Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 10
Ummæli Hann mun vera að vitna í símtal við mig sem ég man nú ekki sjálfur eftir. Geir H. Haarde forsætisráðherra spurður um þau orð Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra á fundi viðskiptanefndar Al- þingis að stjórn Seðlabankans hefði varað ríkisstjórnina við því í júní að 0% líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af. Þingmenn væru á tvöföldum lágmarks- launum – þar með væri lágmarkslaun- unum sjálfkrafa borgið. Ein af tillögum sem Pétur Gunnarsson rit- höfundur setti fram í pistli sínum í Morg- unblaðinu til að koma á réttlátara sam- félagi. Áreynslulaust lætur Ólafur Ragnar [Grímsson, forseti Íslands] staðreyndir ekki spilla leiftrandi frásögnum og fyr- irhafnarlaust aðhyllist Ólafur Ragnar andstæð viðhorf og stefnur. Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi for- setaritari, í grein í Morgunblaðinu. Ég held því fram að þetta séu hroka- fyllstu yfirlýsingar sem ég hef heyrt af hálfu embættismanns á mínum ferli, þegar hann [Davíð Oddsson] segir að hann ætli sér að gegna stöðu seðla- bankastjóra í nokkur ár í viðbót. Valgerður Sverris- dóttir, formaður Framsóknar- flokksins. 10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Hún var athyglisverð grein ÓskarsBergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og formanns borgarráðs, hér í Morgunblaðinu í fyrradag, undir fyrirsögninni Foring- inn kvaddur. Óskar sýndi Guðna Ágústssyni drengskap í þessari kveðjugrein, dyggð sem virðist vera orðin mjög sjaldgæft fyrirbæri í Framsóknarflokknum, þar sem menn virðast hafa tamið sér í æ ríkara mæli hnífaköst og víg úr launsátri.     Kannski hér sékomin forysturöddin sem Framsókn þarf svo skelfi- lega á að halda í eigin forystutómi!     Óskar beitti rammíslensku tungu-taki sem hver framsóknar- maður getur verið stoltur af!     Hann gerði heldur lítið úr Evrópu-sambandssinnum Framsóknar og sagði svo: „Það er því eins gott að samningsmarkmiðin verði skýr og þeir gleymi ekki þeim hópi samfél- agsins sem á afkomu sína undir landbúnaði og sjávarútvegi. Sá hóp- ur hefur lengst af verið hryggjar- stykkið í baklandi Framsóknar- flokksins. Guðni Ágústsson hefur aldrei misst sjónar á þeim hópi og því er skarð fyrir skildi.“     Síðar segir Óskar: „Á meðan mið-stjórnarmenn Framsóknar- flokksins kvörtuðu yfir engri stefnu, engu trausti, engri forystu og eng- um kjósendum var Guðni Ágústsson að leggja á ráð, sem hefðu gengið upp ef hann hefði fengið vinnufrið. Stefnan, traustið og forystan var til staðar hjá fráfarandi formanni, en kjósendur koma ekki, frekar en fé af fjalli, ef smalarnir fylkja sér ekki á bak við fjallkónginn.“     Hér mælir maður sem kannskigæti haldið Framsóknar- flokknum, sem var, á lífi, jafnvel við góða heilsu! Ekki satt? Óskar Bergsson Til forystu fallinn?                            ! " #$    %&'  ( )                       * (! +  ,- . / 0     + -                              12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (         !!  ""! "#" $"  $  %          :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? $   $ '$      $          '$                                   *$BCD                  !"# $  $      %$  $# *! $$ B *!   ( #)*" ")"   + , <2  <!  <2  <!  <2  ( *!"-  ."/ !0 E -                       87  & ' #     (    "$ "  ' #    ) *  +    "  $# " ,#' # -  6  2  .  /  0"# # "     1          # 2       B        #  "2    ' #    .# *  +     " $# "     1%!! "#"22 !"+#"3 +"-  "4 $" " $"'$ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR Það hefur stundum sett að mér ónotahroll und- anfarnar vikur, vegna þess hve menn eru í raun og veru miklar skræfur – hreinræktaðir hugleys- ingjar, þegar til þess kemur að þora að hafa skoð- anir og koma fram undir nafni, þegar þær eru reif- aðar. Fyrir réttum tveimur vikum birtist hér í Morg- unblaðinu fréttaskýring sem ég skrifaði, undir fyr- irsögninni Sjónarspil og sýndarleikir Glitnis og FL. Síðan þetta var hefur mér borist ótrúlegur fjöldi tölvupósta, símtala og smáskilaboða, sem flest hafa verið afar hvetjandi og jákvæð. Skilaboð þar sem lesendur þakka fyrir skrifin og biðja um frekari skrif af sama toga. Þetta þykir mér auðvitað vænt um og lít á sem hvatningu til þess að halda áfram á sömu braut, þótt afar erfiðlega hafi gengið að afla frekari upp- lýsinga úr bankakerfinu, eftir að greinin birtist. Það sem ég á hinn bóginn er ósátt við og tel lýs- andi dæmi um lítilmennsku sumra viðmælenda símleiðis, tölvupóstritara og sendenda smáskila- boða (sms) er þegar þeir hringja í mig úr óskráðu númeri, senda mér sms úr óskráðu númeri og senda mér tölvupóst úr einhverjum tilbúnum leyni- netföngum, þar sem haft er í hótunum við mig; ég sökuð um óheiðarleg vinnubrögð og lygar; ég er sögð drifin áfram af annarlegum hvötum og fleiri smekkleysur í slíkum dúr fylgja gjarnan með. Mig langar til þess að spyrja þessi lítilmenni hvers vegna í ósköpunum þau þora ekki að koma fram undir nafni; hvað er svona skelfilegt við það að reifa ólík sjónarmið og skoðanir og geta staðið með sjálfum sér, með því að tala undir nafni, en ekki dul- nefni eða nafnleysi? Svo hafa mér verið eignuð skrif, sem ég hvergi setti á blað, hvorki í ofangreindri grein, né öðrum. Því hefur verið haldið fram að ég hafi skrifað að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi sett fjármuni inn í Stím. Það skrifaði ég ekki, heldur að hann, stjórn- armaður í FL, og Hannes Smárason, þá stjórn- arformaður í FL Group, ákváðu í félagi við einn tvo aðra að stofna leynifélag sem myndi kaupa upp bréf í FL og Glitni til þess að halda uppi verði á bréfum félaganna. Í gær var upplýst hér í blaðinu að þriðji maðurinn var Pálmi Haraldsson í Fons og að FS37 sem varð síðar Stím var í eigu FS38, eignarhalds- félags í eigu Fons. Slóðin og uppruninn sem sé eins vandlega falin og mögulegt var! Svo eru menn að biðja um gagnsæi í viðskiptum! Þess hefur verið krafist að ég biðjist afsökunar á þessum skrifum mínum og öðrum, bæði af nafn- greindum og ónafngreindum mönnum. Það geri ég ekki. Þá hefur huldumaðurinn Jakob Valgeir Flosa- son, stjórnarformaður Stíms og jafnframt eini stjórnarmaðurinn, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann og félög honum tengd skulda rúma 19 milljarða króna í Landsbankanum. Merkilegt að Jakob Valgeir skuli finna hjá sér hvöt til þess að upplýsa óumbeðið um eigin skulda- stöðu inni í Landsbanka, ekki satt?! Skyldi þessi upplýsingafúsleiki útgerðarmanns- ins að vestan hafa eitthvað með það að gera, að sér- legur blaðafulltrúi hans hafði samband við mig á laugardag í síðustu viku og bauð upp á að okkur á Morgunblaðinu bærist yfirlýsing téðs Jakobs Val- geirs í tíma fyrir Sunnudags-Mogga, svo fremi sem ég lofaði honum því að fyrirsögnin á yfirlýsingunni yrði „jákvæð“! Þar sem ég kunni ekki við vinnubrögð af þessum toga, sem eru ekki einu sinni blaðurfulltrúum sam- boðin, svaraði ég honum á þann veg, að slíkir samn- ingar væru aldrei gerðir. Honum vafðist hvorki tunga um tönn, háls né herðar, því hann sagði bara svona ofur kumpánlegur: „Láttu ekki svona Agnes. Þú ert búin að drulla upp á bak á manninum.“ Enn síður kunni ég að meta þessa ógeðfelldu, grafísku lýsingu á eigin skrifum og bað blaða- fulltrúann að skila því til umbjóðanda síns, að ég væri í miðjum klíðum að afla upplýsinga um skulda- stöðu hans innan Landsbanka, í sjö mismunandi fé- lögum. Þær upplýsingar sem ég væri þegar komin með bentu til þess að skuldir Jakobs Valgeirs ehf. og tengdra félaga væru í kringum 18,8 milljarðar króna. Jakob Valgeir ehf. skuldaði eitt um 12 millj- arða króna og hvert kíló í veiðiheimildum Jakobs Valgeirs á Bolungarvík hefði þannig verið sett að veði og dygði þó ekki nema um helming upp í þá skuld, þannig að nú ætti Landsbankinn kvóta þeirra Bolvíkinga. Það þarf vart að geta þess að kveðjurnar frá blaðafulltrúanum voru afar snubbóttar og yfirlýs- ingin barst ekki fyrir prentunartíma Sunnudags- Mogga. En í yfirlýsingunni voru einnig upplýsingar um skuldastöðu Jakobs Valgeirs ehf. og tengdra félaga um liðlega 19 milljarða skuldir inni í Landsbanka og kann ég blaðafulltrúanum og Jakobi Valgeir hugheilar þakkir fyrir þá yfirlýsingu, því hún spar- aði mér heilmikla vinnu! Jakob Valgeir kveðst ekki hafa verið neinn lepp- ur, en hann geti ekki sagt til um það hvers vegna hann hefur verið einn í stjórn Stíms. Hann hafi ekki fengið neina þóknun fyrir að kaupa í Stím og hann hafi ekki lánað nafn sitt fyrir aðra. Svo?! Ef Jakob Valgeir kallar þetta efnisleg svör, þá er hann á villigötum. Í grein minni fullyrti ég ekkert um þóknun til hans fyrir vikið, heldur lét slíkt af ásettu ráði „liggja milli hluta“. agnes@mbl.is Agnes segir … Lýst eftir kjarkmönnum Án andlits Þeir hafa verið án andlits og nafns sem hafa haft í hótunum, verið með dylgjur og ásakanir að undanförnu. Andlitslausir menn og þar af leiðandi nafnlausir voru írsk-breska listmálaranum Francis Bacon einmitt hugleikið yrkisefni á síðustu öld, er hann orti á striga. Íslenska þjóðin þarf að gera upp við sig hvort hún vill sækjast eftir tækifær- unum sem felast í núver- andi krísuástandi eða feta braut háskans. Claus Møller, stofnandi Time Manager International (TMI) og sér- fræðingur í krísuráðgjöf, var meðal frum- mælenda á fullveldisfundi Útflutningsráðs. Valdastéttin brást skyldum sínum og heldur því nú fram að allir beri ábyrgð á skipbrotinu svo öruggt sé að enginn beri ábyrgð. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur á þjóð- fundinum á Arnarhóli 1. desember. Yfirleitt gerðu menn sér ekki grein fyrir því að öll þjóðin hefði verið látin bera ábyrgð á þessari svonefndu útrás og hátimbruðum höllum peninganna, sem voru í öllum fréttum kynntar með glæsibrag. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, þegar hún ávarpaði fund sendiráðs Íslands í London. Verði ég hins veg- ar þvingaður úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin. Davíð Odds- son seðla- bankastjóri í viðtali í danska dag- blaðinu Fyens Stifts- tidende. ’ Þeir drukku allir of mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.