Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 28

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 28
þess að hrinda þessari hreyfingu af stað. Það var Guð, sem gaf kraftinn og sigurinn. Tími hans var kominn. Hann hafði undirbú- ið allt á hinn hentugasta hátt. Hinn hreini og klári fagnaðarboðskapur um hina óverðskuld- uðu náð Guðs í Jesú Kristi fékk aftur að hljóma skýrt og ákveðið í kirkjunni. Og áhrif siðbót- arinnar náðu langt út fyrir raðir þeirra, sem skipuðu sér í fylkingu siðbótarmanna. Lúther hafði sín miklu og mótandi áhrif á aðra þá, sem sigldu í kjölfar hans og risu upp gegn ofur- valdi kirkjunnar. Og meira að segja innan róm- versku kirkjunnar hafði hann áhrif til bóta, því að mjög dró úr hinum verstu ágöllum kirkj- unnar á siðbótartímunum. Þannig gat Guð notað verk Lúthers til að veita blessun sinni vítt yfir. Hamarshöggin heyrðust um allan heim. SIÐARBÓTARAFMÆU 31. október s.l. voru liðin 450 ár frá upphafi siðbótar Lúthers. Af því tilefni gengust K. F. U. M., K. F. U. K., Kristniboðssamband Is- lands, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúd- entafélag fyrir fjórum hátíðasamkomum í húsi K. F. U. M. og K. við Amtmannsstíg í Reykja- vík. Bjarni Eyjólfsson ritstjóri flutti þætti um Martein Lúther. Klassisk tónlist frá siðbótar- tímanum var flutt öll kvöldin, og auk þess var hugleiðing í lok hverrar samkomu. Samkom- urnar voru vel sóttar. SANNLEIKSÞEKKING ÁN KRISTS Framh. af bls. 11. er í dag ráðist úr tveim ólíkum áttum. 1) Forystumenn hinna heiðnu trúfélaga telja trúar- brögð sín hafa höndlað sannleik- ann. Sannleikshugtak þeirra er þó annað en kristninnar, og lausnarleiðir þeirra að sjálf- sögðu aðrar. En framar öllu steyta þeir þó á steini, er talað er um hina sögulegu opinberun í kristindóminum. 2) Hinar „syn- kretisku" hreyfingar innan hins kristna heims, hafa verkað upp- leysandi á kjarna kristindóms- ins. Þannig segir t. d. í riti um einingarfund kirkna í Nýju Delhi 1961 (New Delhi Speeks, s. 18): „1 kirkjunni höfum við aðeins takmarkaðan skiining á þeirri vizku, ást og valdi, sem Guð hefur gefið annarrar trúar mönnum, er ekki þekkja Krist. Við verðum að taka upp viðræð- ur við þá um Krist, vitandi það, að Kristur ávarpar þá gegnum okkur, og okkur gegnum þá.“ Takið eftir „hann ávarpar . . . okkur gegnum þá.“ Þá vitum við það. Við eigum sem sagt að taka upp rökræður við Hindúa, Búddatrúarmenn og slíka. Við eigum ekki að reyna að snúa þeim til kristni, því Kristur tal- ar jú til okkar gegnum þá? Hvað skal þá segja um: „Farið því og kristnið allar þjóðir.“ (Matt. 28, 19). Við höfum hlotið mikinn arf. Fjársjóð, er falinn var breisk- um mönnum. Menn eru og verða ekkert annað en menn. Því er arfur kristninnar, fjársjóður kirkjunnar í sífelldri hættu. Kristur er hinn sami í dag og hann hefur verið um aldir. Orð hans hafa ekki tapað gildi sínu og munu ekki. Vitandi það ber okkur að starfa í kærleika. Okk- ur ber ekki að dæma bræður okkar, en við megum aldrei sam- þykkja trúarkenningu, sem ekki byggir á Guðs orði, og okkur ber að vera vel á verði, ekki að- eins fyrir því, er við teljum rangt boðað, heldur einnig gegn því, er látið er ósagt. Við eig- um að benda á hann, og aðeins hann, sem er „vegurinn, sann- leikurinn og lífið,“ þá erum við sönn börn kristinnar kirkju. ☆ 28 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.