Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 17

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 17
ingu fyrir samlíf mannanna. Lögmálið er nauð- synlegt í syndugum heimi, af Guði gefið til þess að halda illsku hans í skefjum. Þú skalt ekki morð fremja. Guð vill heldur, að menn séu neyddir til þess að hlýða þessu, en illskan fari um þetta að sinni fýst og löngun. Sama máli gegnir um hvert ákvæði lögmálsins. Þau hafa sína ómetanlegu þýðingu fyrir samlíf mann- anna, og Guð er engan veginn hlutlaus um það, hvort þau eru haldin í liefð og gildi eða ekki. Þau eru það lágmark kærleikans, sem fram- kvæmt verður í heiminum, eins og hann er á sig kominn. En hlýðni við boð og bönn, sem sprottin er af ótta við refsivönd, jarðneskan eða guðdómlegan, eða von um laun, borgai'alegan eða himneskan velfarnað, slíkt er aðeins ábata- vænleg vex’zlun, gjöf, sem sér til gjalda, og eng- an veginn góð breytni. Slík mangax-aafstaða til Guðs og hins góða ber ekki eilífðina í sér, ger- ir enga sál helga í Guðs augum og honum þókn- anlega. Rómverska kirkjan hafði sagt: Þú verður að vinna góð vei’k til þess að geta orðið sæll og hólpinn. Lúther sneri þessu við: Þú verður að vei’a sæll og hólpinn til þess að geta unnið góð vei’k, þ. e. þú verður að trúa, hafa fundið Gnð, fyrii’gefninguna, kæi’leikann. Þá fyrst eignastu þá innri auðlegð, sem bindur endi á starsýni hvata og vilja á sjálfan þig, eigin velfei’ð og örlög. Þú gerir ekki lengur öðrum gott vegna þess, að þú telur þig sjálfan munu gi-æða rnest á því, þú gerir það blátt áfram vegna þess, að neisti hins eilífa elds hefur snoi’tið þig og kveikt á dauðu skari þínu logann, sem ekki er af þess- um heimi, loga kæi’leikans, sem ekki leitar síns eigin, spyr ekki um laun. Himinn Guðs er hærri en svo, að þú getir til hans unnið. Þú átt hann samt, ef þú vilt þiggja hann, því að hann kom til þín í Kristi, án allrar þinnar vei’ðskuldunar eða tilverknaðar. Sjálfhverf og síngjöi’n elting við eigin sáluhjálp er jafnóvænleg til árangurs og sams konar eltingarleikur við jai’ðneska ham- ingju. Sú hamingja flýr þann, sem eltir hana, en kemur óboðin til hins, sem gleymir henni vegna þess, að honurn er starsýnna á annað en sjálfan sig. Syndug sjálfshneigð færir ekki himninum ávöxt, hvernig sem hún birtist, þótt hún komi fram í ljósengilsmynd hinna kostu- legustu vei'ka. Ávextir þess hjai’ta, sem herp- Lúthersstofa í Wartborg. — Hér vann Lúther að Biblíuþýðingu sinni 1521. ist í krampa um sjálft sig, eru aðeins glingur á dauðri grein. Viðjar þess þurfa að falla. Það þai’f að opnast fyrir lífi Guðs. Þá fyrst getur það borið „gott fram úr góðum sjóði.“ Og þetta er verk trúarinnar, þeirrar sem fx’elsar. 1 sami’æmi við þetta segir Lúther í prédikun: „Þetta er mín kenning ... Hún segir ekki: Þetta skaltu gera og þetta láta ógert, heldur: Þetta skaltu verða.“ — Það er persónan sjálf, maðurinn, sem verður að taka breytingu, þeii’ri sem trúin ein fær til vegar komið. Trúin frelsar, hún ein, það er rétt, því hélt Lúther fram. Eða eins og hann oi’ðar það á einum stað: „Trúiix ein réttlætir. En hún er aldrei ein. (Fides sola justificat, sed íxuixqvam est sola.)“ „Það er ómögulegt að greina verkin frá trúnni, Framh. á bls. 29. KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 17

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.