Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Morgunblaðið/Sverrir Litli hluthafinn og stóru strákarnir Á hluthafafundi í FL Group, sem seinna varð Stoðir, í nóvember 2005 gagnrýndi Vilhjálmur Bjarnason, formaður Samtaka fjárfesta, meðal annars kaupin á flugfélaginu Sterling. Sterling er orðið gjaldþrota og Stoðir eru í greiðslustöðvun. Í slenzkt viðskiptalíf er í sárum eftir bankahrunið. Margir af þeim athafna- mönnum, sem þar létu mest til sín taka og bárust mest á, láta nú lítið fyrir sér fara. Flestir geta verið sammála um að margir af auðjöfrunum fóru of geyst, tóku of mikla áhættu, ginu yfir of miklu. Flókinn vefur eigna- og stjórn- unartengsla í viðskiptalífinu jók enn á áfallið þegar bankarnir hrundu. Of mörg egg voru í sömu körfu. En öflugt athafnalíf þarf öfluga athafnamenn. Íslendingar munu ekki endurheimta lífskjör sín með ríkisrekstri og ríkisforsjá. Þegar viðskipta- lífið rís úr rústum bankahrunsins munu koma fram nýir kapítalistar, sem vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Þetta verða að einhverju leyti sömu menn, að hluta til nýir frumkvöðlar. Þeir munu vilja taka áhættu; án slíkra manna gerist lítið í viðskiptalíf- inu. Sú spurning gerist áleitin hvernig umgjörð eigi að búa athafnafólki þannig að áfram sé hægt að virkja frumkvöðlakraft athafnamanna í þágu öflugs efnahagslífs og góðra lífskjara, en koma í veg fyrir að sömu mistökin verði gerð aftur. Sú umgjörð þarf líka að stuðla að því að endurreisa traust almennings á viðskiptalífinu, sem er lítið um þessar mundir. Samkeppnin og reynsla annarra Samkeppniseftirlitið sendi í síðustu viku frá sér viðamikla skýrslu um stöðu samkeppnismála í landinu, opnun markaða og eflingu atvinnu- starfsemi. Þessi skýrsla er að mörgu leyti held- ur dapurleg lýsing á því hvernig íslenzkt at- vinnulíf er enn á mörgum sviðum alltof lokað, samkeppni lítil og einstök fyrirtæki eða sam- steypur nánast einráð á einstökum mörkuðum. Samkeppniseftirlitið vitnar í matsgerð hag- fræðinganna Gylfa Zoëga og Guðrúnu Johnsen, sem lögð var fram í máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu. Þar segja þau: „[...] Ís- land er fámennt land og þjóðfélagið einkennist af nálægð og persónulegum kunningsskap. Við slíkar aðstæður aukast líkur á að stjórnendum fyrirtækja takist að stilla saman strengi, bæði er varðar þegjandi samkomulag og samráð. Af þessum sökum má draga þá ályktun að samráð sem stofnað er til hér á landi verði árangursrík- ara en samráð í stærri samfélögum.“ Hagfræðingarnir telja að ávinningur olíufé- laganna af samráði sínu, sem var sannað á sín- um tíma, hafi verið um 19 milljarðar króna. Það voru peningar, sem neytendur urðu af. Sam- keppniseftirlitið bendir réttilega á að þetta sýni vel hversu miklir hagsmunir séu af því að fyrir- tæki keppi sín á milli. Og um leið má draga þá ályktun að reglur, sem tryggja virka sam- keppni, séu jafnvel enn mikilvægari á Íslandi, smæðarinnar vegna, en í stærri ríkjum. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er fjallað um hættuna á því að í efnahagsþrengingunum, þar sem fyrirtækjum kann að fækka, fari sam- keppnishömlur og fákeppni vaxandi. Borin er saman reynsla Bandaríkjanna í kjölfar heims- kreppunnar miklu á fjórða áratugnum og Finn- lands eftir kreppuna á síðasta áratug. Vestra var ýmsum samkeppnishömlum kom- ið á, vegna þess sjónarmiðs þáverandi stjórn- valda að óhófleg samkeppni hefði dýpkað kreppuna. Afleiðingin varð hins vegar að ástandið varð enn verra og dró úr framförum. Rannsókn hagfræðinga við Kaliforníuháskóla bendir til að stefna bandarískra stjórnvalda gegn samkeppni hafi framlengt kreppuna miklu um sjö ár. Í Finnlandi var hins vegar gripið til ráðstaf- ana til að efla samkeppni. Finnska þingið taldi skort á samkeppni eina orsök efnahagsþreng- inganna og afnam m.a. undanþágur smærri fyr- irtækja frá banni við samkeppnishamlandi sam- starfi. Aukin samkeppni er talin hafa stuðlað að hagvexti og aukinni framleiðni, sem auðveldaði Finnum að vinna sig út úr kreppunni. Unnið gegn aðgangshindrunum Samkeppniseftirlitið telur því brýnt að viðhalda virkri samkeppni eins og unnt er nú í efnahags- þrengingunum. „Í ljósi núverandi ástands er mikilvægt að ráðist verði í átak í því skyni að opna sem flesta markaði hér á landi og viðhalda eða efla þar samkeppni. Þetta verður helst gert með því að ráðast gegn svonefndum aðgangs- hindrunum og hindrunum á stækkun fyrir- tækja,“ segir í skýrslu samkeppnisyfirvalda. „Með því móti verður auðveldara að stofna fyr- irtæki og hefja rekstur og skapa þar með at- vinnu og auka samkeppni. jafnframt eiga þá lítil fyrirtæki aukna möguleika til að ná frekari fót- festu á markaðnum og stækka og dafna.“ Nefna má dæmi úr blaðaútgáfu til að varpa ljósi á hvernig samkeppnisyfirvöld geta unnið gegn aðgangshindrunum. Svo gæti farið að prentsmiðja Landsprents, dótturfélags Árvak- urs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, yrði eina stóra blaðaprentsmiðjan í landinu ef samstarf tekst með útgefendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um prentun blaðanna. Þetta væri hagkvæmur kostur fyrir bæði blöð. Til að tryggja aðgang nýrra dagblaða að markaðnum yrðu hins vegar væntanlega sett skilyrði um gegnsæi í stjórnun og verðlagningu á þjónustu prentsmiðjunnar. Þannig gætu nýir, smærri út- gefendur fengið aðgang að prentun og keppt við stærri blöðin. Nýir kapítalistar gætu keppt við þá sem fyrir eru. Samkeppniseftirlitið bendir á að aðgerðir af þessum toga hafi jákvæð áhrif á möguleika frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja, því að þær ryðji úr vegi óþarfa hindrunum við að stofna fyrirtæki. „Ber að hafa í huga að í þeim þrengingum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir geta einnig falist tækifæri. Tæki- færi til þess að læra af mistökum og til að bæta innviði atvinnulífsins og hegðun á markaði. Geta þannig skapast forsendur fyrir heilbrigðari og samkeppnishæfari fyrirtækjarekstri hér á landi,“ segir í skýrslunni. Lög gegn krosseignatengslum Samkeppniseftirlitið boðaði í síðustu viku sam- bærilega skýrslu um krosseignatengsl í ís- lenzku viðskiptalífi og hvaða lærdóm væri hægt að draga af þeim tengslum, sem hafa verið fyrir hendi. „Ljóst er að krosseignatengsl, hulið eign- arhald og ógagnsæ hagsmunatengsl geta rask- að samkeppni og unnið gegn heilbrigðum fyrir- tækjarekstri. Í skýrslunni verður fjallað um þetta og bent á lausnir til úrbóta,“ segir í frétta- tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Morgunblaðið hefur lengi barizt fyrir því að sett yrðu lög, sem takmörkuðu kross- eignatengslin í íslenzku atvinnulífi. Reynslan úr bankahruninu sýnir vel að slík löggjöf myndi ekki eingöngu takmarka völd og áhrif ein- staklinga eða hópa í viðskiptalífinu. Hún myndi einnig draga úr áhættu efnahagslífsins við kringumstæður eins og þær, sem nú hafa skap- azt. Dómínó-áhrifin svokölluðu hefðu ekki orðið eins örlagarík ef eignarhald á fjármálafyrir- tækjunum og ýmsum öðrum stærstu fyrirtækj- um landsins væri ekki eins samtvinnað og raun bar vitni. Tíminn til að setja lög gegn krosseignarhaldi er ekki seinna, þegar viðskiptalífið hefur náð sér á strik á ný. Hann er núna, þegar eignarhaldið er að mörgu leyti í uppnámi og fyrirtækjasam- steypurnar í sárum. Þá er ekki hægt að segja að slík löggjöf beinist gegn einstökum fyrirtækjum eða einstaklingum. Reynslan af deilunum um fjölmiðlalög sumarið 2004 sýnir vel hvað slík viðleitni til að draga úr valdasamþjöppun getur orðið erfið þegar þrautskipulagðir hagsmunir berjast gegn henni. Hulið eignarhald Samkeppniseftirlitið nefnir hulið eignarhald og ógegnsæ hagsmunatengsl. Umfjöllun Morgun- blaðsins og annarra fjölmiðla um félag, sem hét Stím og datt inn og út af listum yfir stærstu hluthafa í almenningshlutafélaginu Glitni banka, er ágæt dæmisaga um slíkt. Það kostar margra vikna vinnu margra fjölmiðlamanna að sýna litlu hluthöfunum, sem áttu í Glitni, fram á hverjir stóru strákarnir voru, sem áttu með þeim í félaginu, og hvernig þeir höguðu sér. Fyrir fjórum árum ræddi Páll Gunnar Páls- son, þá forstjóri Fjármálaeftirlitsins og núver- andi forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um vanda hulins eignarhalds í stærstu almenningshluta- félögum landsins, þar með töldum fjármála- fyrirtækjunum. Fyrir hinn almenna hluthafa var nánast ómögulegt að átta sig á því hverjir voru í raun ýmsir af stærstu eigendunum. Eig- endurnir voru faldir á bak við eignarhaldsfélög með skrýtnum nöfnum, safnreikninga, fram- virka samninga og kaup í nafni erlendra fjár- málafyrirtækja (sem sum hver voru í íslenzkri eigu). Um þetta sagði Páll Gunnar í ræðu á fundi Verzlunarráðs: „Vilja aðilar á markaði hafa umhverfi þar sem opinber stofnun er ein bær til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eignarhaldi í einstökum skráðum fyrirtækjum er háttað? Tæplega. Og markaðurinn vill ekki heldur að þar starfi aðilar sem leggja einungis upp úr því að mæla hversu löng hálsólin á eftir- litshundinum er og haga sér í samræmi við það.“ Gegnsæi eignarhalds er eitt af því, sem verð- ur að tryggja ef endurreisa á virkan hlutabréfa- markað hér á landi. Almenningur mun ekki festa fé sitt á nýjan leik í fyrirtækjum, sem hann veit ekki hverjir stjórna í raun. Hagur litlu hluthafanna Af sömu ástæðum er bráðnauðsynlegt að hluta- félagalög tryggi hag smærri hluthafa gagnvart viðskiptum tengdra aðila. Jón Steinsson hag- fræðingur skrifaði grein hér í blaðið í síðustu viku og benti á að lagaumhverfi hér á landi væri sérstaklega veikt hvað þetta varðaði. „Ótal sinnum á síðustu árum hafa stórar eign- ir – í sumum tilfellum heilu fyrirtækin – átt við- komu í eignarhaldsfélögum íslenskra milljarða- mæringa í skamma stund áður en þau eru seld inn í almenningshlutafélög á mun hærra verði. Og ótal sinnum hafa eignarhaldsfélög ráðandi hluthafa keypt eignir af almenningshlutafélög- um skömmu áður en þessar eignir hækkuðu verulega í verði eða selt eignir inn í almennings- hlutafélög á mun hærra verði en þau keyptu eignirnar. Í þessu sambandi koma viðskipti með félög eins og 10-11, Kaldbak og Sterling upp í hugann,“ skrifaði Jón Steinsson. „Oft á tíðum var íslenskum milljarðamæringum hampað í fjöl- miðlum sem viðskiptasnillingum fyrir þann gríð- arlega hagnað sem þeir höfðu af þessari iðju.“ Jón bendir á að með þessu hafi smærri hlut- hafar verið hlunnfarnir, þar á meðal lífeyris- sjóðirnir og hluthafar í hlutabréfasjóðum. Laga- breytingar, sem torvelda viðskipti af þessu tagi, eru önnur forsenda fyrir því að endurreisa hlutabréfamarkaðinn hér á landi. Breytingar eru nauðsynlegar ef íslenzkt við- skiptalíf á að ná sér á strik á nýjan leik og njóta trausts. Miðað við allar þær áskoranir, sem nú heyrast um að viðskiptalífið verði opið, gegn- sætt og heilbrigt, má draga þá ályktun að það hafi að ýmsu leyti verið lokað, ógegnsætt og sjúkt. Þar var of margt, sem þoldi ekki dagsins ljós. Meðal annars í þessum eiginleikum má leita skýringanna á efnahagshruninu. Opið, gegnsætt og heilbrigt? Reykjavíkurbréf 061208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.