Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 www.skalholtsutgafan.is FÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN mun leggja fram tillögur við fjárlaga- nefnd Alþingis í vikunni um mögulegan niðurskurð frá því sem ætlað er í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Nefndarmenn í fjárlaganefnd bíða eftir tillögupakka rík- isstjórnarinnar og ljóst er að ráðherrar takast á sín í milli um hvar mestur sparnaður eigi að verða. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa verið reif- aðar hugmyndir, meðal annars innan stjórnarráðsins, um ríflega 400 milljóna króna sparnað með því að verkefni Varnarmálastofnunar fari a.m.k. að hluta til annarra stofnana, sem sinna eftirliti með flugi og siglingum. Ratsjáreftirlitið yrði þá rekið samhliða almennu eft- irliti með flugumferð og gagnatengingar Varnarmála- stofnunar og löggæslu- og öryggisstofnana yrðu sam- nýttar. Yfir 800 milljónir króna í ratsjáreftirlit Tæpur einn og hálfur milljarður er ætlaður til reksturs Varnarmálastofnunar á næsta ári en á þessu ári var yfir 800 milljónum varið til ratsjáreftirlitsins. Til samanburðar má nefna að ríkislögreglustjóri á að fá tæpa 1,4 milljarða króna til síns reksturs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Tillögur koma í vikunni  Næst 400 milljóna sparnaður með breytingum á Varnarmálastofnun?  Fjárlagafrumvarpið að mestu órætt og óvíst hvenær Alþingi fer í jólafrí Í HNOTSKURN »Þriðja umræða um fjár-lagafrumvarpið á að fara fram eigi síðar en 15. des. »Annarri umræðu er hinsvegar ólokið og Alþingi fer því sennilega ekki í jólafrí undir lok næstu viku eins og upphaflega var ráð- gert. AÐ reykja hangikjöt er allnokkur kúnst svo vel sé og hluti af okkar bændamenningu. Á flest- um bæjum voru til sérstakir reykkofar. Kjötið þarf að salta hæfilega og reykja verður í ákveðinn tíma eftir því hve stór stykkin eru sem reykja skal. Bræðurnir Úlfar og Einar á Flúðum tóku niður jólahangikjötið í vikunni. Þeir hafa náð góðri leikni við að reykja en þeir segjast hafa lært það af afa sínum Einari Jóns- syni, sem bjó í Reykjadal í Hreppum. Þeir nota mest tað og sögðu að skilyrði væri að stinga út úr fjárhúsunum eftir fengitíma og hlógu dátt þegar myndasmiður smellti af. Hér er Einar með lambatungur en stærri bitarnir eru trippa- kjöt. Það er allnokkur kúnst að reykja hangikjöt Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ALLT stefnir í að Strætó bs. hefji akstur til Borgarness og Selfoss um áramót. Bílstjórum verður þó ekki fjölgað heldur verður aksturinn í höndum verktaka. Að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra Strætó, hefur undirbúningur staðið yfir um allnokkurt skeið af hálfu sveitarfélaganna. „Ég á von á því að þetta verði með svipuðum hætti og á Akranesi, þar sem þessi þjónusta fór hægt af stað en óx hratt fiskur um hrygg.“ Reynir segir aksturinn verða í höndum verktaka sem umrædd bæjarfélög semja við. „Við önnumst hins vegar framkvæmd aksturssamningsins, skipuleggjum akstur- inn og fellum hann að okkar leiðarkerfi.“ Reiknað er með töluverðum hópi farþega á þessum nýju leiðum. Strætó tekur upp svæðaskipt fargjald „Ákveðnir hópar farþega hafa alltaf nýtt sér almenn- ingssamgöngur vel, s.s. námsmenn, enda er mjög dýrt að reka bíl á Íslandi,“ segir Reynir. „Þegar þrengir að þrýst- ir það kannski enn meira á þessa þjónustu.“ Samfara því að hefja akstur á nýju leiðunum er gert ráð fyrir að Strætó taki upp nýtt fyrirkomulag á gjald- skrám sínum. Þeim verður skipt eftir fargjaldasvæðum eða „sónum“ (zones). Verða svæðin fjögur og mun kosta þrisvar sinnum meira að ferðast á fargjaldasvæði þrjú en svæði eitt. Til dæmis verður höfuðborgarsvæðið innan fargjaldasvæðis eitt, gert er ráð fyrir að Borgarnes og Árborg falli undir svæði fjögur sé lagt upp frá Reykjavík en Hveragerði og Akranes undir fargjaldasvæði þrjú. Ekki eru ráðgerðar hækkanir á gjaldskránni. ben@mbl.is Strætó hefur akstur til Selfoss og Borgarness Morgunblaðið/Ómar Nýjar leiðir Stefnt er að því að Borgarnes og Selfoss bætist við leiðakerfi Strætó bs. frá áramótum. EINUNGIS þrjú viðunandi tilboð bárust í átta byggingarlóðir í Hraunsholti og Garðahrauni sem Garðabær bauð út á dögunum. Tilboðum í hinar lóðirnar var hafnað þar sem þau reyndust of lág. „Þessar lóðir eru á fínum stöð- um og það var slegist um þær á sínum tíma,“ segir Gunnar Einarsson bæjar- stjóri. „Hins vegar er ástandið allt ann- að í dag svo það kom okkur skemmtilega á óvart að losna þarna við þrjár lóðir.“ Þegar lóðirnar voru fyrst boðnar út í byrjun árs 2007 segir Gunnar bæinn hafa farið þá leið að hafa lág- marksverð byggingarréttarins á lóðunum tvöfalda upphæð gatna- gerðargjalda auk gatnagerðargjald- anna sjálfra sem fari eftir stærð lóðanna og húsanna. „Lóðir frá einkaaðilum á öðrum stöðum í bæn- um voru að fara á hærra verði en það á þessum tíma. En þetta er svo sem allt afstætt í dag.“ Lágmarks-gatnagerðargjöld eru að hans sögn í kringum 5 milljónir, sem þýðir að lágmarks-lóðarverð ætti að vera um 15 milljónir. Til- boðin sem tekið var hljóðuðu upp á 13,5 til 15,4 milljónir. Tilboðin, sem var hafnað, voru hins vegar öll und- ir 10 milljónum. Segir Gunnar þær lóðir verða áfram til sölu hjá fast- eignasölum. ben@mbl.is Lóðatilboð reyndust of lág Gunnar Einarsson Voru langt undir lág- marksverði bæjarins VINSTRI GRÆN hafa boðað til aukaflokksráðsfundar á Grand hóteli í Reykjavík í dag, sunnudag. Fundurinn hefst klukkan 14 með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, for- manns flokksráðs. Því næst fer for- maðurinn Steingrímur J. Sigfússon yfir aðgerðaáætlun VG um efna- hagsmál. Síðan verða almennar um- ræður og afgreiðsla mála. VG halda aukafund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.