Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 1
7. D E S E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 335. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum Borðstofuhúsgögn Rúm Náttborð Gafla Erum einnig með : Yfir 200 tegundir af sófasettum: Svefnsófar/ Stakir sófar Hornsófar/Tungusófar kr.114.900,- verð frá Smíðum eftir þínum þörfum Bonn Tunga Verð Kr. 187.900,- Íslensk framleiðsla SKORAÐI MARK SKAGANN FYRIR Hætti á toppnum og fór að skrifa MYNDAALBÚMIÐ: SKÁLDIÐ SIGURBJÖRG SAMSTIGA NINAHAGEN Pönk- drottningin er enn að STÁSSMEYJAR Tveir arkitektar söðluðu um og fundu sér nýja atvinnu í kreppunni SUNNUDAGUR Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, leggur til að tekin verði blóðsýni árlega úr íbúum á þeim svæðum heimsins þar sem al- næmisveiran breiðist hraðast út, eins og í Afríkulöndunum sunn- an Sahara. Þá leggur WHO til að þeir sem greinast með veiruna fái strax al- næmislyf, þrátt fyrir að líkami þeirra hafi ekki enn þróað með sér al- næmi. Tillögurnar þykja afar róttækar og gagnrýnendur segja þær fela í sér lyfjagjafir í þágu almannaheilla fremur en í þágu sjúklinga. Á þessu ári hafa 10 einstaklingar greinst með HIV-smit hér á landi og þar af einn Íslendingur. Sjúkdómurinn er ekki faraldur hér, en telst hins vegar landlægur, því svipaður fjöldi greinist frá ári til árs. Framan af voru flestir sem greindust með HIV-smit hérlendis sam- kynhneigðir, en á síðari árum er gagnkynhneigt fólk í meirihluta. Veiran virðist hins vegar ekki vera að breiðast út meðal sprautufíkla, eins og óttast var að kynni að gerast. Reynt að sporna við faraldri Það verður dýrt að halda í íslensku krónuna, en öðrum kostum fylgja ýmis flókin viðfangsefni. Krónan verður notuð áfram hér á landi á næstunni. Þegar traust á henni hefur verið endurvakið eru hins veg- ar ýmsir kostir í boði. Ríkið getur reynt að standa á eigin fótum, tekið upp annan gjaldmiðil einhliða eða leitað eftir myntsamstarfi, til dæmis innan Evrópusambandsins. Engin leiðanna er hins vegar einföld eða auðfarin. Dýrkeyptur gjaldmiðill VIKUSPEGILL»4 VIKUSPEGILL»8 GEFA á fólki kost á að draga tíma- bundið úr afborgunum af verð- tryggðum lánum, frysta jafnvel höf- uðstólsgreiðslur, til að hjálpa því að komast yfir versta kúfinn. Þetta er álit Gylfa Magnússonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ. Hann segir aðgerðir af þessu tagi ekki einungis raunhæfar heldur jafn- vel óhjákvæmilegar. Þær þurfi held- ur ekki að vera svo kostnaðarsamar fyrir lánveitandann, einfaldlega vegna þess að hann standi frammi fyrir því að lántaki geti ekki greitt af láninu. „Þá er best að horfast í augu við vandann og taka á honum í sam- einingu frekar en fara í hart. Það hef- ur ekkert upp á sig við núverandi að- stæður í þjóðfélaginu.“ Benedikt Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri Búseta á Akureyri, vill láta frysta verðtrygginguna út árið 2009 en því er spáð að brattasta verð- bólguskeiðið verði þá um garð geng- ið. „Tímann þangað til eigum við að nota til að teikna upp plan sem losar okkur endanlega við verðtrygg- inguna.“ Ekki tilefni til inngrips Bjarni Bragi Jónsson, sem var hagfræðingur Seðlabankans þegar verðtryggingunni var komið á 1979, er hins vegar á því að ekki sé tilefni til inngrips, enda standi hver einasti lánssamningur með lánskjaravísitölu traustum fótum í stjórnarskrárvörð- um eignarréttarákvæðum. | 12 Frysting jafnvel óhjákvæmileg Vangaveltur um verðtryggingu ELÍS Pétursson, bassaleikari í Jeff Who?, segir pabba sinn, Pétur Einarsson leikara, vera mikinn græjukall, sem þurfi þó ekki mikinn lúxus í veiðiferðum. Honum brá mikið þegar hann sá pabba sinn drepinn á skjánum í myndinni Hrafninn flýgur en komst þannig að því hvað felst í því að vera leikari. Þeir léku feðga í Þrúg- um reiðinnar í Borgarleikhúsinu og þar lærði Elís á gít- ar en KK kenndi honum að spila. Sjálfur gerði Pétur tilraun til að læra á gítar þegar hann var ungur, fékk notaðan gítar og gerði hann upp, en aldrei varð nein al- vara úr framhaldinu. Elís er því föðurbetrungur í gítar- leiknum. | 22 Tengsl Péturs Einarssonar leikara og Elísar í Jeff Who? Morgunblaðið/Ómar Feðgar sem veiða saman EINN dáðasti rokkari landsins, Guðmundur Rúnar Júl- íusson, lést aðfaranótt föstudags. Rúnar öðlaðist ungur landsfrægð sem bassaleikari í ís- lensku bítlahljómsveitinni Hljómum, en hljómsveitin kom fyrst fram árið 1963. Hann starfaði alla ævi að tón- list og rak eigin hljómplötuútgáfu, Geimstein, um ára- tuga skeið ásamt lífsförunaut sínum, Maríu Bald- ursdóttur. Þau ráku einnig hljóðver, Upptökuheimilið Geimstein, á heimili sínu. Rúnars er minnst á miðopnu Morgunblaðsins. Þar eru svipmyndir frá ferli hans og átta samferðamenn hans minnast samstarfsins og samverunnar. | 32 Rokkarinn fallinn frá Rúnar Júlíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.