Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Sleginn Þótt KK sé þekktastur fyrir að spila blús og kántrý átti hann ekki í vandræðum með að slá rokk á uppboði sem hann stýrði í Góða hirðinum í gær. Kristinn Stefán Gíslason | 5. desember 2008 Kerti er ekki bara kerti Nú fer í hönd mikil kerta- tíð. En ef manni er annt um komandi kynslóðir er ekki alveg sama hvernig kerti maður kaupir. Upp- runi kertanna er nefnilega ærið misjafn. Almennt talað er um tvo valkosti að ræða varðandi hráefni til kertafram- leiðslu, annars vegar hráolíuafurðir og hins vegar afurðir úr (nýlegri) dýra- og plöntufitu. Líklega er parafín lang- algengasta hráefnið. Það telst alls ekki umhverfisvænt, enda í sama flokki og aðrar olíuafurðir, með til- heyrandi losun gróðurhúsaloftteg- unda, eyðingu óendurnýjanlegra auð- linda o.s.frv. Kerti úr hinum flokknum eru almennt mun ákjósanlegri frá um- hverfislegu sjónarmiði, þó að upprun- inn sé vissulega misjafn. Þar er al- gengasta hráefnið væntanlega stearín, sem er blanda af stearínsýru og pal- mitínsýru. Einnig er sojavax notað í einhverjum mæli, svo og býfluguvax, já og jafnvel tólg eða eitthvað enn annað. Allur kertabruni getur haft einhver neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu. Að olíutengdu atriðunum frátöldum (sjá framar), er þar einkum um að ræða áhrif á inniumhverfið, annars vegar vegna sótmengunar og hins vegar vegna aukaefna sem oft er að finna í kertum, einkum ilmefna og lit- arefna. Ilmefnin eru t.d. undantekn- ingarlítið mögulegir ofnæmisvaldar. Meira: stefangisla.blog.is Sigríður Laufey Einarsdóttir | 5. desember 2008 Hver er árangurinn? Hvatning til aukinnar framleiðslu í útgerð og landbúnaði þarf að endur- skoða til að tryggja út- flutning og nægilega mat- vælaframleiðslu í landinu. Auka veiðar/vinnslu með ströndum landsins er gefa bæði útflutnings- verðmæti og atvinnutækifæri. Byggðarlög hafa verið svipt veiðiheimildum með „svo- kallaðri hagræðingu“ er hefur valdið því að blómlegt atvinnulíf og mannlíf hefur að mestu leyti verið lagt í rúst víða úti á landi. Það er þjóðhagslegur veruleiki að auka aflaheimildir í sjávarbyggðum allt í kring- um landið ekki síst smærri byggðum þar sem útgerð - og landbúnaður gæti dafnað af miklum krafti þjóðinni til gjaldeyrisöfl- unar. Undanfarna áratugi hefur þessum greinum verðið gert erfitt fyrir um rekst- ur; óskiljanlegt í landi þar sem fyrrnefndar greinar ættu að bera uppi stærsta hlut- ann af atvinnu og byggðaþróun - þar sem ferðamennska hefði jafnframt en betri skilyrði til að dafna samtímis. Hver hefur árangurinn verið vegna markvissrar eyðingar minni byggða landsins til sjávar og sveita? Hér á höf- uðborgarsvæðinu standa auðar nýbygg- ingar engum til gagns - svo ekki sé minnst á íbúðir með myntkörfulán er ekki standa undir eigin virði - þar við bætist at- vinnuleysi í stórum stíl - ekki síst hjá menntuðu ungu fólki er nú hefur misst vinnuna í verslunargeiranum;en munu innan skamms tíma verða sprotafyrirtæki framtíðarinnar... Meira: logos.blog.is Eyþór Arnalds | 5. desember 2008 Veitir ekki af … Þessi styrking er verulega góð fyrir alla þá sem eru með erlend lán, verð- tryggð lán, hafa áhyggjur af háum vöxtum eða þurfa á innfluttri vöru að halda; Íslendinga. Í öldudal þar sem slæmar fréttir eru nær einu fréttirnar eru þetta kærkomin tíðindi. Ekki veitir af. Gjaldeyrislögin umdeildu eru sem bet- ur fer að virka og ef svo fer sem horfir verða áramótin mun skárri en við blasti fyrir nokkru. Gott væri að fá greiningu bankanna á horfum miðað við gengi krónunnar í 150, 200 og 250 þar sem ólík staða krónunnar hefur gríðarleg áhrif á afkomu fyrirtækja og heimila. Meira: ea.blog.is SAMKOMULAGIÐ við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn hefur nú komið til framkvæmda, og þar með hafa nokkur þáttaskil orðið í viðureigninni við efnahagsvand- ann. Unnt er nú að snúa sér að því að endurreisa bankana og verja fyrirtæki og heimili fyrir afleið- ingum áfallsins. Hinu má þó ekki gleyma að árangur þeirrar bar- áttu er undir því kominn að ákveðin stefna hafi verið tekin um framtíð peningamála landsins. Þeir sem að endurreisninni koma, hvort sem það eru erlendir bank- ar og fjárfestar eða innlend fyr- irtæki, stofnanir og samtök, verða að vita hvers er að vænta í þess- um efnum. Að öðrum kosti verður grundvöll ekki að finna. Það er sem fyrr álit okkar sem þessar línur ritum að upptaka evru á grundvelli fullrar aðildar að Evrópusambandinu og mynt- bandalagi þess sé eina haldbæra lausnin á peningamálum landsins. Þess vegna eigi að leita aðild- arviðræðna við ESB þegar í stað. Hugmyndir um einhliða upptöku evru eða dollars á grundvelli myntráðs, sem borið hefur á góma að undanförnu, eru ekki raunhæfar í landi þar sem banka- kerfi hefur hrunið og fjár- málatraust glatast. Það er ekki eftir neinu að bíða. Einar Benediktsson og Jónas H. Haralz Að marka stefnu Einar Benediktsson er fv. sendi- herra og Jónas H. Haralz fv. bankastjóri. BANKAMENN frá öllum heimshornum komu saman í Frank- furt í liðinni viku til þess að baða sig í ljómanum af tíu ára tilvist evrunnar. Fyrir þátttakendur frá þeim ríkjum, sem eru á evr- ubiðlistanum, var við- burðurinn hins vegar eins og köld vatns- gusa. Einmitt þegar hin alþjóðlega fjár- málakreppa hefur gert að verkum að aðild að evrunni virðist meira aðkallandi og nauðsynlegri en nokkru sinni áður taka þeir, sem eru með evruna, upp á því að fleyta hugmyndum, sem myndu hækka þröskuldinn fyrir að- ild. Samkvæmt tillögunni, sem rædd var fyrir opnum tjöldum í Frank- furt, yrðu auk þeirra hagfræðilegu skilyrða, sem felast í Maastricht- sáttmálanum og hafa verið í gildi frá því að evran var tekin upp, gæði bankakerfis viðkomandi lands notuð sem viðbótarskilyrði fyrir aðild að evrunni. Burtséð frá þeirri hræsni vestrænna ríkisstjórna að setja sig á háan hest í þessu máli um leið og þær eru að bjarga bönkum út af yf- irgengilegu klúðri í sínu regluverki er þessi tillaga meingölluð. Hið evrópska hagvaxtarmódel Til að átta sig á fáránleika tillög- unnar er rétt að skoða hið austur- evrópska hagvaxtarmódel, sem á undanförnum tveimur áratugum hefur skilað ótrúlegum árangri. Vestur-Evrópa mælti með þessu módeli og Austur-Evrópa tók því opnum örmum. Það var byggt á þeirri hugmynd að peningar myndu flæða frá löndum, þar sem fjármagn væri mikið, til landa þar sem það væri lítið. Hagfræðingar þurfa að fara alla leið aftur til Bandaríkj- anna á nítjándu öld til að finna svip- að skólabókardæmi um hagvöxt þar sem mikill vöruskiptahalli hefur verið fjármagnaður að mestu leyti með beinni erlendri fjárfestingu. Fjármagnsflæðinu hefur fylgt fjármálasamþætting, sem á ekki sinn líka, og eru austurevrópskir bankar nú flestir undir stjórn vest- rænna móðurfyrirtækja. Þetta módel hefur borið verulegan árang- ur, ekki bara vegna þess að það hefur ýtt undir hagvöxt, heldur hefur það einnig, eins og kemur fram í þró- unarskýrslu End- urreisnar- og þróun- arbankans 2008, eflt þær stofnanir sem styðja við markaði og lýðræði í Austur- Evrópu. Um leið hefur módelið hins vegar gert að verkum að þessi lönd eru við- kvæm fyrir sveiflum á fjármálamörkuðum heimsins. Á undanförnu einu og hálfu ári hafa þau staðist þennan þrýsting ótrú- lega vel; en nú þegar heimskreppan dynur á þeim af öllu afli leita þau hjálpar hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Lán í erlendri mynt Veikasti bletturinn í yfirstand- andi kreppu er að þau hafa verið berskjölduð gagnvart hreyfingum á gjaldeyrismörkuðum. Aðilar á öllum stigum hagkerfisins, jafnt heimili sem fyrirtæki, veðjuðu á að gengi myntarinnar í viðkomandi landi myndi halda áfram að styrkjast. Húsnæðislán í svissneskum frönk- um og bílalán í japönskum jenum hafa verið algeng á svæðinu öllu. Útbreiddust voru slík lán þó senni- lega í Ungverjalandi, sem var fyrsta landið til að leita aðstoðar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Þessi veikleiki var hins vegar að miklu leyti búinn til eða í það minnsta látinn óátalinn af vestræn- um bönkum. Fjármögnun móð- urbankanna, sem á upphafsstigi kreppunnar stuðlaði að auknu fram- boði á lánsfé í bankakerfum í Aust- ur-Evrópu, virðist nú fremur vera íþyngjandi og möguleg uppspretta sýkingarinnar. Vesturevrópskir eft- irlitsmenn áttu líka samkvæmt „heimareglunni“ að vara við þessum öfgum. Innrás erlendra banka hefur líka í raun svipt ríki í Mið- og Aust- ur-Evrópu peningastjórnunartækj- um þannig að þau hafa litla stjórn á ótrúlega hraðri aukningu útlána. Þar við bætast áhrif yfirstand- andi björgunaraðgerða fyrir vest- urevrópska banka á bankakerfin í Austur-Evrópu. Annars vegar stuðla þessar aðgerðir að stöð- ugleika með því að styðja við móð- urbankana, sem eru virkir á þessu svæði. Hins vegar hafa inngripin grafið undan fjármálakerfunum í Austur-Evrópu. Ríkisstjórnir í Austur-Evrópu geta ekki með trúverðugum hætti jafnað hinar víðtæku innlánatrygg- ingar, sem vestrænir nágrannar þeirra gefa, og drjúg endur- fjármögnun hefur læknað hlutfalls- lega fjármögnunarkostnað vest- rænna banka, sem enn hefur dregið veikt samkeppnisstöðu stofnana í austrinu. Að síðustu hafa margar ríkisstjórnir beint eða óbeint tak- markað getu móðurbankanna til að styðja við dótturfyrirtæki sín í Austur-Evrópu og mörg þeirra skipta sköpum um stöðugleika fjár- málakerfanna í viðkomandi landi. Að gera gæði bankakerfis að nýju skilyrði fyrir aðild að evru er ekki bara hræsni, það gerir illt verra. Hlutfallslega há verðbólga er meg- inástæðan fyrir því að aðild að evr- unni var talin sífellt fjarlægari kost- ur í flestum löndum og forsenda þess að möguleikinn á upptöku evru hefur haft þverrandi áhrif á til- raunir til umbóta í löndum Austur- Evrópu. Það er örlítil huggun í yf- irstandandi neyðarástandi að verð- bólgan er nú á undanhaldi. Mikilvægara er að neyðarástandið hefur sýnt gildi þess fyrir lítil hag- kerfi að vera hluti af stærra mynt- svæði. Í stað þess að nota tækifærið, sem felst í þessari einstöku stöðu, til að þrýsta á þá um að laga sig að Maastricht-skilyrðunum, eru evr- uþjóðirnar að íhuga ný og sérlega óljós skilyrði byggð á gæðum bankakerfa. Og hver á þá banka? Hvern erum við að blekkja? Eftir Erik Berglof » Í stað þess að nota tækifærið, sem felst í þessari einstöku stöðu, til að þrýsta á þá um að laga sig að Maastricht- skilyrðunum, eru evru- þjóðirnar að íhuga ný og sérlega óljós skilyrði byggð á gæðum banka- kerfa. Erik Berglof Höfundur er yfirhagfræðingur Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, EBRD. ©Project Syndi- cate, www.project-syndicate.org. Evrudyrunum skellt BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.