Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 19
sérstakt en ekki fjöldaframleitt í Kína og flutt aftur til landsins og síðan selt sem minjagripur frá landinu,“ segir Árný og bætir við: „Okkur langaði líka að gera tækifærisgjafir fyrir fólk sem er að fara í matarboð og vill gleðja vini sína.“ Helga rifjar upp að á öðru ári hafi hún sótt kúrs sem var sérstaklega um það hvernig það væri að vera atvinnu- laus arkitekt. Þær hafa báðar orðið varar við að Danirnir hafi ekki endi- lega ætlað sér að verða arkitektar á teiknistofu. „Hugurinn hjá þeim var opnari.“ Helga segir að námið veiti þeim undirbúning fyrir margt. Hún segir að það byggist til dæmis á því að fá hug- mynd og þurfa að hlutgera hana. „Hlutverk arkitekts á byggingarstað er að samhæfa verkfræðinga, iðn- aðarmenn, verkkaupa og borgaryf- irvöld, arkitektinn er tengiliður. Það er síðan hægt að yfirfæra það á ýmislegt, þetta þarf ekki endilega að vera á byggingarstað,“ segir hún. „Okkur fannst mikilvægt að fara með vörurnar okkar alla leið, við velt- um fyrir okkur öllum þáttum frá nafni yfir í umbúðir, en þær verða loftþétt- ar,“ segja þær. Þær voru auðvitað í námi á meðan á uppganginum stóð og segja það „ótrú- lega súrt“ að allt fari niður á við eftir útskrift. Þær eru samt bjartsýnar og ákváðu því að gera eitthvað tengt náminu og halda sér þannig við. „Það er fínt að vera saman í þessu, þá verð- ur maður ekki eins svartsýnn,“ segir Helga og Árný útskýrir að hönnunar- vinnan eflist líka með samvinnunni. Vilja aukna vitund um hönnun „Ég er samt í eilífum Pollýönnu- leik,“ segir Helga. „Ég er bjartsýn að eðlisfari. Þetta á eftir að vera erfitt en þetta reddast. Við erum að leggja okk- ar af mörkum og erum ekki einar um það. Núna kemur nýtt og skemmtilegt tímabil, byggt á nýjum gildum. Fólk á eftir að endurskoða forgangsröðun sína og velta fyrir sér hvað skiptir máli,“ segir Helga og spyr hvort fólk vilji að allur sinn tími fari í að skapa peninga og eyða þeim. Þær vilja báðar sjá aukna vitund um íslenska hönnun hjá Íslendingum. „Við erum búnar að vera í Danmörku en þar hefur danskur arkitektúr og dönsk hönnun verið hluti af heimilinu síðan um 1960. Núna fyrst er íslensk hönnun að koma í einhverjum mæli inn á ís- lensk heimili. Fólk er að vakna til með- vitundar um þetta og vill frekar kaupa íslenskt. Það er að átta sig á því að það er ekki endilega allt frábært sem kem- ur frá útlöndum, við getum alveg ým- islegt sjálf. Það sem er íslenskt er aft- ur orðið nothæft og eftirsóknarvert.“ ‘‘NÚNA KEMUR NÝTT OG SKEMMTILEGTTÍMABIL, BYGGT Á NÝJUM GILDUM. 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Vildarkorthöfum VISA og Icelandair býðst nú spennandi jólatilboð. Þeim stendur til boða að velja á milli þriggja jólagjafabréfa hjá Icelandair og greiða fyrir með Vildarpunktum. Gjafabréfin eru tilvalin jólagjöf handa heimsborgaranum í fjölskyldunni. 10.000 Vildarpunktar jafngilda 6.000 króna gjafabréfi 20.000 Vildarpunktar jafngilda 13.000 króna gjafabréfi 30.000 Vildarpunktar jafngilda 20.000 króna gjafabréfi + Gjafabréfin eru eingöngu bókanleg á vefnum okkar, www.vildarklubbur.is BREYTTU VILDARPUNKTUM Í JÓLAGJÖF JÓLAGJAFABRÉF VISA OG ICELANDAIR GILDIR SEM INNEIGN UPP Í FLUGFARGJALD TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA ICELANDAIR Helstu skilmálar: Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald með Icelandair. Hægt er að nota eitt gjafabréf á hvern farþega í ferð. Gjafabréfið er hægt að nota fyrir hvern sem er. Gjafabréfin eru í sölu til 24. desember 2008. Ekki er hægt að breyta gjafabréfi aftur í Vildarpunkta. Gjafabréfið gildir í eitt ár frá útgáfudegi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 4 4 3 4 8 12 /0 8 VÖRURNAR frá Stássi eru nú þegar komnar í verslanir en þær má finna í Epal og Safnbúð Þjóðminjasafnsins. Til viðbótar fást gripirnir líka í nýrri verslun sem ber nafnið Herðubreið og er á Barónsstíg 27 en kollegar Árnýjar og Helgu standa á bak við reksturinn. Arkitektastofan Skapa & skerpa bíður kreppuna af sér í vari í kjallara húsnæðis síns en hef- ur þess í stað opnað búðina Herðu- breið á jarðhæð í samvinnu við Bryndísi Sveinbjörnsdóttur fata- hönnuð. Íslensk hönnun blómstrar víðar en Stáss verður einnig með bás á svokölluðum Desembermarkaði sem settur hefur verið upp að Laugavegi 172 við hlið Heklu og er tileinkaður íslenskri hönnun, hand- verki og nytjalist. Markaðurinn byrj- aði á föstudaginn og verður opið í dag á milli 12 og 18. Hann heldur svo áfram næstu helgi. Stelpurnar eru spenntar að taka þátt í markaðnum og þekkja slíka starfsemi vel frá Danmörku þar sem markaðir af þessu tagi blómstra og vonast þær eftir góðum viðtökum hér. Morgunblaðið/RAX Á jólamarkaði Grænt og vænt Jólatréð er sett saman úr tveimur hlutum. Sími 551 3010 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.