Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 33
Viðurkenning Rokkarar ald- arinnar: Jónsi í Sigur Rós, Rúnar og Stuðmennirnir Jakob Magn- ússson og Raghildur Gísladóttir. Morgunblaðið/Sverrir Glys Hljómar og Shady Owens, en Shady söng bæði með Hljómum og Trúbroti. » Svomá ekki gleyma því að hann var mjög góð- ur og flinkur fótboltamaður og sumarið sem Keflvík- ingar urðu Ís- landsmeistarar í fyrsta skipti, var flogið með Rúnar í alla leiki eins og gert er við Beckham í dag Morgunblaðið/Sverrir Öflugir Hljómar fögnuðu fjörutíu ára afmæli sínu með því að koma saman aftur og gefa síðan út fyrstu breiðskífuna í þrjátíu ár. Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen og Gunnar Þórðarson voru frískir í framlínunni á Broadway í lok nóvember 2003. Breytingar Trúbrot, 1970. Gunnar Jökull Hákonarson, GunnarÞórðarson, Rúnar Júlíusson, Karl Sighvatsson og Shady Owens. Skömmu eftir að myndin var tekin hættu Karl og Shady í sveitinni og síðan hætti Gunnar Jökull. Vinsælir Bubbi Morthens og Rúnar náðu einkar vel saman í GCD. 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Óttar Felix Hauksson segist oft hafa séð Rúnar spila með Hljómum á restrasjónum en ekki haft sig upp í að tala við hann. „Ég hleypti í mig kjarki að tala við hann í Húsafelli þegar ég var fjórtán ára, en þegar það kom í ljós að við værum báðir Stones- menn urðum við miklir vinir.“ Óttar Felix segir að hann og Bubbi hafi rætt mikið um það að koma honum á kortið aftur í rokkinu og í framhaldi af því varð GCD til. „Rúnar var alltaf til í að vinna með mönnum, tók eiginlega lagið með öllum. Hann var svo mikill ljúflingur og aldrei lagði hann neinum manni illt orð. Hans arfleifð verður að hann var ljúflingur; þegar Rúnar kveður þennan heim kveður hann sem heiðursborgari Íslands.“ Mikill ljúflingur Geimsteinn, útgáfa Rúnars og Maríu Baldursdóttur, gaf út fyrstu sólóplötur Gylfa Ægissonar og síðan stofnaði Rúnar hljómsveit- ina Halastjörnuna með Gylfa. Gylfi segir að Rúnar hafi reynst sér vel og María ekki síður. „Það er sagt um alla menn að þeir séu góðir þegar þeir deyja, en Rúnar var góður á meðan hann lifði,“ segir Gylfi og bætir við að hann sé ekki búinn að átta sig á því enn að Rúnar sé farinn. „Ég er mikill einfari og á því ekki marga nána vini en Rúnar var einn af þeim og ég tal- aði reglulega við hann í síma. Hann var svaka- lega góður drengur. Mér finnst eins og hann hafi vitað að hverju stefndi eins og sjá má á síðustu plötunum sem hann sendi frá sér og sérstaklega var mikið af englum á þeim.“ Góður drengur Björgvin Halldórsson vann mikið með Rúnari og þeir voru til að mynda saman í Hljómum um tíma og svo í hljómsveitinni Ðe Lónlí blú bojs sem naut gríðarlegra vinsælda. Að sögn Björgvins kvaddi Rúnar einmitt þenn- an heim eins og hann hefði sagst helst vilja fara – á sviðinu. Björgvin segist hafa kynnst Rúnari áður en hann fór að fást við tónlist sjálfur. „Við Óttar Felix eltum Hljómana upp á Keflavíkurflugvöll og ég seldi Rúnari húfu sem ég notaði í leikriti í Flensborg. Það má segja að það hafi ekki slitnað strengur á milli okkar frá þeim tíma. Rúnar var mentorinn, idolið okkar. Hann breyttist ekkert var alltaf sami Rúni eins við kölluðum hann. Það leggst mikill tómleiki yfir mann,“ segir Björgvin. Rúnar var idolið Guðmundur Kristinn Jóns- son, kenndur við Baggalút og Hjálma, ólst upp í Kefla- vík og segist hafa vitað af því að það væri rokkari á Skólaveginum, en ekki endilega hver sá rokkari væri. „Við áttum aldrei neinar græjur en svo datt mér í hug að banka uppá og spyrja hvort hægt væri að fá lánaðan míkrófón og það var alveg sjálf- sagt. Það leið ekki á löngu þar til við vorum farnir að fá lánuð heilu hljóðkerfin og alltaf tók Rúnar okkur vel. Meira segja þegar ég kveikti einu sinni í hljóðkerfinu þá fór hann bara með það á réttingaverkstæði og lét gera við það með stuðaraplasti.“ Guðmundur Kristinn segist hafa unað marg- ar stundir í Upptökuheimilinu á Skólaveg- inum, þar hafi Baggalútur byrjað og þar kviknaði hugmyndin að Hjálmum. Tók okkur alltaf vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.