Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 28
28 Bækur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 @ S á Einhverfi og við hin heit- ir bók eftir Jónu Ágústu Gísladóttur. Jóna hefur vakið mikla athygli fyrir bloggfærslur sínar um son sinn, sjálfa sig og aðra í fjöl- skyldunni, þ.e. Gelgjuna, Bretann, Unglinginn og Vidda vitleysing. Sá síðastnefndi er reyndar hundurinn á heimilinu. Jóna er á Moggablogginu á slóðinni jonaa.blog.is. Í bókinni Sá Einhverfi og við hin skiptast á hugleiðingar Jónu um lífið og tilveruna og bloggfærslur hennar um daglegt líf. Hér fara tveir kaflar úr bókinni: Janúar 2005 Ég stend yfir sex ára gömlum syni mínum sem liggur á gólfinu og horfir upp til mín. Hann er sár og reiður. Þó aðallega sár. Sjö ára systir hans stendur álengdar með dótakassa á höfðinu. Minnir mig á lítinn strút sem trúir því að hann sé ósýnilegur ef hann bara stingur höfðinu í sandinn. Ann- að augað gægist undan kassanum til að fylgjast með atburðarásinni. Eitt andartak er ég við hliðina á sjálfri mér og horfi á þessa litlu fjöl- skyldu. Ég get séð að hlutlaus áhorf- andi myndi á einu augabragði draga þá ályktun að hér væri heimilis- ofbeldi í gangi. Og svo sannarlega hafði það flogið í gegnum huga mér skömmu áður. Þegar ég hafði ekkert annað grip á drengnum en bakhlut- ann af bolnum hans og hálsmálið hertist að hálsinum á honum að framan. Hjartað berst í brjóstinu á mér og ég veit ekki einu sinni sjálf hvort ég er reið á þessu andartaki eða bara gersamlega uppgefin, líkamlega og andlega. Jú, ég veit að ég er reið sjálfri mér. Reið fyrir að hafa ekki betri stjórn á hlutunum, fyrir að kunna ekki ráð, hafa ekki lausnina á vandamálinu. En það má ekki gefa eftir, það má ekki segja eitt og gera annað. Má ekki. Má ekki. Og ég á engan annan kost en að reyna að koma honum inn í svefn- herbergi með valdi. En hann er svo þrjóskur litli strákurinn minn og að líkamlegum styrk er hann á við reið- an fjórtán ára ungling. Ég þarf að nota alla vöðvana í kroppnum á mér til að ráða við hann og það dugir varla til. Prinsessan mín reynir að bera sig mannalega og myndi blekkja alla aðra en mig. Ég veit að hún fær kvíðahnút í magann í hvert skipti sem bróðir hennar byrjar að öskra eins og aðeins hann getur. Og það versta er að ég er viss um að sá kvíðahnútur tengist mér meira en nokkru sinni honum. Hún bíður eftir viðbrögðum mömmu með öll skiln- ingarvit þanin til hins ýtrasta og ég engist við tilhugsunina um að þetta verði æskuminningar hennar. Að þetta ástand verði það sem hún rifji upp aftur og aftur og aftur … Eins og alltaf, þá vinn ég orr- ustuna á endanum. Þangað til næst. En þá eru liðnar fjörutíu mínútur af öskrum og líkamlegri og andlegri baráttu, ef ekki ofbeldi. Allt vegna þess að sex ára gutti kærir sig ekki um að bursta tennurnar og fara í háttinn. Og sá tími sem ég og prins- essan ætluðum að nota til að lesa í lestrarbókinni og kúra saman uppi í rúmi er liðinn. Ég bið hana að fara að bursta tennurnar og segi henni að ég komi eftir smástund að lesa bænirnar. Að þessu sinni er rödd mín blíð og róleg, en það veit Guð að ekki tekst mér alltaf að halda stillingunni og það hefur oft bitnað á henni. Guttinn er kominn upp í rúm, neitar að taka við pappírsþurrku en þurrkar tárin í sængina sína. Ég er ákveðin í að ég megi ekki launa hon- um óþekktina með því að leggjast upp í hjá honum eins og ég geri ann- ars alltaf. Fara með bænir og strjúka á honum bakið. Það er hrein- lega bannað við þessar aðstæður. En þegar ég segi „góða nótt“ og sýni enga tilburði í áttina að okkar venjulegu háttatímarútínu, heldur bý mig undir að ganga út úr her- berginu, þá snýr hann sér að mér og segir: „tveppi“ með örvænting- arfullri röddu. Ég stoppa. Stenst það aldrei þeg- ar hann reynir að tjá sig með orðum. Hann horfir á mig og endurtekur „tveppi, tveppi“. Ég skil alls ekki orðið og man ekki eftir að hafa heyrt hann nota það áð- ur. Ekkert gleður mig meira en þeg- ar hann notar ný orð og ekkert þykir mér sárara en þegar ég skil hann ekki. Ég tel mig samt vita að hann er á sinn hátt að reyna að koma í veg fyrir að ég skili ekki mínu; bænum og bakstrokum. Ég stend við rúmið og er á báðum áttum. Ég má ekki launa þá óæski- legu hegðun sem hann hefur sýnt í kvöld, en á hinn bóginn ætti ég að verðlauna þessa tilraun hans til að nota orð til tjáskipta. Ákvörðun mín er á endanum ekki byggð á bókleg- um fræðum eða uppeldislegum að- ferðum. Ég bara stenst hann ekki. Geri það sjaldnast. Ég leggst hjá honum og les bæn- irnar, en þar sem ég er svo miður mín og utangátta gleymi ég því sem við endum alltaf á; signingunni. Og í gegnum þokukenndar hugsanir mínar heyri ég skyndilega að hann er að fara með orðin sjálfur. „I abbni gus föus, gusonas o heilas anda amen.“ Ég er svo dofin að ég næ ekki einu sinni að gleðjast. Samt hefur hann aldrei sagt neitt af þessum orðum annað en „Amen“. Ég strýk á honum bakið og í fyrsta skipti á ævinni reynir hann ekki að mót- mæla þegar ég hætti og býð honum góða nótt. „Góa nótt,“ segir hann með barnslegu en þó vélrænu röddinni sinni og þegar ég beygi mig yfir rúmið til að kyssa hann, þá tekur hann með báðum höndum um and- litið á mér, togar mig í áttina til sín og kyssir mig með myndarlegan stút á vörunum. Það kemur sprunga í hjartað og þegar hann endurtekur leikinn, þá brotnar það og ég brest í grát. Í myrkrinu get ég ekki vel séð hvort hann horfir á mig eða ekki og ég veit að hann verður ráðvilltur þegar ég græt. En ég get ekki stoppað og bið í hljóði að dóttir mín heyri ekki í mér. Það síðasta sem hún þarf á að halda er að fá nýja ástæðu til að hata litla bróður. Þar sem ég stend með verk í hjartanu og held hendinni fyrir munninum til að kæfa hljóðin er ég samt að hugsa um það jákvæða. Það er orðið langt síðan ég hef grátið vegna drengsins míns og fötlunar hans. Skrápurinn er orðinn harðari og hjartað brestur sjaldnar. Og hvað sem því líður, þá virðist það alltaf verða heilt aftur. Kannski eru sprungurnar komnar til að vera, en á heildina litið er hjartað heilt og þrútið af ást og gleði vegna þessara tveggja ólíku einstaklinga sem börnin mín eru. Einstök hvort á sinn hátt. Bæði fullkomin í mínum augum, en aðeins annað í augum heimsins. Það eru þau sem hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég á Hjartað er heilt ‘‘EINS OG ALLTAF, ÞÁ VINN ÉG ORR-USTUNA Á ENDANUM.ÞANGAÐ TIL NÆST Út er komin bókin Ísland utan úrgeimnum. Í bókinni eru mynd-ir af landinu, teknar af gervi- tunglum og sýna þær ýmis nátt- úrufyrirbæri, t.d. Skaftárhlaup, sinuelda á Mýrum, fárviðri og mold- arstrókana þegar „landið fýkur á haf út“ eins og segir í bókinni. Einar Sigurbjörnsson veðurfræð- ingur og Ingibjörg Jónsdóttir land- fræðingur unnu bókina og rita skýr- ingar við hverja mynd. Í bókinni er útskýrt hvernig gervi- tunglin ferðast á sporbaug umhverfis jörðina og hvernig myndirnar eru teknar. Á stórum blaðsíðunum sem á eftir fylgja er hægt að grandskoða ýmsar myndir. Sú fyrsta sýnir Ísland snævi þakið og þar eru skjannahvítar útlínur Norðurlands og Vestfjarða svo skarpar í sjónum að hver vík sést. Á þeirri næstu er greinilega sólríkur Framburður Jökulsárlón í ágúst 2004. Jökulárnar lita hafið, einkum Fjallsá. Ísland utan úr geimnum J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Vikuferð - örfá herbergi í boði! Heimsferðir bjóða þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Bjóðum nú frábært sértilboð á flugsæt- um og gistingu 24. janúar í 7 nátta ferð þar sem gist er á hinu vinsæla Ís- lendingahóteli Skihotel Speiereck í Lungau. Tryggðu þér flugsæti og gist- ingu á besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki. Mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar á þessum frábæru kjörum! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki 24. janúar frá kr. 62.990 Frábær sértilboð Verð kr. 62.990 Netverð á mann. Flugsæti með sköttum. Sértilboð 24.-31. janúar. Verð kr. 99.990 Vikuferð með hálfu fæði. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. í fjórbýli á Skihotel Spei- ereck í Lungau með hálfu fæði í 7 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 109.900. Sértilboð 24. janúar. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Sértilboð - 20% afsláttur af skíðapössum fyrir gesti á Skihotel Speiereck á þessu tímabili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.