæmt því. Svo er annað: Þau verka, sem rómverska kirkjan talaði mest um, voru að skilningi Lúth- ers alls engin góðverk. Þau höfðu ekkert sið- rænt gildi. Öll villan er fólgin í því, að þeir vita ekki, hvað góðverk eru, segir hann einhvers staðar. Hvað er góðverk? Mælikvarði Lúthers á það var sá, hvort verkið miðaði að því að verða náunganum til gagns og blessunar. En það varð ekki sagt um sjálfspíslir yfirbótaverk- 14 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.