Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 60
60 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 N æ st Þessar skemmtilegu og spennandi sögur hins kunna höfundar Enid Blyton fjalla um nokkur börn og vini þeirra úr dýraríkinu sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum. ÆVINTÝRA dalurinn Enn getur fólk á öllum aldri skemmt sér yfir nýjum útgáfum af Fimm-bókunum og Ævintýra-bókunum. Að þessu sinni koma út tvær nýjar sögur … og spennandi atburðir gerast hjá börnunum snarráðu sem ekkert víla fyrir sér. KLASSÍSKAR BARNABÆKUR Sími 562 2600Endurútgáfa bókaflokkanna hófst 2005. á Smyglarahæð Fimm Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Guðmundur Rúnar Júlíussonfæddist í Keflavík 13. apríl1945 og ólst þar upp.Keflavík fékk viðurnefnið Liverpool Íslands þegar brast á með rokki því þaðan voru helstu hljóm- sveitirnar líkt og var í Bretlandi þar sem músíkin var kölluð Merseybeat. Á Miðnesheiðinni, rétt utan við bæjarmörkin, var herstöð Banda- ríkjamanna og hafði eðlilega mikil áhrif á lífið í Keflavík. Þau áhrif voru ekki bara í verslun og viðskiptum, nýir menningarstraumar bárust yfir rammgerðar girðingar herstöðv- arinnar því hægt var að ná Kananum í Keflavík, útvarpi og sjónvarpi. Þegar æskuvinirnir Rúnar Júl- íusson og Gunnar Þórðarson spiluðu saman í fjórða flokki í fótbolta var tónlistaráhuginn orðinn það mikill að þeir voru með transistortæki á hlið- arlínunni og stillt á hæsta. Þeir létu það ekki nægja því þeir horfðu líka á rokkmúsík í Kanasjónvarpinu og sáu bíómyndir þar sem tónlistin var í að- alhlutverki. Rúnar var aðallega í boltanum og þótti bráðefnilegur en Gunnar fór að spila á gítar. Svo kom að þeir Gunn- ar, Einar Júlíusson og Erlingur Björnsson ákváðu að stofna hljóm- sveit og Gunnar leitaði til Rúnars um að spila á bassa. Rúnar hafði aldrei snert á hljóðfæri en sló til og Gunnar kenndi honum á bassa. Þeir félagar byrjuðu á að æfa upp Bítlalög í bland við rytmablús og rokk og þegar Rún- ar var búinn að eiga bassa í þrjár vik- ur var hann kominn upp á svið með Hljómum, sem urðu vinsælasta hljómsveit landsins á mettíma. Örlagaríkir miðnæturtónleikar Snar þáttur í vinsældum Hljóma var það hve iðin sveitin var við spila- mennsku enda spiluðu þeir félagar oft í viku frá fyrsta degi. Rúnar var þó ekki bara í mús- íkinni því hann var einn af mátt- arstólpum fótboltaliðs Keflavíkur og landsliðsmaður í þokkabót. Hann þótti mjög efnilegur í fótboltanum og sumarið 1964, þegar Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í fótbolta í fyrsta sinn, var Rúnar meðal leik- manna og það þó að hann væri að spila með Hljómum að segja á hverj- um degi víða um land. Það var líka lögð mikil áhersla á að hafa hann með og flogið með hann til að vera með í leikjum þegar svo bar við. Það má því segja að Rúnar hafi náð að uppfylla alla helstu drauma unglingspilta; hann var í vinsælustu rokkhljómsveit landsins, var í besta fótboltaliðinu (og landsliðinu að auki) og svo var fegursta stúlka Íslands kærasta hans, María Baldursdóttir. Hljómar, Trúbrot og Ðe Lónlí Blú Bojs Það vakti mikla athygli og jafnvel deilur þegar Hljómar lögðu upp laupana 1969 og úr varð hljómsveitin Trúbrot sem skipuð var liðsmönnum Hljóma og hljómsveitarinnar Flo- wers: Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl- íusson og Shady Owens úr Hljómum og Karl Sighvatsson og Gunnar Jök- ull Hákonarson úr Flowers. Trúbrot var mjög metnaðarfull hljómsveit tónlistarlega og fór vel af stað en þegar uppvíst varð að meðlimir sveitarinnar hefðu reykt maríjúana ætlaði allt um koll að keyra, sveitin var svo að segja bönnuð í útvarpi og hún fékk lítið að gera næstu vikur og mánuði á eftir. Úr rættist þó og Trúbrot varð vin- sælasta hljómsveit landsins eins og hún átti kyn til. Þegar Trúbrot hætti 1973 komu Hljómar saman aftur með nokkuð breyttum mannskap því auk þeirra Gunnars og Rúnars voru þeir nú með Engilbert Jensen og Birgir Hrafnsson, en Björgvin Halldórsson kom snemma í stað Birgis. Þannig skipuð gaf sveitin út plötuna Hljóm- ar 74. Þeir Hljómamenn fóru að for- dæmi Trúbrots og gáfu skífuna sjálf- ir út og héldu útgáfunni áfram þegar Hljómar breyttu um stíl og stefnu og urðu Ðe Lónlí Blú Bojs eða bara Lónlí Blú Bojs. Lónlí Blú Bojs urðu geysilega vin- sælir á sínum stutta ferli, því sveitin entist ekki nema tvö ár, en náði þó að senda frá sér þrjár breiðskífur, þar af tvær fyrsta árið. Þegar hér var komið sögu má segja að lokið hafi um hríð samstarfi þeirra Gunnars og Rúnars því nú var komi að Rúnari að stofna eigin hljómsveit, Geimstein, og plötufyrirtæki sem gaf þá sveit út. Í Geimsteini voru Rúnar, María, kona hans, og Þórir Baldursson, bróðir hennar, en á fyrstu skífu sveitarinnar komu ýmsir erlendir tónlistarmenn einnig við sögu. Eftir að platan kom út smalaði Rúnar svo saman í hljómsveit og gerði það gott á ballmarkaðnum næstu árin. Rúni snýr aftur Rúnar Júlíusson var ekki síst þekktur fyrir það að leggja gott orð til allra en hann var líka ævinlega tilbúinn að rétta mönnum hjálp- arhönd. Rúnar tók þannig Gylfa Æg- issyni vel þegar sá síðarnefndi bank- aði upp á hjá honum á Skólaveginum 1980. Hljómplötuútgáfan Hljómar hafði gefið út sólóplötur Gylfa en nú var smalað saman í hljómsveit sem fékk heitið Áhöfnin á Halastjörnunni og gaf út plötuna Meira salt sem sló rækilega í gegn það ár, en Hala- stjarnan var í siglingum til 1984. 1990 fannst Bubba Morthens sem Rúnar Júlíusson væri ekki nógu áberandi í íslensku rokklífi og fékk Óttar Felix Hauksson til að koma sér í samband við Rúnar og fékk hann í framhaldinu til að syngja með sér á Borginni á Þorláksmessu það ár. Í kringum þá uppákomu kviknaði sú hugmynd að Bubbi kæmi að sóló- skífu Rúnars, semdi með honum lög á þá plötu og stýrði upptökum. Þeg- ar á leið þróaðist verkefnið í þá átt að þeir settu saman hljómsveit sem Ótt- ar Felix, sem var einskonar hug- myndafræðingur verkefnisins, gaf nafnið GCD, og gáfu út skífu undir því nafni vorið 1991. GCD sló rækilega í gegn með sinni fyrstu skífu og skyndilega var Rúnar kominn á toppinn aftur, frískari en nokkru sinni, enda var GCD ein vin- sælasta hljómsveit landsins þau fjög- ur ár sem hún starfaði. Upptökuheimilið Geimsteinn Samstarfið við Bubba varð til þess að ný kynslóð uppgötvaði Rúnar og næstu árin var hann iðinn við spila- mennsku með hljómsveit sinni sem hét einfaldlega Hljómsveit Rúnars Júlíussonar en síðan Rokksveit Rún- ars Júlíussonar, aukinheldur sem hann var iðinn við að gefa út sólóskíf- ur. Það þurfti líka að sinna plötuút- gáfunni Geimsteini sem er elsta starfandi hljómplötuútgáfa landsins og hefur gefið út mikið af tónlist með ungum hljómsveitum á síðustu ár- um. Frá 1982 starfræktu þau Rúnar og María líka hljóðver á heimili sínu, Upptökuheimilið Geimsteinn, sem hefur verið mikið notað í gegnum ár- in en segja má að upptökuver Geim- steins á Skólavegi hafi orðið eins- konar tónlistarleg félagsmiðstöð Keflavíkur því þar fengu margir ungir tónlistarmenn afdrep og sóttu sér hvatningu og fróðleik. Það þykir merkilegt í þeim sveiflu- kennda bransa sem plötuútgáfa er að Geimsteinn hefur alltaf verið rek- inn á sömu kennitölunni og þó að Rúnar hafi stundum tapað á útgáf- unni og stundum tapað stórt spilaði hann bara meira til að borga tapið eins og hann lýsti því eitt sinn í við- tali: „Mér finnst þó gaman að taka áhættu í útgáfunni og finnst líka nauðsynlegt að brydda upp á ein- hverju nýju og koma á framfæri ein- hverju sem mér finnst merkilegt.“ Rúnar sendi líka frá sér sólóskífur og var ófeiminn við að fá ýmsa til samstarfs, hvort sem það var við hljóðfæraleik, upptökustjórn eða lagasmíðar. Iðulega komu synir hans, þeir Baldur og Júlíus, við sögu en oft voru það líka einhverjir þeirra ungu tónlistarmanna sem vöndu komur síðan í hljóðverið, eins og til að mynda Fálkar frá Keflavík. Við vinnslu á einu lagi á sólóskífu Rúnars „Það þarf fólk eins og þig“, sem kom út 2002, kviknaði hugmyndin að reggísveitinni Hjálmum sem flestir þekkja. Á Skólaveginum tók Megas líka upp sína bestu plötu, Baggalútur varð til og svo má lengi telja. Með reisn til hinstu stundar Það var alltaf sérstaklega gaman að fá Rúnar Júlíusson í heimsókn og spjalla við hann og sem betur fer urðu þau tækifæri mörg; á hverju hausti síðustu ár hafði hann sam- band til að kynna útgáfuna, hvort sem það voru sólóskífur hans eða plötur sem hann var að gefa út með öðrum. Það var alltaf stutt í brosið og í síðasta spjallinu sem ég átti við hann og birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag vorum við að ræða safn- disk með yfirliti yfir allan hans feril þegar hann sagðist alls ekki vera að kveðja og hló við: „Á meðan það eru frjókorn að einhverju nýju í kollinum þá heldur maður áfram,“ sagði hann. Eins og fram hefur komið var Rúnar á tónleikum þegar hann féll frá, var á leið á sviðið og að teygja sig í bassann þegar hann kenndi þess meins sem varð honum að aldurtila. Í viðtali sem ég átti við hann fyrir margt löngu sagði hann einmitt að hann gæti vel hugsað sér að fást við tónlist fram á hinstu stund að því gefnu að hann væri að fást við eitt- hvað sem kraftur væri í: „Þegar ég lít til baka þá eru með mestu vellíð- unarstundum lífs míns þegar ég hef staðið á sviðinu með þéttri hljóm- sveit og allt hefur gengið upp.“ Rokkarinn kvaddi með reisn Einn merkasti tón- listarmaður þjóð- arinnar, G. Rúnar Júlíusson, lést í gær. Hér er tæpt á helstu atriðum í ferli hans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Töffari Rúnar Júlíusson hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna í mars síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.