Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 43
Meðal efnis: Hreyfing og líkamsrækt Hvað þarf að hafa í ræktina Vinsælar æfingar fyrir eldra fólk Heilsusamlegar uppskriftir Andleg vellíðan Bætt heilsa á viku – góð ráð Ráð næringarráðgjafa Umfjöllun um fitness Jurtir og heilsa Meðferð gegn offitu Fasta – kostir og ókostir Hollir safar Mikilvægi þess að fara í krabbameinsskoðun Skaðsemi reykinga Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífsstíl og taka nýja stefnu. Í þessu blaði verða kynntir fjölmargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsu- átak og bættan lífsstíl í byrjun ársins 2009. Blaðið verður í sömu stærð og Morgunblaðið. Tekið er við auglýsingapönt- unum til klukkan 16 föstudag- inn 19. desember 2008. F í t o n / S Í A –meira fyrir heilsuna Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um laugardaginn 3. janúar 2009 heilsu og lífsstíl Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 596 1105 eða kata@mbl.is Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins TRAUSTIÐ var eitt það fyrsta sem fór í hruninu. Fáir treysta nú bönk- unum, Seðlabankanum, Fjármálaeft- irlitinu eða ríkisstjórn og traust á al- þjóðavettvangi er gufað upp. Ásakanir um hrunið fljúga á milli áhrifavalda og um tíma var meira að segja reynt að klína sökinni á sauðsvartan almúgann. Hér verður ekki kafað ofan í aðdrag- anda eða ástæður hrunsins en látið nægja að segja að svo virðist sem grafskrift kerfisins og atburða síðustu vikur sé hægt að taka saman í einu orði: Vanhæfni. Því miður virðist allt stefna í að ekkert verði af nýjum tímum á Íslandi heldur fari allt í sama gamla farið, gamla Ísland. Nú snúa aðilar bökum saman í skjóli bankaleynd- ar og reyna að koma í veg fyrir að upp komist hvernig eigendur og stjórnendur bankanna höguðu sér, í skjóli yfirvalda. Ég þekki margt ágætt bankafólk og ætla því ekki neinn óheiðarleika. En það má ekki vanmeta áhrif með- virkninnar og bankarnir voru jú musteri græðgisvæð- ingar nýfrjálshyggjunnar, þar til allt fór um koll. Lang- flestir stjórnendur nýju ríkisbankanna voru stjórnendur í gömlu bönkunum, þar sem ofurlaunin voru borguð, þar sem áhættusæknin var metin mest allra kosta og þar sem græðgi þótti góð. Það er undarlegt að bankastjórar ríkisbankanna fengu tvöföld laun forsætisráðherra, þó þeir séu í raun venjulegir ríkisstarfsmenn sem stjórna ríkisstofnunum sem eiga að þjónusta fyrirtæki og al- menning á Íslandi. Sagt er að bankastjórarnir verði jú að vera fyrir ofan sitt starfsfólk í launum. Þýðir þetta að þeir starfsmenn gömlu bankanna sem voru svo lánsamir að fá að starfa í nýju bönkunum eru á sömu eða svipuðum kjörum og var fyrir hrun? Á meðan boðaður er niðurskurður og launalækkanir hjá öðrum ríkisstofnunum s.s. Landspítala? Og hvað með þær til- raunir sem gerðar voru til þess að afskrifa skuldir bankastjórnenda, sem í mörgum tilfellum gera fólkið í raun tæknilega gjaldþrota? Um hvað hugsar stjórnandi í banka sem þarf á næstu misserum að reiða persónulega fram stórar fjárhæðir til þess að greiða lán sem tekin voru til kaupa á hlutabréfum í bankanum, annað en um það hvernig hann losni úr klípunni? Hverjum eigum við þá að treysta núna? Eigum við að treysta stjórnendum gömlu bankanna sem nú eru komn- ir í stjórnunarstöður í nýju ríkisbönkunum? Eigum við að treysta Fjármálaeftirlitinu sem brást? Eigum við að treysta Seðlabankanum, eftir allt sem á undan er geng- ið? Eða eigum við að treysta ríkisstjórninni sem hunsaði viðvaranir um yfirvofandi hrun? Allir þessir aðilar voru þátttakendur og aðilar að hruninu og eru því rúnir trausti. Þeir verða að átta sig á því að það er ekki hægt að hefja uppbyggingu á nýju Íslandi ef ekki er borið traust til þeirra sem halda á fjöregginu. Fyrsta hluta björgunaraðgerða er lokið en uppbygg- ingin er framundan. Hana verður að leiða fólk sem hefur umboð sitt hreint og klárt frá þjóðinni. Umboð sem sótt er við núverandi undarlegu aðstæður. Þess vegna erum við mörg og sífellt stærri hópur sem viljum að boðað verði til kosninga við fyrsta tækifæri þar sem við fáum að velja okkur fólk til að leiða uppbygginguna. Okkur er sagt að við séum harðdugleg og vel menntuð þjóð. Að við getum snúið bökum saman, hert sultarólina og unnið okkur út úr þessum erfiðleikum. Það er til mik- ils að vinna þar sem Ísland er gott og gjöfult land og hér viljum við búa. Við erum því til í að leggja mikið á okkur til þess að tryggja börnum okkar og barnabörnum líf- vænlegt Ísland. En við erum ekki til í að snúa bökum saman og herða sultarólina ef það þýðir að við erum að gera það fyrir auðmenn, valdaklíkur og forrétt- indastéttir framtíðarinnar. Ef það þýðir að börn okkar flestra verða í ánauð nýs lénsskipulags þar sem forrétt- indahópar lifa í vellystingum praktuglega á meðan þorri íbúa landsins lepur dauðann úr skel. Við höfum möguleika á að gera nýtt Ísland að fyr- irmyndar samfélagi en það verður ekki gert nema það verði hreinsað út. Verði það ekki gert, heldur haldið áfram á sömu braut, neyðumst við til þess að ráðleggja börnum okkar og barnabörnum að flytja úr landi. Og það vil ég ekki þurfa að gera. Hverjum get ég treyst núna? Halldór Ó. Zoëga, verkfræðingur í atvinnuleit. FYRIRBÆRIÐ borgarafundur.org hefur gert sig gild- andi á liðnum vikum í umræðunni. Leikstjóranum Gunn- ari Sigurðssyni leiddist allt í einu það sem flatskjárinn hans hafði upp á að bjóða. Á flatskjánum endurómuðu vandamálasögur fólks og hremmingar fræga fólksins. Dr. Phil sagði okkur að svona væri þetta hjá mörgum og við þyrftum að leysa þetta sjálf. Vandamálin tilheyra ein- staklingunum og lausnirnar einnig. Á þessu torgi flatsk- jásins er sjaldnast leitað lausna með umræðu milli stjórn- valda og einkalífs. Flatskjárinn er milliliður og því getur hann aldrei komið í stað fundar þar sem valdhafar mæta almenningi til skrafs og ráðagerða. Flatskjárinn hans Gunna virtist ófær um að fá fram svör við ýmsum brennandi spurningum sem hrjáðu hann. Þess vegna stóð Gunnar upp úr sófanum sínum og hélt borgarafund í Iðnó. Borgarafundirnir eru torg þar sem „ráðið“ mætir fólkinu. Þar eiga persónu- leg vandamál að umbreytast í opinber mál. Aþeningar til forna kölluðu þenn- an „hitting“ tveggja afla í þjóðfélaginu Agora. Þar sem fólkið mætti hinu op- inbera. Þar fór fram lagasetning og niðurstaða þessara funda var ætíð innrömmuð í orðin „það dæmist gott af ráðinu og fólkinu“. Takið eftir því að fólkið var með í ráðum. Ekki að útkoman væri endanlega rétt og óbreyt- anleg. Þess vegna gat sú útkoma ekki endilega verið góð á næsta fundi í ljósi breyttra aðstæðna. Lýðræðisiðkun er ekki endanleg sannindi heldur sí- breytileg framþróun ákvarðana flestum til hagsbóta í „Borginni“. Það sem Gunnar gerði var að endurtaka söguna. Hann endurreisti Agora. Hann skapaði vettvang þar sem fólkið og „ráðið“ mættust. Skoðanaskipti eru ekki eini tilgangur Agora. Mikilvægur þáttur er að kynnast hvert öðru, skilja hvert annað og læra að lifa saman í sátt. Þegar nokkrir fulltrúar „ráðsins“ á Íslandi segja að fólkið sé ekki fólkið og að það sé sérkennilegt að fólkið hafi mætt á fundinn, þá ber það vott um skort á skilningi á hvernig borgaralegt lýðræði hefur starfað í árþúsundir. Tilgangur borgarafunda er að skapa aðstæður svo að fólkið geti mætt „ráðinu“. Um er að ræða þverpólitíska hreyfingu. Allir sameinast um þetta markmið, að gefa borgurunum tækifæri til að komast að valdhöfunum milli- liðalaust. Að sjálfsögðu erum við ekki ópólitísk, við hættum ekki að hugsa þótt við höldum borgarafundi. Við vonumst til að við séum komin til að vera. Það merkir að næstu ríkisstjórn verði líka boðið á borgarafund í fyllingu tím- ans. Við leitumst við að taka fyrir það sem brennur á fólkinu. Til að forðast allan misskilning þá ætlum við okkur ekki að verða pólitískur flokkur, við vit- um að enginn skortur verður á slíku framtaki hjá einhverjum öðrum þegar fram líða stundir. Bæði valdhafar og fólkið ættu að nýta sér borgarafundi öllum til hagsbóta. Almenningur hefur tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að og spyrja spurninga. Ef til vill munu svörin minnka kvíða almennings og þar með lægja öldurnar í þjóðfélaginu. Því er ekki að leyna að almenningi finnst gjá á milli sín og valdhafa. Mjög mikilvægt er að valdhafar nýti sér þessa fundi til að sættast við almenning. Markmiðið á að vera „að það dæmist gott af ráðinu og fólkinu“. Gunnar Skúli Ármannsson læknir. Borgarafundur.org – Agora „ELDRA fólk tapar miklu“. Þetta er forsíðugrein Morgunblaðsins 27. nóvember sl. Er þar sagt frá því að um 11 þúsundir eldri borgara, 65 ára og eldri, hafi tapað 30 milljörðum eða um 2,7 milljónum að meðaltali. Ég hef velt því fyrir mér und- anfarin ár hvers vegna fasteignir hafa alltaf verið 10-20% dýrari hafi þær verið ætlaðar eldra fólki eða byggðar fyrir 60 ára+. Eitthvað liggur þar að baki. Undr- ar einhvern þótt einhverjir eldri borgarar hafi átt einhvern varasjóð uppsafnaðan til margra ára, enda hafa flestir eldri borgarar farið vel með sín fjárráð? En var nauðsyn á að svipta þetta fólk fjárráðum sínum á þann hátt sem raun ber vitni? Þeir sem að því stóðu eiga að dragast fyr- ir rétt og taka þeim örlögum sem þeim þar mæta. En eins og dómskerfið er byggt upp nú sem stendur er varla að bú- ast við að slíkt gerist. Ég er bálreið- ur þessum mönnum og vil þá dregna fyrir dóm. Hafið skömm fyrir yðar gjörðir. Illa farið með eldri borgara Svanur Jóhannsson, Kleppsvegi 128, Reykjavík. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.