Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 29

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 29
KOM ÞÚ OG SiÁ Framh. af bls. 3. menn, iðnaðarmenn, verkamenn o. s. frv., bæði konur og karlar. Þvi verður ekki með réttu haldið fram, að trúin hæfi einvörðungu börnum og gamalmennum. Og hverju trúir þetta fólk svo? Hver er vitnisburður þess? 1 stuttu máli mætti segja, að það trúi orð- um Jesú, sem hann sagði við Nikodemus, einn af ráðherrunum meðal Gyðinga á hans dögum: ,,Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þeir trúa á réttlátan Guð, skapara himins og jarðar, Guð, sem gerir strangar kröfur um líferni og breytni mannanna. En þessi sami Guð er kærleiksríkur og miskunn- samur. Hann hefur sjálfur greitt skuldina, sem mennirnir eru í við hann vegna slæmr- ar breytni sinnar, syndarinnar. Þessi skuld var greidd með blóði Jesú Krists á krossin- um á Golgata. Og nú lcann að valcna ein spurning enn: Hvernig verða menn kristnir? Hvernig öðl- ast þeir þessa trú? / 1. lcapítula guðspjalls Jóhannesar segir frá tveim lærisveinum Jóhannesar skírara, sem heyrðu meistara sinn segja um Jesúm: „Sjá, guðs-lambið!“ Og þeir fóru til Jesú og spurðu hann, hvar hann byggi. Jesús sagði þá við þá: „Komið, og þá sjáið þið það.“ Og þeir voru með honum þann dag, og ekki að- eins þann dag heldur marga daga, því aS þeir sannfærðust um, að þeir hefðu fundið Messías,þann sem spámennirnir höfðu vitn- að um, að koma mundi. Kom þú og sjá. Þetta er einföld regla. Kom þú á þá staði, þar sem lcristnir menn koma saman til að vegsama Guð. Sjá þú það, sem þar fer fram. Hlustaðu á þann boðskap, sem þar er fluttur. Lestu Biblíuna, sem segir frá afskiptum Guðs af manninum. Byrjaðu ef til vill á Nýja-Testamentinu, sem segir frá Jesú Kristi og hans hjálpræðisverki. Prófaðu þau fyrirheiti, sem þar eru gefin. Og þú munt komast að raun um, að Kristur er Messías. Hann er frelsari mannanna. „Eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða,“ sagði Pétur postuli eitt sinn í trúvarnarræðu. Kom þú og sjá. TRÚ OG VERK Framh. af bls. 17. jafnómögulegt og brunann og bjarmann frá eldinum." Ég er senn kominn að lokum máls míns, þótt enn sé aðeins tæpt á fáeinum meginatriðum. Trúin réttlætir vegna þess, að hún er tileinkun þeirrar gjafar, sem Guð gaf óverðskuldað af frjálsum kærleika. Það er Kristur. Sé sú gjöf þegin, verður þakklætið grunntónn lífsins upp frá því. Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði, sagði frumkristnin. Enginn hefur síðar útlistað þetta betur en Lúther. Hvernig er hægt að endurgjalda Guði? Það er ekki hægt. Guð þarfnast einskis. Það ættir þú að vita. Og það veit Guð. Þess vegna bendir hann á meðbróður þinn, á náungann. Sértu þakklátur við mig, segir Guð þá launaðu mann- inum. Þannig leggur Lúther út tvöfalda kær- leiksboðorðið, að elska Guð og náungann. Amare Deum est amare proximum — að elska Guð er að elska náungann. Þar áttu Guð að finna og hann að elska, þar áttu honum að þjóna og gott að gjöra, ef þú vilt Guði gott að gjöra og þ.jóna. Þannig er boðorðið um elskuna til Guðs að öllu og algjörlega innifalið í boðorðinu um elskuna til náungans. Því að þess vegna hefur hann af- klæðzt guðdómsmynd sinni og tekið á sig þjóns- mynd, að hann beindi kærleika vorum tii sín niður á við og festi hann við náungann. Eg læt staðar numið. Lúther hefur hvílt i gröf í 400 ár. En hann er annað en skinin bein og fyrnt nafn. Það skortir mikið á, að heimur- inn hafi enn tekið út þann arf, sem hann lét eftir. (Erindi flutt 23. febr. 1947.) KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 29

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.