Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttaskýring MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Eftir Freystein Jóhannsson og Orra Pál Ormarsson Í greinargerð Tryggva ÞórsHerbertssonar til Lands-samtaka lífeyrissjóða í nóv-ember 2004 nefnir hann að fyrstu tilraunir með verðtryggingu á Íslandi voru gerðar 1955 við húsnæðisfjármögnun. „Full fram- kvæmd verðtryggingar hófst síðan með spariskírteinum ríkissjóðs ár- ið 1964 en sú ráðstöfun nýttist til almennrar lagasetningar um verð- tryggingu fjárskuldbindinga árið 1966. Þessi lagasetning var þó svo miklum annmörkum háð að verð- trygging varð ekki almenn fyrr en rúmum áratug síðar.“ Verðtryggingu var almennt komið á með Ólafslögunum frá 10. apríl 1979, en framkvæmd laganna tafðist vegna opinberrar íhlutunar í vaxtaákvarðanir, þar til 1984 og 86 að innleitt var vaxtafrelsi inn- lánsstofnana. 132% verðbólga Bjarni Bragi Jónsson segir í Verðtryggingu lánsfjármagns og vaxtastefnu á Íslandi, að helztu efnahagslegu forsendur verð- tryggingar lánsfjár hafi verið verðbólga úr hófi fram, opinber íhlutun í fjármagnskjör og skerð- ing og allt að því hrun innlends lánsfjár, sem af þessu leiddi. Bjarni Bragi segir að við sögulega yfirsýn megi spyrja, hvort úrslit verðbólgu til langs tíma hafi ekki verið ráðin um áratugamótin 1960. 1962-72 var meðaltal „mjög rykkj- óttrar verðbólgu 12%, en náði hæst 21,7% 1969 eftir gengisfell- ingu og þarnæst 19,5% 1964 eftir kaupsprengingu.“ Meðalverðbólg- an 1973-83 varð 46,5% og fór hæst í 84,3% 1983. „Yfir styttri tíma má fá fram hærri toppa, hæstan 132% árshækkun yfir 4 mánuði miðsetta í mars 1983.“ Undir lok áttunda áratugarins höfðu vextir verið neikvæðir um langt skeið og meðan lántakendur „græddu“ á því að þurfa ekki að greiða lán að raunvirði, brann sparifé fólks upp í verðbólgunni. Í umræðunni um þetta óréttlæti bar hátt frasann að ekki gengi að brenna upp sparifé aldraðra. Í þessu umhverfi má segja að al- menn samstaða hafi myndazt um verðtryggingu. Ólafslög Verðtryggingin birtist svo sem hluti laga um stjórn efnahagsmála og fleira, sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra mælti fyrir á Al- þingi í marz 1979. Ólafur flutti frumvarpið upp á sitt eindæmi með samþykki Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, en þriðji stjórn- arflokkurinn, Alþýðubandalagið, vildi ekki standa að flutningi frumvarpsins vegna ágreinings um verðbætur á laun. En hvað sem þeim ágreiningi leið voru lögin samþykkt, kennd við Ólaf Jóhann- esson og verðtryggingakerfi þeirra á fjárskuldbindingum er enn við lýði. Þegar Ólafslögin tóku gildi hóf Seðlabankinn að reikna út láns- kjaravísitölu, sem var að tveimur þriðju hlutum byggð á neyzlu- verðsvísitölu og einum þriðja byggingavísitölu. Í febrúar 1989 var viðmiðunum breytt þannig að stofnarnir urðu þrír, neyzluverðs- vísitala, bygginga- vísitala og launavísitala, hver að einum þriðja. Þannig var vísitalan reikn- uð til marz 1995, en þá var vísitala neyzluverðs ein lögð til grundvall- ar og þannig hefur Hagstofa Ís- lands birt lánskjaravísitöluna síð- an. 1995 var ákveðið að minnka verðtryggingu í áföngum og 1998 varð óheimilt að verðtryggja styttri innlán en til þriggja ára og styttri útlán en til fimm ára. Í lög- um um vexti og verðtryggingu frá 2001 með breytingum 2007 er þeim sem velja verðtryggingu fjárskuldbindinga sinna gert skylt að nota neyzluverðsvísitöluna til viðmiðunar. Seðlabankanum var falið að ákveða lágmarkstíma verðtryggðra lána og innistæðna og setti reglur sem kveða áfram á um 5 ár á útlánum og 3 ár á inn- lánum. Verðtrygging eða ekki Þegar menn töldu verðbólgu- drauginn kveðinn í kútinn og stöð- ugleika kominn á íslenzkt efna- hagslíf vöktu menn upp umræðuna um verðtryggingu eða ekki verð- tryggingu. Þeir sem vildu verð- trygginguna burt sögðu hana mis- muna lánveitendum og lántakendum þannig að þeir síð- arnefndu bæru nær alla áhættu vegna veð- skulda og lána- samninga en mótrökin voru/eru að verðtryggingin sé bjargvættur sparnaðarins auk þess sem afnám hennar gæti leitt til styttri láns- tíma og hærri vaxta. Þá hefur hún áhrif á lífeyrissjóðina, sem eru með stóran hluta eigna sinna í verðtryggðum skuldabréfum og því kunni afnám verðtryggingar að hafa áhrif á eftirlaun Íslend- inga í framtíðinni. Þegar þjóðarsáttin var gerð 1990 kom fram í markmiðslýs- ingum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins að afnema ætti verðtryggingu samfara lækkun verðbólgunnar. Þessu var ekki fylgt eftir, þegar verðbólgan hjaðnaði og nú er sú lota að minnsta kosti töpuð hvað þetta varðar. Jóhanna Sigurðardóttir mælti á Alþingi 15. marz 2005 fyrir tillögu til þingsályktunar um afnám verð- tryggingar á fjárskuldbindingum. Í máli Jóhönnu kom fram að þetta var í þriðja sinn á jafnmörgum þingum sem þingmenn Samfylk- ingarinnar fluttu slíka tillögu. Jó- hanna taldi líklegt að meirihluta- stuðningur væri við málið á Alþingi, því þrír stjórnmálaflokk- ar, Samfylkingin, Framsókn- arflokkurinn og Frjálslyndir hefðu ályktað í þessa Í almennri umræðu um efnahagsmál er nú hart sótt að verðtryggingunni; margir vilja leggja hana af en aðrir telja það óráðlegt, að minnsta kosti ótímabært einsog málum er nú háttað. En hvað sem skoðunum manna líður er verðtryggingin söm við sig. Hún nærist á verðbólgu og sækir kraft í vísi- tölu neyzluverðs til að telja upp innlán fólks og skuldir, sérstaklega húsnæð- islán, sem eru um 60% af verðtryggðum útlánum einstaklinga. Verðtrygging: Blessun Það er útbreiddur misskilningur að verð-tryggingin sé eitthvert leikfang í hönd-um stjórnmálamanna sem hægt er að hnoða eins og leir. Staðreyndin er þvert á móti sú að hver einasti lánssamningur með lánskjaravísitölu stendur traustum fótum í stjórnarskrárvörðum eignarréttarar- ákvæðum,“ segir Bjarni Bragi Jónsson, sem var hagfræðingur Seðlabanka Íslands þegar verðtryggingin var bundin í lög fyrir tæpum þremur áratugum. Aðspurður hvort ekkert sé þá hægt að gera fyrir fólk sem á í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum af verðtryggðum lánum segir hann stjórnvöld verða að meta hvort þau hafi tök á því að beita mann- kærleika án þess þó að lánveitendum verði gert að gefa eftir sína hagsmuni. „Þá er ég að tala um ný lán eða endurskoðun eldri lána.“ Ekki tilefni til vorkunnsemi Bjarni Bragi er þeirrar skoðunar að ekki sé tilefni til vorkunnsemi við skuldara eftir ára- tuga góðæri, með einstaka slaka inn á milli. „Það er heldur ekki eins og fólki hafi verið stillt upp við vegg, ég veit ekki hvernig Íbúðalánasjóður gerir þetta, ég hef ekki skipt við hann, en bankarnir hafa alltént boðið fólki að velja um skilmála og flestir hafa tekið verðtrygginguna fram yfir óverðtryggð lán og lán í erlendri mynt þangað til síðasta árið eða tvö að fólk fór að velja gengiskörfulánin með alveg hroðalegum afleiðingum. Menn bæta þann skaða ekki upp með því að gefa eftir verðtrygginguna.“ Bjarni Bragi álítur að ástandið, upp að 80% að magni íbúðastofnsins, sé sæmilega heil- brigt og lántakar hafi létt talsvert á sér. Fyr- ir vikið sé ekkert vit í því að bjóða almennan Ekki hægt að hnoða eins og leir styrk á alla línuna þar sem allsherjarneyð blasi þrátt fyrir allt ekki við. „Það er ekkert sem kallar á efnahagslegt stjórnlagarof við þessar aðstæður. Þar fyrir utan er ekkert vit- að um það hvað þeir sem eiga lánin eru til- búnir að slaka mikið á gagnvart skuld- endum.“ Hann kveðst alla tíð hafa haft tröllatrú á verðtryggingunni en ef tala megi um veilu í kerfinu sé hún í því fólgin að ákveðin áhætta sé tekin þegar samið er nokkuð langt fram í tímann, þ.e. fram yfir það tímaskeið sem menn hafa örugga tilfinningu fyrir því hvað muni gerast á fjármagnsmarkaði. „Fólk verð- ur alltaf vonsvikið þegar það upplifir ekki sín- ar væntingar.“ Fordæmi fyrir heiminn Til að koma í veg fyrir þetta segir Bjarni Bragi skynsamlegt að tengja vextina við ein- hverja markaðsprósentu sem sé raunsær mælikvarði fyrir báða aðila, þ.e. lántaka og lánveitanda. „Þetta gætu verið kjörvextir með einhverju staðalálagi eða t.d. ríkisskuldabréf eða annað sem hefur nógu mikla dýpt á markaðnum. Þarna erum við að tala um stöðl- uð tilboð sem yrðu að samningsatriði við það að koma á lánasamningi. Þetta gæfi mönnum tækifæri til að endursemja við ákveðna bjöllu- hringingu á markaðnum og drægi þar með úr áhættu lántakans.“ Bjarni Bragi segir það mikinn misskilning að verðtryggingin muni hverfa eins og dögg fyrir sólu gangi Ísland í Evrópusambandið. „Værum við komin inn í ESB sé ég samt ekki betur en við Landsbankinn, svo ég taki minn viðskiptabanka sem dæmi, gætum samið um það að milli okkar í lánum skuli vera verð- trygging. Ég bið um sönnun fyrir því að það sé ekki hægt!“ Hann segir nær að snúa dæminu við. Kveðst vera svo mikill þjóðernissinni að hann sé stoltur af að halda því fram að fyrst við Ís- lendingar getum kennt Evrópubúum á afla- stjórnun og auðlindaskatt hljótum við líka að geta kennt þeim skynsamlegt framferði í hag- stjórn. „Verðtryggingarkerfið er ekkert ann- að en eftirlíking á verðbólgulausu kerfi og ég brenn í skinninu að það verði fordæmi fyrir heiminn.“Bjarni Bragi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.