Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 26

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 26
HAMARSHÖGGIN HEYRAST ENN Framh. af bls. 7. landið. Einn hinn alh’a versti var Tetzel, sem seldi bréf í nánd við Wittenberg. Fjöldi fólks flykktist til hans til að kaupa bréf, enda hafði hann ósvífinn áróður í frammi. Hann hafði meðferðis stóran kross, sem hann sagði, að væri jafnmáttugur að frelsa menn og kross Krists. Gortaði hann af því að hafa frelsað fleiri sálir með aflátsbréfum sínum en postul- arnir Pétur og Páll hefðu gert með prédikun- um sínum og bréfum. En hvergi var minnzt á þörf yfirbótar og iðrunar.,Þetta var aðeins pen- ingaatriði. Lúther ofbauð frekjan, svo sem vænta mátti, en er hann reyndi að setja ofan í við sóknar- börnin,neituðu þau að hlýða honum, því að þau höfðu keypt aflátsbréf. Þetta beinlínis hratt Lúther af stað og fékk hann til að taka sér hamar í hönd. Og hamars- höggin kváðu við 31. október 1517. Lúther kom aldrei til hugar að gera uppreisn gegn rómversku kirkjunni. Hann var aðeins að láta í ljós skoðanir sínar á vissum atriðum kirkju- kenningarinnar. Margir aðrir höfðu gert slíkt hið sama á undan honum. En það kom í ljós, að margir voru honum sammála. Greinar hans vöktu geysilega athygli. Og nú kom í ljós, að Lúther eignaðist þann bandamann, sem segja má, að tryggði, mann- lega talað, framgang siðbótarinnar. Það var Lúther í munks- kufli. Titilblað af fyrstu útgáfu Biblíu- þýðingar Lúthers 1534, geymd í háskólabóka- safninu í Leipzig. prentlistin. Greinar Lúthers voru strax prent- aðar og þeim var dreift út um allt Þýzkaland, og hvarvetna vöktu þær hina sömu athygli. Tetzel og fleiri reyndu að svara Lúther, en hann svaraði jafnan um hæl, og þá kom í ljós, að hann var svo frábær rithöfundur og röksnjall, að enginn stóðst honum snúning. Kom nú hvert ritið af öðru frá hendi hans. Páfi stefndi Lúther til Rómaborgar til að gera grein fyrir skoðunum sínum. Þá varð það Lúther til bjargar, að Friðrik kjörfursti af Saxlandi fékk því til leiðar komið, að hann var látinn ganga á fund sendimanns páfa, sem staddur var á Þýzkalandi. Þar neitaði Lúther að taka aftur nokkuð af því, sem hann hafði skrifað. Fór Lúther nú að efast um fullveldi páfans í kirkjumálum. Páfi vildi helzt fyrirskipa málsókn gegn Lúther, en hér gripu ytri aðstæður inn í. Fram- undan var keisarakosning. Friðrik kjörfursti var einn af voldugustu þjóðhöfðingjum á Þýzkalandi. Enginn þorði því að móðga hann með því að ráðast á Lúther, en kjörfursti hélt verndarhendi sinni yfir honum. Loks náðist það samkomulag, að Lúther lof- aði að láta kyrrt liggja og hætta að skrifa, ef andstæðingar hans gerðu slíkt hið sama. Þetta loforð sýnir e. t. v. hvað bezt, hve Lúther tók í raun og veru sárt að komast í andstöðu við 26 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.