Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 32
32 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is T ónlistarmaðurinn Kristján Krist- jánsson, eða KK eins og hann er jafnan kallaður, hefur sent frá sér nýjan geisladisk Svona eru menn. Lögin bera titla á borð við Á æðruleysinu, Svona eru menn, Kærleikur og tími og Í eigin vanmætti. KK er fyrst spurður hvort andleg leit sé farin að setja mark sitt á tónlist hans í æ ríkara mæli. „Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessa spurningu því ég hef alltaf litið á tónlist sem andlega,“ segir hann. „Það hlýtur að vera eitthvað guð- dómlegt við tónlist sem hreyfir við manni og fær mann til að líða vel. Hið andlega er grunnþáttur í tónlist. En hvað lögin mín varð- ar þá hef ég aldrei litið svo á að ég eigi þau. Ég ber hins vegar ábyrgð á þeim. Ég er gæslumaður laganna.“ Hvaða áhrif viltu að tónlist þín hafi á þá sem hlusta á hana? „Ég myndi gjarnan vilja að tónlist gerði okkur að betri og skemmtilegri manneskjum. Mér hefur alltaf fundist að tónlist eigi að vera mannbætandi. Og sönn. Hún eigi að vera tján- ing frá einu hjarta til annars. Það sem kemur frá hjartanu ratar til hjartans. Hún á að segja það sem maður getur ekki sagt í orðum.“ Þú ert tónlistarmaður sem skiptir mjög oft um útgefendur, er það ekki? „Það er bara af því að þeir fara reglulega á hausinn. Þennan disk gefur JPV forlag út, það er að segja Jóhann Páll Valdimarsson sem er ekki plötuútgefandi heldur bókaútgef- andi. Það er meiri siðmenning ríkjandi þar heldur en ég hef séð til plötuútgefenda þar sem allir eru að reyna að vera gullgrafarar. Oft var erfitt að eiga við plötuútgefendur og fá rétt uppgjör. Það var þreytandi og slítandi og gerði mig tortrygginn og það er vont að vinna með fólki sem maður tortryggir. Ég finn að svona er þetta ekki hjá bókaútgef- endum. Ég vil helst halda áfram að vinna hjá Forlaginu. Þeir hafa reyndar nóg að gera í bókaútgáfu og útgáfan á disknum mínum er eins konar gæluverkefni þeirra þetta árið.“ Andleg velmegun er lykill að velsæld Þú ert mjög upptekinn af hinu andlega, er það ekki? Lögin þín benda a.m.k. til þess. „Hið andlega er eins og lyf sem lætur mann líða vel. Andleg velmegun er svo góð vegna þess að hún gerir manni kleift að upplifa heiminn á jákvæðan og skemmtilegan hátt án þess að notast við efni sem hafa oft mjög slæmar aukaverkanir. Við erum manneskjur sem þurfum á öðrum að halda, ekki bara þeim sem við þekkjum heldur líka þeim sem eru okkur ekki eins kunnugir. Sumir standa innan um aðra og hugsa: Þetta fólk hatar mig og ég hata það. Það getur ekki talað við mig og ég get ekki talað við það. Sá sem svona hugsar leitar kannski í áfengi og eftir þrjú glös finnst honum þetta sama fólk elska sig og getur ekki beðið eftir að tala við það og honum finnst að það sé að bíða eftir að hann tali við það. Samt hefur ekkert breyst nema hugsunin í höfði hans og það var áfengið sem breytti henni. Andleg velmegun hefur ekki þessar auka- verkanir í för með sér. Andleg velmegun er lykill að velsæld. Ef fólk býr ekki að andlegri velmegun getur það lent í því að festast í eigin vanmætti og það er ekki góð líðan.“ Snýst andleg velmegun um Guð? „Hún snýst um að hafa siðferðisleg gildi í heiðri. Það vill svo til að Kristur talaði um mikilvægi flestra þessara gilda sem eru nyt- söm og rökrétt í samfélagi manna, eins og til dæmis það að menn eigi að hjálpast að. Mamma mín kenndi mér í æsku að maður ætti ekki að taka stærstu kökuna heldur þá minnstu þegar manni væri réttur kökubakk- inn í boðinu. Maður á heldur ekki að vera hræddur um að verið sé að taka allt af manni heldur vera tilbúinn að hjálpa náunganum og gefa af því sem maður á.“ Hvernig finnst þér staða þjóðarinnar vera í dag? „Samfélagið í dag er eins og vél sem hefur brætt úr sér. Vélin er mjög skemmd en það er auðvelt að laga hana. Það sem okkur skorti í hinni peningalegu velmegun voru siðferð- islegu gildin sem menn taka yfirleitt ekkert mark á og telja bara vera barnalegt hjal. Þeg- ar ég tala á þennan hátt segja menn: Já, já, en hann Kristján er svo trúaður og þess vegna talar hann svona. Við sjáum alþingismenn ganga í Dómkirkjuna og sverja þess dýran eið að fylgja sannfæringu sinni og svo ganga þeir út úr kirkjunni og eftir það er ekkert minnst á Guð eða hin andlegu gildi og það er eins og þeir hafi aldrei svarið nokkurn eið. Og hver er afleiðingin? Nú erum við sem þjóð komin í fjárhagslegt þrot sem er afleiðing af því and- lega þroti sem varð fyrir löngu. Andleg vel- megun skiptir mestu máli fyrir þjóðina, fjár- hagsleg velmegun kemur þar á eftir. Og það kemur tali um Guð eða trúarbrögð ekkert við, þetta er bara lógík.“ Var með rétta planið Þú talaðir áðan um flóttann í áfengi. Þú hef- ur talað mjög opinskátt um glímu þína við áfengi. Hvenær byrjaðir þú að drekka? „Ég byrjaði að drekka fjórtán ára gamall. Alkóhólismi virkar þannig að maður byrjar að drekka og getur ekki hætt og þegar maður er edrú þá líður manni illa og hefur rang- hugmyndir um lífið í kringum sig. Hugurinn staðsetur mann í alls konar vitleysu og vanlíð- an og svo drekkur maður nokkur glös og lífið tekur stakkaskiptum og maður er hamingju- samur. Á þessum tíma fannst mér ég vera að skemmta mér og man bara eftir skemmtilegu stundunum. Lífið er einfaldlega þannig að maður gengur í gegnum margs konar erf- iðleika en man yfirleitt bara eftir því skemmtilega, sem er bara gott. Ég drakk hverja einustu helgi, reyndi að skjóta inn dög- um þar á milli og drakk oft nokkra daga í einu. Mér fannst þetta gaman en það var ekki gaman fyrir konuna mín, börnin mín, móður mína og vinnufélaga. Þegar ég var fullur var ástandið ekki gott og þegar ég var ekki fullur var ástandið heldur ekki gott. En það sá ég ekki meðan á því stóð. Mér fannst bara vera fjör. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búinn að vera edrú í nokkur ár að þetta hafði verið ánauð.“ En ef þér fannst þetta ekki vera ánauð, af hverju ákvaðstu þá að hætta að drekka? „Eftir eitt fylliríið vaknaði ég upp í fangelsi á Akureyri og mundi ekki hvernig ég hafði komist þangað. Þegar mér var sleppt út sat ég í bíl fyrir utan fangelsið og íhugaði stöðu mína. Mér fannst ömurlegt að vera fertugur, tveggja barna faðir, þekktur í þjóðfélaginu og hafa verið hirtur upp úr götunni og settur í fangaklefa. Þetta var staða manns sem var kominn í þrot. Mig hafði oft áður langað til að breyta lífi mínu og þá vissi ég alltaf hvað ég þyrfti að gera. Ég var með rétta planið en ég gerði ekkert annað en að leggjast upp í sófa, fá mér hasspípu og hugsa um að hlutirnir þyrftu að breytast. Og í stað þess að vakna klukkan átta næsta morgun til nýs og betra lífs vaknaði ég klukkan tvö eftir hádegi. Svona var þetta í mörg ár. En ég fékk eldingu í hausinn fyrir utan fangelsið á Akureyri og gerði mér í fyrsta sinn grein fyrir því að ég væri alkóhólisti. Ég fór í meðferð daginn eft- ir.“ Þakklátur eiginmaður Þú segist hafa fengið þér hasspípu. Hvaða áhrif hafði hassneyslan á þig? „Hassneysla virkar svo saklaus og þess vegna vilja margir leyfa hana og um tíma vildi ég það líka. Hassneysla hefur slæm áhrif og dregur úr starfsorku. Hluti af andlegri vel- megun manns felst í því að gera hluti sem manni ber skylda til að gera. Við mættum til dæmis á réttum tíma í viðtal sem við höfðum ákveðið að taka. Við vorum að vinna vinnuna okkar, gera það sem við ákváðum og þess vegna líður okkur vel. Þeir sem fara í hass- neyslu fresta hlutum og klúðra þeim. Þeim verður lítið úr verki og um leið fer þeim að líða illa, sjálfsvirðingin minnkar og þeir draga sig í hlé frá öðru fólki. Hass er mjög hættu- legt efni.“ Hafði þetta sukk þitt í gamla daga ekki áhrif á hjónaband þitt? „Það gat varla annað verið. Konan mín fékk nóg einn daginn og við skildum þegar ég var þrítugur og áttum þá tvö börn. Við vorum ekki skilin nema í eitt ár. Ég kom að heim- sækja börnin og hitti hana og við tókum sam- an aftur án þess að hafa ætlað okkur það. Ég er óskaplega hrifinn af konunni minni og gríð- arlega feginn að eiga hana. Ég er þakklátur eiginmaður og reyni að gera hana að þakk- látri eiginkonu.“ Eilíft sumarfrí Þú virkar ekki sem mikill efnishyggjumað- ur. „Ég er ekkert betri en næsti maður að því leyti að ég hef ekkert á móti því að eiga nóg af peningum. En hvenær á maður nóg? Ég þekki þrengingar og veit að það er ekki alsæmt að lenda í þeim. Foreldrar mínir fluttu til Banda- ríkjanna á sínum tíma og þar fæddist ég. Við Gæslumaður laganna » Krakkar í grunnskóla vildu ekki lengur verða slökkviliðs-menn eða löggur heldur verðbréfaspekúlantar og græða á tá og fingri og keyra um á lúxusjeppum og fara á milli landa í einkaþotum. Þetta eru slæmar fyrirmyndir fyrir æskuna. Von- andi breytist þetta núna. Græðgina ætti að flokka sem sjúkdóm, alveg eins og alkóhólisma, þunglyndi og aðra geðsjúkdóma. » Mér fannst ömurlegt að vera fertugur, tveggja barnafaðir, þekktur í þjóðfélaginu og hafa verið hirtur upp úr götunni og settur í fangaklefa. Þetta var staða manns sem var kominn í þrot. » Ég get ekki sagt fólki hvað það á að gera. En ég get sagthvað við eigum að gera til að losna við að upplifa þetta ástand aftur. Við eigum að auka andlega velmegun, meðtaka þau almennu siðferðisgildi sem okkur voru kennd í æsku og fara eftir þeim. Við eigum að hlúa að þeim sem standa höllum fæti í lífinu og losa okkur við eigingirnina. K K t ó n l i s t a r m a ð u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.