Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 32
Rúnar Júlíusson steig fyrstu skrefin á sviði í Krossinum 5. október 1963 og átti því að baki hálfan fimmta áratug í tón- list þegar hann féll frá sl. föstudag. Á þeim 45 árum var hann jafnan í vinsælustu hljómsveitum landsins og spilaði á þúsundum tónleika, auk þess sem útgáfa hans, Geimsteinn, gaf út á þriðja hundrað platna. Hér eru birtar nokkrar svipmyndir frá ferli Rúnars. arnim@mbl.is Svipmyndir af Rúna Júl Afkastamiklir Ðe Lónlí blú bojs sendu frá sér þrjár plötur á tveimur árum. Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen og Rúnar. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Jim Smart Öruggur Hljómar sneru aftur fyrir nokkrum árum og spiluðu víða og mikið, meðal annars á Ingólfstorgi á þjóðhátíðardaginn 2004. Stjórinn Haustið 2007 hélt Rúnar stórtónleika fyrir troðfullri Laugardalshöll og flutti öll sín helstu lög með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Myndin var tekin á æfingu fyrir tónleikana. Náttúra Þó músíkin væri á köflum flókin og þung náði Trúbrot fljótlega miklum vinsældum. Karl Sighvatsson, Gunnar Jökull, Gunnar Þórðar, Rúnar og Shady Owens í Húsafelli 1969. 32 Minning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Þeir Bubbi Morthens og Rúnar slógu saman í hljómsveitina GCD vorið 1991 og slógu rækilega í gegn, gáfu út plötur og spiluðu víða um land næstu árin. Bubbi segir að það hafi verið mannbæt- andi að vinna með Rúnari. „Hann hafði geðslag sem ég hef bara séð hjá Búddamunkum. Eflaust finnst einhverjum það bull en á þeim árum sem við vorum saman í GCD, og mikið gekk á stundum, heyrði ég Rúnar aldrei hall- mæla nokkrum manni. Hann átti alltaf eitt- hvað gott eða jákvætt til málanna að leggja enda afburða vel gerður af guði. Rúnar var töffari af guðs náð og gerði sér fulla grein fyrir því, var lítillátur og hógvær og ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast honum. Töffari af guðs náð Gunnar Lárus Hjálm- arsson, Dr. Gunni, fékk Rúnar til að syngja lagið „Hann mun aldrei gley- m’enni“ með hljómsveitinni Unun sem naut mikilla vin- sælda sumarið 1994. „Rúnar var kjörinn til að taka lagið að sér, hann var alltaf til í tuskið. Svo söng hann annað lag fyrir mig seinna á barnaplöt- unni Abbababb og þegar við hittumst í síðustu viku talaði ég um það við hann að klára þessa trílógíu, að syngja eitt lag fyrir mig til við- bótar. Rúnar var mikið ljúfmenni og það er mikill sjónarsviptir að honum, enda fannst mér hann í fínu formi þegar við hittumst um daginn. Hann sagðist vera í pásu en ætlaði að byrja á nýrri plötu eftir áramót; hann hélt alltaf áfram, hélt í drauminn, og kannski eru mestu áhrifin þaðan, þessi eldmóður.“ Alltaf til í tuskið Þeir Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson þekktust frá níu ára aldri og þegar Gunnar ákvað að stofna sína fyrstu hljómsveit afréð hann að fá Rúnar með á bassann. Rúnar tók því vel og eftir tveggja vikna bassanám hjá Gunnari var hann farinn að spila með Hljómum sem varð fljótlega vinsælasta hljóm- sveit landsins. Gunnar segir að allt frá því þeir léku sér saman sem börn og fram undir 1977 hafi ekki liðið margir dagar svo að þeir töluðust ekki við og þó að leiðir hafi skilið um hríð hafi hann æv- inlega verið honum ofarlega í huga og þannig samdi hann lagið Hey Brother til Rúnars. Gunnar segist eðlilega sleginn yfir frétt- unum og sárt að missa hann. „Hann var svo mikill eljumaður, vinnueljan var svo rík í hon- um, rokkið var svo sterkt.“ Mikill eljumaður Þeir Hermann Gunnarsson og Rúnar kynntust í gegn- um fótboltann og urðu nán- ir vinir upp frá því. „Hann var gegnheill og sannur fé- lagi og rokkstjarna af guðs náð, algerlega laus við alla stjörnustæla og sýnd- armennsku. Hann var svo lítillátur að hann vildi aldr- ei trana sér fram og aldrei heyrði ég hann tala illa um aðra í þessum harða bransa,“ seg- ir Hermann og bætir við að sú vinna sem Rúnar vann fyrir unga tónlistarmenn verði seint fullþökkuð. Þjóðin sé búin að missa mik- ið. „Svo má ekki gleyma því að hann var mjög góður og flinkur fótboltamaður og sumarið sem Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti, var Rúnar líka á ferð og flugi með Hljómum og því var flogið með hann í alla leiki, eins og gert er við Beckham í dag.“ Gegnheill og sannur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.