Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 35
Daglegt líf 35ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Við veitum vegleg verðlaun fyrir bestu jólasögu ársins. Eina skilyrðið er að sagan sé sönn og styttri en 400 orð. Skrifaðu sanna jólasögu og sendu í tölvupósti á svanhvit@mbl.is Skilafrestur er til 16. desember. Bestu jólasögurnar verða birtar á aðfangadag. Vertu með í jólasögusamkeppni Morgunblaðsins! (í 400 orðum eða minna) Höfundur verðlaunasögunnar fær veglega gjafakörfu frá Nóatúni ásamt bókinni Veisla með fjölskyldu og vinum. Höfundar annarra sagna sem verða birtar fá einnig þessa vönduðu bók að launum. Sönn jól Njóttu jólanna til fulls. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 F í t o n / S Í A Ljósin á vinabæjarjólatré Reykja- nesbæjar frá Kristiansand verða tendruð á Tjarnargötutorgi klukk- an 18 í dag, eins og venja er fyrsta laugardag desembermánaðar. Auk jólasveinanna sem alltaf koma og gleðja börnin kemur blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fram ásamt barnakórum Holta- skóla og Heiðarskóla. Þá afhendir Herdís Egilsdóttir rithöfundur verðlaun fyrir teikningar og bréf sem valin voru úr fjölda bréfa og teikninga sem börn færðu skess- unni á nýliðinni fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ.    Þeir sem starfa við hjálparstörf af einhverju tagi hafa orðið varir við vaxandi fjölda styrkbeiðna. Við því hefur verið brugðist í Reykja- nesbæ og nágrannasveitarfélög- unum með stofnun Velferðarsjóðs Suðurnesja. Sjóðurinn hefur það hlutverk að vera eins konar regn- hlíf yfir aðrar stofnanir og samtök sem vinna að hjálparstörfum og jafnframt að auðvelda áhugasöm- um að styrkja málaflokkinn. Fram- lög eru frjáls í sjóðinn og hafa nú þegar margir brugðist við og lagt sjóðnum lið.    Sem dæmi um stuðning til Vel- ferðarsjóðs er söfnun jólagjafa undir jólatré sem stendur í hús- næði sem tíu handverkskonur hafa tekið á leigu í Kjarna, Hafnargötu 57. Starfsmannafélög einstakra fyrirtækja hafa meðal annars ákveðið að verja fé sjóðsins til jóla- gjafa, en einstaklingar geta ekki síður komið og bætt í gjafafjöld- ann. Fjórar hvunndagshetjur reka kærleikskaffi á Glóðinni á mánu- dögum og þriðjudögum til styrktar sjóðnum og haldnir verða styrkt- artónleikar í Bláa lóninu 18. des- ember. Þeir sem koma fram eru Elíza Geirsdóttir Newman, Jóhann Helgason, Karlakór Keflavíkur, Klassart, Kvennakór Suðurnesja, Magnús, Kjartan Már og Finnbogi Kjartanssynir, Sigurður Guð- mundsson, Védís Hervör Árna- dóttir og Þóranna Kristín Jóns- dóttir.    Árlegir hádegisjólatónleikar Tón- listarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir föstudaginn 12. desember í Listasafni Reykjanesbæjar. Í ár munu félagarnir í Nýja kvart- ettinum flytja lög af nýútkomnum diski sem ber heitið Fegursta rós- in. Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og verður boðið upp á piparkökur og jólaglögg.    Nýjum leiktækjum hefur verið komið upp við Njarðvíkurskóla, nemendum og öðrum íbúum Njarðvíkur til mikillar ánægju. Um er að ræða nýjar rólur af nokkrum stærðum, snúningstæki og klifurpýramída sem líkist kóngulóarvef.    Guðrún Eva Mínervudóttir, Úlfar Þormóðsson, Bryndís Schram og Stefán Máni munu lesa upp úr ný- útkomnum bókum sínum á árlegu Bókakonfekti í Bíósal Duushúsa á morgun, 7. desember, kl. 16. Þessi upplestur á aðventu hefur alltaf verið vel sóttur og er orðinn fastur liður í tilverunni. Stúlknatríóið Konfekt leikur hugljúfa jólatónlist á milli upplestra. Hægt verður að kaupa bækur höfundanna á staðn- um og fá áritaðar um leið og kon- fektinu er sporðrennt. REYKJANESBÆR Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Lifa og leika sér Nýju leiktækin við Njarðvíkurskóla vekja mikla lukku. EF MARKA má hönnun Indónesans Ian Adrian á „Tískusprengingunni 2009“ sem fram fór í höfuðborginni Jakarta í vikunni verður hvíti lit- urinn alls ráðandi í tískufatnaði næsta árs. Á sýningunni sýndi einn- ig fjölda annarra hönnuða, aðallega heimamenn og voru flíkur þeirra fjölbreyttar og sumar hreint æv- intýralegar. Á sýningunni er sýnd tíska næsta árs og bíða margir spenntir eftir því að sjá hvað metnaðarfullir hönnuðir Indónesíu hafa fram að færa á tískusviðinu. Sýningin vekur alla jafna gríð- arlega athygli og sækir hana tísku- áhugafólk frá öllum heimshornum. Hugmyndir vakna sem síðan skila sér í klæðnaði sem almenn- ingur klæðist. Hvítt og rykkt eftir áramótin Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.