Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 25
háu verði, svo víðtæk vélvæðing til lands og sjávar, togarar og traktorar og allt sem þeim fylgdi, aðdrættir áburðar og fóðurbætis í landbúnaði, orka og aðfengin hráefni til vaxandi iðnaðar og annarra atvinnuvega. Yfirleitt hefur svonefndi hagvöxt- urinn sífellt orðið heldur hraðari. En það koma fyrir nokkur tímabil þegar hann stöðvast eða verður neikvæð- ur. Og viti menn: einmitt á sömu ár- um er oftast kalt í veðri. Fyrst er það fyrir 1920, svo um 1950, síðan á hafís- og kalárunum 1965 til 1970, þar á eftir á árunum 1979-1983 sem sum voru með hinum köldustu á 20. öldinni. Áhrif þess- arar kólnunar má telja að hafi verið veruleg þar sem mikill hagvöxtur sem er árin á undan og eftir þessum tímabilum verður að engu. En svo kemur afturförin í framleiðslu 1987- 1995 sem hér verður nánar vikið að. Misheppnuð fiskveiðistjórn Um 1985 hafði kuldi hafísáranna 1965-1970 skert viðkomu þorsk- stofnsins með því að þörungarnir og ætið fyrir ungviðið minnkaði í sjón- um, ekki síður en grasið á túnunum, og loftslagið náði ekki að hlýna aftur að ráði. En menn tóku ekki nóg tillit til þess, og ofveiði var mikil um og upp úr 1985, þar sem er dálítill topp- ur í framleiðslunni. Af því leiddi að allt of lítið af þorski náði 10 ára aldri, þegar hann er farinn að gefa af sér stór og lífvænleg hrogn, og enn er þetta vanrækt viðfangsefni fisk- veiðistefnunnar. Hrygningarstofn og þar með nýliðun hrundu þess vegna. Þorskaflinn var samt mikill í fyrstu meðan verið var að veiða úr stórum árgangi frá 1983, en minnk- aði síðan um meira en helming fram undir 1995 og hefur ekki náð sér á strik síðan, nema síður sé hin síðustu ár. Kemur ekki á óvart Þó að einhverjir verði hissa á tengslum hagvaxtar við lofthitann, vekja þau ekki undrun mína. Fyrir meira en fjórum áratugum byrjaði ég að kanna áhrif loftslags á hag Ís- lendinga, einkum í landbúnaði og sjávarútvegi. Í stuttu máli reyndist til dæmis að einkum á fyrri tímum ylli einnar gráðu hlýnun frá meðallagi aukn- ingu grassprettu um 15% og ylli einnig minnkandi fóðurgjöf búpen- ings um 15% vegna mildari vetra, en samtals ætti þetta að valda um 30% framleiðsluaukningu í landbúnaði. Í fiskveiðum hefur mér sýnst að áhrifin hafi verið síst minni, jafnvel 30-40% aukning afla vegna einnar gráðu hlýnunar frá meðallagi þegar til lengdar lætur. Nú hefur loftslagið hlýnað svo að hæfilegur þorskafli ætti að vera kominn í 350-400 þús- und tonn á ári, orðinn þrefalt meiri en núverandi kvóta svarar, ef virk- um hrygningarstofni hefði verið haldið í eðlilegri stærð. Því virðist svo sem misheppnuð stjórn fiskveiða hafi á síðustu ára- tugum valdið langvinnri og áberandi kreppu í hagsögu Íslendinga. Af þessu má ef til vill nokkuð marka hvað sjávarútvegurinn hefur mikil áhrif á hag þjóðarinnar, enn sem fyrr. Þess vegna þarf að fylgjast vel með áhrifum loftslags og nýtingar á hann, rétt eins og aðrar dýrmætar auðlindir þjóðarinnar. Morgunblaðið/RAX fölsuð skilti. Þar er bær sem heitir í raun og veru Obama og hefur heitið frá því löngu, löngu áður en Barack litli leit dagsins ljós. Obama ku merkja „Litla strönd“ á japönsku og þar búa rúmlega 30 þúsund manns. Bæjarstjórinn, Toshio Murakami, lýsti yfir stuðningi við bandaríska for- setaframbjóðandann og bæjarbúar klæddust bolum með myndum af Obama. Frambjóðandanum Obama, auðvitað. Bæjarstjórinn sendi bréf til fram- bjóðandans og með því hljómdisk með tónlist heimamanna og fallega matprjóna. Og frambjóðandinn launaði með hjartnæmu bréfi, þar sem hann lýsti innilegu þakklæti fyrir stuðninginn. „Við deilum ekki aðeins nafni,“ ritaði Obama í Bandaríkjunum til Obama í Japan, „heldur deilum við sömu jörð og berum sömu ábyrgð,“ skrifaði hann og er greinilega þegar farinn að temja sér forsetalegt tungutak. Margir litlir Obamar Þeir eru fleiri, Obamarnir, og á enn eftir að fjölga. Í Bandaríkjunum bú- ast menn við flóðbylgju lítilla Obama á næstunni. „Þetta verður vinsælasta strákanafnið,“ er haft eftir konu sem rekur barnanafnavefsíðu, sem á að auðvelda foreldrum valið. En ekki eru allir svo lánsamir að fá nafnið í vöggugjöf. Claudio Henrique dos Anjos var ósáttur við nafn sitt og fannst það ekki hæfa stjórnmála- manni í fátæku úthverfi Rio de Jan- iero. Svo hann skipti einfaldlega og kjósendur voru hinir sælustu að geta krossað við nafnið Barack Obama. Olema Þetta litla þorp komst í heimsfréttirnar fyrir skömmu. Obama Framtak gistihúsaeigandans vakti bæði athygli og deilur. Maður eins og ég 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 1. Hvaða þjóðlegu gildi eru þér mikilvæg- ust? Tunga og menning. 2. Af hverju ertu stoltust á starfsferl- inum? Að hafa staðið ekki bara með sjálfri mér heldur einnig vinnufélögum. 3. Ættirðu þess kost að gefa ráðamönnum þjóðarinnar eitt ráð, hvað myndir þú ráðleggja þeim? Farið í jólafrí, verið góð við fjölskyldur ykkar og ekki koma aftur. 4. Hver á að leiða þjóðina út úr yf- irstandandi hremmingum? Þau sem þjóðin ákveður að geri það. 5. Á að halda borgarafundi með reglulegu millibili, líka í góðæri? Vel til fundið spurningamaður. 6. Nefndu tvo helstu galla þína og tvo helstu kosti. Gallar: Þrjóska og óþolinmæði. Kost- ir: Sterk réttlætiskennd og góð lund. 7. Hvenær komst þú mest í hann krappan? Á rjúpu fyrir mörgum árum í Dimmu- borgum fyrir friðun. Aðeins of margar sprungur að detta í. 8. Hver og hvar ertu í þínum villtustu draumum? Jarðbundin mjög, er alltaf ég sjálf en ber fyrir mig bankaleynd hvað villtustu draumana varðar. 9. Hvaða manneskju lífs eða liðinni dáistu mest að? Móður minni. Gott skap hennar gegnum þykkt og þunnt er aðdáunarvert. 10. Hafa fjölmiðlar staðið undir væntingum í umfjöllun um efnahagskreppuna? Nei, þeir voru of linir og drottningaviðtöl við glæpamennina með öllu óviðunandi. 11. Hver er neyðarlegasta uppákoma sem þú hefur lent í? Get ekki munað neitt svona detta-á- rassinn-dæmi en þetta viðtal með þessari yfirskrift gæti verið svarið. 12. Hvaða tvo hluti myndirðu taka með þér á eyðieyju? Salt og pipar ef ég skyldi veiða eitthvað. 13. Hvað ertu að sýsla þessa dagana? Ala upp frábær börn og gefa frá mér orku.  Margrét Pétursdóttir fæddist 3. nóvember 1966 í Reykjavík og ólst þar upp.  Hún er dóttir hjónanna Sigríðar Sveinsdóttur og Péturs Sigurðssonar.  Margrét er ómenntuð en hefur starfað lengst sem aðstoðarkona tann- læknis.  Hún er í sambúð með Sigurði Magn- ússyni matreiðslu- manni og á með hon- um börnin Sigurð Andrés, 14 ára, Diljá Rögn, sex ára, og Margréti Finnu, fjög- urra mánaða.  Margrét hefur ver- ið virk í andófinu gegn stjórnvöldum í kjölfar bankahrunsins og flutti m.a. ræðu á borg- arafundinum í Háskólabíói fyrir skemmstu. LÍFSHLAUP MARGRÉTAR Margrét Pétursdóttir verkakona Þetta viðtal neyðar- legasta uppákoman M or gu nb la ði ð/ V al dí s T ho r Dagatal Eimskips fyrir árið 2009 er komið út. Dagatal Eimskips hefur í áraraðir skipað ákveðinn sess í hugum landsmanna, og er þetta í 80. skiptið sem félagið gefur út sitt eigið dagatal. Ljósmyndirnar í ár tók Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari. Við hjá Eimskip erum stolt af dagatalinu okkar. Fyrir útgáfu dagatalsins fyrir árið 2009 var ákveðið að myndirnar yrðu af fossum landsins, en félagið hefur frá stofnun þess árið 1914 nefnt skip sín eftir þeim. Dagatal Eimskips fyrir árið 2009 fæst nú afhent frítt á skrifstofum félagsins. DAGATAL 2009 P IP A R • S ÍA • 8 2 3 1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.