Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 14
HEILSU- OG UPPELDISSKÓLI ÍAK Einkaþjálfaranám ÍAK einkaþjálfaranámið er 9 mánaða fjarnám sem miðar að því að skapa framúrskarandi einkaþjálfara með yfirgripsmikla þekkingu á heilbrigði einstaklingsins. Námið er bæði bóklegt og verklegt en verklegi hlutinn er kenndur á vinnuhelgum. ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum ýmissa hópa og hentar fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenn- ingi sem vill auka þekkingu á sviði þjálfunar og næringar og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði þjálfunar, meiðslaforvarna og uppbyggingar eftir meiðsl. Sjúkraflutningar Starfsnám sjúkraflutningamanna veitir nem- endum góðan og hagnýtan undirbúning að alhliða starfi á því sviði. Námið er verklegt og bóklegt. SKÓLI SKAPANDI GREINA Frumkvöðlanám Eins árs diplomanám á háskólastigi sem gefur nemendum tækifæri til að þróa hugmynd sína til fullbúinnar viðskiptaáætlunar undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins í þessum efnum. Námið er skipulagt í samstarfi við verkfræðideild Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Áhersla er lögð á hagnýtt nám með skýru markmiði, þ.e. að í lok þess standi nemendur uppi með fullþróaða viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun sem tilbúin er til fjármögnunar. Viðskiptalist Tveggja ára diplomanám á háskólastigi fyrir þá sem vilja takast á nýstárlegan og skapandi hátt við viðskipti svo og þá sem vilja starfa að skapandi greinum (creative industries). Viðskiptanám með aðferðum listaskólans. ORKU- OG TÆKNISKÓLI Tæknifræði Orku- og tækniskóli Keilis býður þrjár námsleiðir: orkutæknifræði, framleiðslutæknifræði og mekkatróník tæknifræði fyrir áhugasama og skapandi einstaklinga. Um er að ræða krefjandi nám sem veitir framúrskarandi þekkingu og færni í tæknifræði. Í orkutæknifræði er lögð áhersla á vist- væna orku eins og jarðvarma-, vind-, sjávar- og efnaorku. Framleiðslutæknifræði er með áherslu á orkufrek framleiðsluferli (t.d. álframleiðslu). Mekkatróník tæknifræði fjallar um hönnun, ástandsmælingar og rafeindastýringar á vélrænum kerfum. Námið skiptist í 180 ECTS einingar til BSc. gráðu og viðbótareiningar til að geta sótt um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur. SAMGÖNGU- OG ÖRYGGISSKÓLI Einkaflugmannsnám Bóklegi hluti námsins er fjarnám ætlað þeim sem vilja öðlast einkaflugmannsskírteini, þar á meðal verðandi atvinnuflugmönnum. Einkaflugmannsnám hjá Keili er metið til allt að 20 framhaldsskólaeininga. Flugumferðarstjórn Góður og hagnýtur undirbúningur að alhliða starfi flugumferðarstjóra. Atvinnuflugmannsnám með blindflugsréttindum Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun. Námið er metið til framhaldsskólaeininga. Flugrekstur Diplomanám á háskólastigi, ætlað þeim sem vilja starfa við rekstur flugfélaga og flugtengdrar starfsemi. Öryggisvörður Góður og hagnýtur undirbúningur að alhliða starfi öryggisvarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.