Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 58
58 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 FólkSlamm, slamm, ljóðaslamm LJÓÐASLAMM Borgarbókasafnsins fer fram í annað sinn föstudagskvöldið 13. febrúar næstkomandi. Sigurvegari þessa árs var Halldóra Ársælsdóttir en hún vakti verðskuldaða athygli fyrir útsetningu sína á laginu „Litli trommuleikarinn“ sem hún samdi nýjan texta við og nefndi „Verðbréfadrengurinn“. Í laginu gerir hún góðlátlegt grín að ungum manni sem lendir í miklum hremmingum þegar hlutabréfin hans falla í verði. Nú stendur skráning yfir fyrir næstu keppni og er skráningarfrestur til 15. desember. Þemað að þessu sinni er hrollur og er öllu ungu fólki frjálst að taka þátt. Ljóðaslamm er túlkað frjálslega í þessari keppni, í raun er eina krafan sú að flutningur frumsamins ljóðs sé lifandi og má notast við leikræna tilburði, tónlist, myndlist, dans eða hvaðeina sem fólki dettur í hug. Í dómnefnd keppninnar í ár verða Bóas Hall- grímsson tónlistarmaður, Bragi Ólafsson rithöfundur, Freyr Eyjólfsson útvarps- og tónlistarmaður, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur. Skráning fer fram í öllum söfnum Borgarbókasafns Reykjavíkur og á heimasíðu safnsins, www.borgarbokasafn.is og þar má einnig finna allar nánari upplýsingar um slammið. Nú stendur yfir sýning á ljósmyndum tveggja ungra manna, þeirra Tuma Árnasonar og Magnúsar And- ersen, frá Ljóðaslammi 2008 í aðalsafninu í Grófarhús- inu og lýkur henni 16. desember. Ljóðaslammari Halldóra Ársælsdóttir sigraði í Ljóðaslamminu í ár með ljóði um verðbréfadreng.  Í viðtali við Árna Heimi Ingólfs- son, tónleikastjóra Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, í Morg- unblaðinu í gær, í tilefni af því að plata hljómsveitarinnar hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, lofaði hann upptökumenn Chandos- útgáfunnar, sem gefur plötuna út. Hann sagði: „[Þeir] eru farnir að læra inn á hljómburðinn hér í Há- skólabíói. Þeir kunna þá kúnst að láta bíóið hljóma eins og fyrsta flokks tónlistarhús.“ Það skal engan undra þótt upp- tökumenn Chandos kunni vel á hljómburð Háskólabíós, því það eru hljóðmenn Ríkisútvarpsins sem Chandos ræður til starfans, en þeir senda út og hljóðrita tónleika hljómsveitarinnar í hverri viku, og hafa gríðarmikla reynslu af hljóð- heimi hljómsveitarinnar og bíósins. Tónmeistari tilnefndu plötunnar var enginn annar en Georg Magn- ússon. Goggi var það heillin  Óháðir neðanjarðarlistamenn hafa löngum verið mærðir af þeim sem vitið þykjast hafa. Slíkir menn þurfa þó ekki að einskorðast við þverröndóttar peysur, hár niður í augu og Converse strigaskó. Gylfi „Sjúddirari rei“ Ægisson tekur öll krútt heimsins í nefið hvað þetta varðar en hann hefur starfað sjálf- stætt sem listamaður í kvartöld og hefur allar sínar tekjur af því. Hann tekur upp tónlistina sína í heima- hljóðveri, brennir hana sjálfur á diska, hannar á þá umslög og selur þá svo í gegnum síma og á tón- leikum. Gylfi skemmtir allt árið um kring og þegar um hægist, sem er eiginlega aldrei, málar hann mynd- ir og hefur hann selt yfir 1500 slík- ar. Gylfi rifjar upp skrautlegan fer- il í opinskáu viðtali í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins sem mun auk þess verða prýtt myndverki eftir Gylfa sem hann vann sérstaklega fyrir blaðið. Gylfi indí Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÓLAFUR Arnalds hefur verið á miklu flandri um heiminn á þessu ári. Falleg og dramatísk tónlist Ólafs hefur snert við mörgum hjartastrengnum og nýjasta plata hans, stuttskífan Variations of Sta- tic, hefur selst í liðlega 10.000 ein- tökum, gróflega áætlað af Ólafi. „Þetta verða síðustu tónleikarnir um allnokkra hríð,“ segir Ólafur. „Ég ætla nú að klára að semja inn á þriðju plötuna en hún verður tekin upp í febrúar. Það er bara búið að bóka mig á nokkrar hátíðir næsta sumar.“ Langar og strangar ferðir Næst þegar Ólafur stígur á pall verður hann með nýtt efni – og stærra band. „Ég ætla aðeins að breyta til. Fá trommuleikara og bassaleikara inn í þetta. Það verður meira rokk. Eig- inlega þungarokk.“ Ólafur þekkir einkar vel til í þeim fræðunum enda að upplagi trymbill og starfaði sem slíkur með harð- kjarnasveitum á borð við Fighting Shit, I Adapt og Celestine. Tónleika- ferðir Ólafs hafa verið langar og strangar en er kannski minna þreyt- andi að spila angurværa hægs- treymandi tónlist en að djöflast á settinu? „Ég hef haft mun meiri orku eftir tónleika í þessari ferð,“ segir Ólafur og hlær. „Eftir Fighting Shit- tónleika fór maður bara heim að sofa, gjörsamlega búinn á því. Núna hef ég hins vegar færi á að koma ýmsu í verk eftir tónleika og samdi mikið á þessum tónleikaferðalögum. Kláraði plötuna nánast þannig“ Sæmilegasti hiti í mönnum Ólafur segir að næsta plata verði öllu poppaðri en fyrri plötur. „Það verður meira um „stærri“ lög og hún verður meira „main- stream“ en síðustu plötur.“ Hljómar eins og platan sem mun koma Ólafi endanlega á kortið eða hvað? „Já, ég er að vona það,“ segir Ólafur kinnroðalaust. „Við erum að ræða við nokkur mjög stór fyrirtæki um þessar mundir. Það er sæmi- legasti hiti í mönnum. Það eru hins vegar allir dottnir í einhvern jólagír úti og það verður ekki tekin ákvörð- un um þetta fyrr en í janúar, febr- úar.“ Einhverjir njósnarar frá þessum fyrirtækjum munu víst verða á sveimi á tónleikunum og veit Ólafur til þess að Universal ætli að senda þangað mann. Risarnir berjast um hann  Ólafur Arnalds lýkur ótrúlegu ári með tónleikum í Fríkirkjunni  137 tónleikar að baki  Erlendir útgáfurisar berjast um að fá að gefa hann út Morgunlaðið/Valdís Thor Lúsiðinn Ólafur Arnalds vonar að næsta plata komi honum á landakortið sem hann hefur rýnt svo vel í á tónleikaferðum sínum um heiminn. SÓLSKINSHESTUR, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, er ein sjö bóka sem tilnefndar voru til evr- ópskra bókmenntaverðlauna sem veitt voru í París í vikunni. Verð- launin, sem kennd eru við Madeleine Zepter, eru veitt fyrir skáldsögu sem gefin hefur verið út á frönsku á þessu ári, frumsamin eða þýdd. Sólskinshestur varð í öðru sæti, á eftir Brúðkaupsnóttinni (On Chesil Beach) eftir breska rithöfundinn Ian McEwan. McEwan fékk sex atkvæði hjá dómnefndinni, Steinunn þrjú og ein bók fékk eitt atkvæði. „Ég er stolt af þessu, þetta var mjög fín dómnefnd. Tveir úr frönsku akademíunni og fleira þekkt bók- menntafólk sat í nefndinni. Ég get vel við unað, það er smá frægð- armunur á okkur McEwan,“ segir Steinunn. Sólskinshestur er nýkominn út í Frakklandi, í þýðingu Catherine Eyjólfsson. Umsagnir í fjölmiðlum hafa verið mjög lofsamlegar. Í Le Quotidien segir að Sólskinshestur sé nútímaleg og öflug bók, eins og fyrri verk Steinunnar, og að form sög- unnar sé nýstárlegt og komi á óvart. Fullyrt er að þetta sé ein af bestu bókum ársins í Frakklandi. Sól- skinshestur kom einnig út í Þýska- landi í síðastliðnum mánuði. Coletta Burling þýddi. Í umfjöllun Frank- furter Allgemeine Zeitung segir að Steinunn sýni meistaratakta. Sagan er sögð fáguð, margslungin og dul- arfull, og svo ánægjuleg aflestrar að lesandinn vilji ekki að henni ljúki. Steinunn hefur víða komið við á síðustu vikum. „Ég er búin að vera á þeytingi í Þýskalandi og Frakklandi. Ég var í viðtölum í París og í viku- ferðalagi í Normandy.“ „Ég get vel við unað, það er smá frægðarmunur á okkur“ Morgunblaðið/Kristinn Steinunn Franskir nemendur spurðu hana út í Tímaþjófinn í tvo tíma. Sólskinshestur Steinunnar laut í lægra haldi fyrir McEwan Ólafur er á mála hjá einum vinnusamasta og best tengda bókara Evrópu og hefur verið nærfellt á stanslausu tónleika- ferðalagi í tvö ár. Bókarinn er þýskur (auðvitað) og Ólafur hef- ur fyrir hans tilstuðlan spilað um alla Evrópu, í Kína, á Norð- urlöndunum og í Ameríku. Breski bókarinn hans kom hon- um þá inn í Barbicanhöllina þar í landi og Union Chapel, báðir eftirsóttir tónleikastaðir. Um tónleikana á síðastnefnda staðnum sagði gagnrýnandi MusicOHM að týndi hlekkurinn á milli Sigur Rósar og Philips Glass væri fundinn. Túrhesturinn Ólafur Tónleikarnir fara fram í Fríkirkj- unni hinn 18. desember. Miðasala er á midi.is og kreppuprís í gangi, réttar 1.000 krónur. Ólöf Arnalds hitar upp. myspace.com/olafurarnalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.