Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 ennþá eftir að læra svo margt um þau og ennþá á ég eftir að þroskast og vaxa í samskiptum mínum við þau. En staðreyndin er sú að ég er ekki fullkomin móðir, verð það aldrei og þarf að sætta mig við það. En er það ekki einmitt sú staðreynd sem gerir mig hæfari til að hjálpa þeim í þeirra lífsbaráttu? Hjálpar mér að takast á við lífið með þeim og taka þeim eins og þau eru án þess að dæma? Vitandi það að enginn er full- kominn og allra síst ég. Prinsessan kallar og ég herði upp hugann, þurrka burt tárin og geng inn til hennar með bros á vör. Á morgun kemur nýr dagur og ég veit að hann hefst á því að sex ára drengur, hamingjusamur á sinn hátt, ráfar fram í eldhús með svefn- drukkin augu og úfið hár og biður um brauð með smjöri, sultu og osti. Hálftíma seinna mun hann standa alklæddur með töskuna sína á bak- inu og þegar skólabíllinn kemur mun hann ekki gefa sér tíma til að kyssa mömmu bless. Svo mikið liggur hon- um á. Og með stolti og gleði mun ég horfa á eftir honum upp í bílinn. Hjartað er heilt og tilbúið að tak- ast á við nýjan dag. Augnæfingar ókunnugra Laugardagur, 9. ágúst 2008. Í gær skaust ég á Domino’s að sækja pitsur. Sá Einhverfi vildi (aldrei þessu vant) koma með mér í bílinn og ég var bara ánægð með það. Rólegur tími á Domino’s (að ég hélt) og tilvalið að koma drengnum út úr húsi, þó ekki væri nema í stutt- an bíltúr. En þegar ég nálgaðist innganginn á Domino’s leist mér ekki á blikuna. Það var röð út úr dyrum. Átti ég að fara í þessa röð og eiga á hættu að krakkinn myndi fríka út á biðinni, eða átti ég að snúa við? Ég valdi fyrri kostinn og til að byrja með var ekki að sjá að Sá Ein- hverfi væri öðruvísi en önnur níu ára börn. En það átti eftir að breytast. Miðja vegu að afgreiðsluborðinu var hann farinn að halda uppi stuð- inu með litlu atriði úr Brúðubílnum og fólk fór að gefa honum … og mér … auga. Á þennan lúmska hátt. Undan húfu eða hártoppi, á ská upp á við eða útundan sér. Þær eru ótrú- legar augnæfingarnar sem ég hef séð í gegnum tíðina. Ég spennti greipar og bað í hljóði. „Góði Guð, ekki láta hann henda sér á gólfið og leika atriðið þar sem Lóa (ó)kurteisa dettur á hjólinu.“ Því fylgja svo mikil óhljóð. Lóa grætur og gólar og ég þarf alltaf að leika á móti honum. Það gengur þannig fyrir sig að Sá Einhverfi lætur sig falla afar varlega í gólfið, því ekki vill hann meiða sig. Svo vælir hann: „Er ég dáinn, er ég dáinn?“ Þetta skilur reyndar enginn nema ég, því ég hef svo oft horft á Söngvaborg. Og ég á að segja: „Nei, nei, Lóa mín, það er ekki skrámu að sjá á þér.“ Þá ljómar Sá Einhverfi af gleði yf- ir undirtektunum og rymur djúpri röddu: „Hjúkk, eins gott, eins gott.“ En ekki kom til þess að ég þyrfti að fara í karakter. Það hjálpaði til að ég strauk bakið á Þeim Einhverfa allan tímann til að dreifa athygli hans og svo kom inn unglings- drengur sem var miklu skrítnari og miklu meira áberandi en guttinn minn. Ég var hálfþvöl af stressi þegar við komum aftur í bílinn heilu og höldnu með tvær stórar pitsur. Sá Einhverfi var hinn kátasti. En ég fór að velta því fyrir mér hvað orsakaði þessa óþæginda- tilfinningu. Af hverju finnst mér svona erfitt að krakkinn hagi sér „undarlega“ á almannafæri? Og svo náði ég að tengja þessa tilfinningu við aðrar aðstæður. Strætó! Á árum áður þegar ég ferðaðist með strætó, þá komst ég aldrei yfir kvíðatilfinninguna sem fylgdi því að þurfa að ganga inn eftir vagni fullum af fólki og finna mér sæti. Fannst allra augu hvíla á mér. MÉR. Ég meina … hvað á maður að horfa á annað í strætó en fólkið sem kemur inn í vagninn? Minnimáttarkenndin og mik- ilmennskubrjálæðið eru semsagt ná- skyld. Annars vegar er ég hrædd um að gera mig að fífli. Hins vegar held ég að ég sé miðpunktur athyglinnar. Frekar sjúkt. Bókin Sá Einhverfi og við hin er gefin út af Sögum útgáfu. Mæðgin Jóna Ágústa Gísladóttir og sonurinn Ian á góðri stund. sumardagur á landinu, þótt enn sé snjór í fjöllum á Austurlandi. Haf- ísmyndir er líka að finna í bókinni og risastórir borgarísjakar á Grænlands- sundi blasa við sjónum. Dýpstu lægðir eru tilkomumiklir snúðar þegar horft er utan úr geimnum, stundum fyllir þokan firði og dali og svo sést mold- rok eða sandfok út frá suðurströnd- inni, eftir langvarandi þurrkakafla. Gosið í Grímsvötnum árið 2004 litaði Vatnajökul svartan að hluta og enn varð skuggalegt um að litast í maí 2006 þegar mikið og daunillt meng- unarský barst frá Rússlandi. Þör- ungablómi í hafinu á þjóðhátíðardag- inn 17. júní 2004 var sem olíubrák í hafinu. Bókin Ísland utan úr geimnum er gefin út af bókaforlaginu Veröld. Sumar og sól Dæmigerður íslenskur góð- viðrisdagur að sumarlagi og allar lægðir víðs fjarri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.