Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 18
18 Hönnun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 ERNA gull- og silfursmiðja Silfurarmband verð 64,900 kr. Njáluarmband hannað af Ríkharði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, Sími 552 0775 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Á rný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmund- ardóttir kynntust árið 2001 í Árósum í Dan- mörku þegar þær hófu báðar nám þar í arkitektúr. Þær voru samferða í námi, þó án þess að vera í sama bekk en þær bjuggu saman og áttu líka börn á sama tíma. Þær eiga báðar stelpur sem eru sín hvorum megin við fjögurra ára aldurinn og eru núna óléttar að öðru barni sínu. Helga tók síðustu tvö árin í námi í Kaup- mannahöfn en leiðir þeirra skildi þó ekki þar með. Þær fluttu báðar heim með fjölskylduna til Íslands fyrr á þessu ári og fóru að vinna hjá sömu arkitektastofu í Reykjavík. Þær segja það hafa verið ágætt meðan það varði en strax í haust var ekki meiri vinnu að fá. Jólaskraut og skartgripir Þær stóðu því uppi atvinnulausar 1. september en fengu þó fljótlega sjö vikna verkefnavinnu á annarri stofu, auk þess sem Helga var að vinna við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Á þess- um tíma versnuðu atvinnuaðstæður verulega eins og allir vita. Þær höfðu í september farið að leggja drög að Stássi og segja andrúmsloftið strax þá hafa verið orðið erfiðara og sjá ekki eftir því núna að hafa byrjað þá að búa í haginn fyrir framtíð- ina. Fyrstu gripirnir frá Stássi eru jólaskraut, annars vegar lína byggð á snjókornum og hins vegar jólatrjám. Snjókor- nalínan er ekki með sér- stökum götum til að hengja upp og er því líka hægt að leggja snjókornin á borð og nota þau sem borðskraut eða undir kerti og glös. „Það er mikill munur á því að vera á teiknistofu og teikna hús og því sem við er- um að gera núna. Við erum að gera hluti sem við fáum strax í hendurnar,“ segir Árný um vinnu þeirra nú. Munirnir eru úr gegnsæju og lituðu plexígleri sem er handteiknað í tölvu. „Þetta er skorið með sérstakri vél sem í raun sker teikningarnar út í staðinn fyrir að prenta þær út,“ segir Helga, sem vann mikið með þessa tækni á námsárunum í Kaup- mannahöfn og notaði hana til þess að gera ýmiss konar mód- el. Vélin veitir marga möguleika og vinna þær nú að því að finna sér fram- leiðslustað til framtíðar. Þær eru líka byrjaðar að framleiða ýmsa skartgripi og hafa hug á því að víkka starfsem- ina enn frekar út eftir áramótin og þá með ferðamenn í huga. Námið opnar ýmsar leiðir Þeim finnst vanta fleiri séríslenska hluti til sölu. „Þegar maður er að ferðast leitar maður að einhverju sem Samstiga stássmeyjar Vinkonurnar Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vil- mundardóttir eiga margt sameiginlegt. Þær eru báðar 29 ára, útskrifaðar arki- tektar frá Danmörku, misstu vinnuna, eiga von á sínu öðru barni í apríl og síðast en ekki síst eru þær farnar að hanna og selja skraut- muni úr plexígleri und- ir nafninu Stáss. Stofustáss Snjókornin taka sig vel út gegn birtunni í glugganum. Morgunblaðið/RAX Nýjasta nýtt Árný og Helga eru líka farnar að hanna og framleiða skartgripi. Stallsystur Árný og Helga í stofunni heima hjá þeirri síðarnefndu með nýjasta stássið fyrir framan sig. Eftir Snorra Snorrason HEKLA hét fyrsta Skymaster- flugvélin sem Loftleiðir keyptu 1947 til millilandaflugs. Fyrstu flugstjórar Heklu voru tveir af stofnendum fé- lagsins, Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen. Fyrrverandi Skymaster- flugstjórar Loftleiða eru hér, í fremri röð f.v. Magnús Guðmundsson, Smári Karlsson og Dagfinnur Stefánsson. Fyrir aftan Stefán Gíslason, Magnús Norðdahl og Ragnar Kvaran. Allir eiga að baki stórmerka flugsögu og mikla flugreynslu, þeir elstu allt frá stríðsárunum. Flugvélar Loftleiða voru málaðar samkvæmt tillögu Hall- dórs Sigurjónssonar yfirflugvirkja, sem einnig teiknaði merki félagsins. Breski málarinn Wilfred Hardy mál- aði Heklu fyrir Snorra Snorrason fyrrv. flugstjóra. Á myndinni er Hekla yfir Þjórsá og í baksýn er eld- fjallið fræga. Skymaster- kapparnir sex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.