Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 36
36 Bækur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Í febrúar 2008 skrifuðu ríkisstjórn Íslands og aðilar vinnumarkaðarins undir yfirlýsingu um að stefna skuli að því að ekki verði meira en 10% fólks á íslenskum vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- og framhaldsskólamenntunar árið 2020. Á ráðstefnunni verða ræddar mögulegar aðgerðir og leiðir að þessu markmiði, hvernig unnt sé að efla mannauð á krepputímum, hlutkverk fyrirtækja í eflingu starfshæfni og ný frumvarpsdrög um framhalds- fræðslu verða kynnt. Afurðir verkefna sem Menntaáætlun ESB hefur styrkt verða til sýnis á ráðstefnunni og í lok hennar verða veittar gæðaviðurkenningar til fyrirmyndarverkefna Leonardó starfsmenntaáætlunarinnar. DAGSKRÁ Ráðstefnustjóri: Jón Sigurðsson, rekstrahagfræðingur 9.00 Nemendur úr Austurbæjarskóla flytja tónlist 9.10 Framtíðarsýn um menntunarþörf vinnumarkaðarins árið 2020 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 9.20 How can industry contribute to enhancing employability ? Jennifer Arcuni, yfirmaður alþjóðamála hjá Randstad vinnumiðlunni í Hollandi 10.15 Kaffi 10.45 Empowering human resources in times of financial crisis Hanna Liski, forstjóri vinnumálaþjónustu Vinnumiðlunarinnar í Turku, Finnlandi 11. 10 Hópurinn sem um er að ræða? Lárus Blöndal, deildarstjóri atvinnu- og félagsmáladeildar Hagstofunnar 11.30 Kynning á vinnu samráðshóps vegna erfiðrar stöðu á vinnumarkaði Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 12.00 Ný lög um framhaldsfræðslu á Íslandi - kynning á frumvarpsdrögum Stefán Stefánsson, deildarstjóri símenntunardeildar menntamálaráðuneytis 12.30 Léttur hádegisverður 13.30 Hringborðsumræður og vinnustofur • Hindrun brotthvarfs úr framhaldsskólum • Vinnustaðurinn sem námsumhverfi • Símenntunarmiðstöðvar og tenging þeirra við framhaldsskóla • Náms- og starfsráðgjöf til fólks á vinnumarkaði, raunfærnimat og frekara nám 15.30 Kaffi 16.00 Samantekt úr vinnustofum og ráðstefnuslit Jón Sigurðsson, ráðstefnustjóri 16.15 Afhending gæðaviðurkenninga Leonardó starfsmenntaáætlunarinnar 16.30 Léttar veitingar og tónlist Ráðstefnugjald er 3.500 krónur. Skráning fer fram á heimasíðu Menntaáætlunar ESB, www.lme.is eða í síma 525 4900. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR RÁÐSTEFNA UM MENNTUN FÓLKS Á VINNUMARKAÐI, FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER, HÓTEL SÖGU beitt og láta ekkert smáatriði fram hjá sér fara. „Nei,“ tautar Óðinn og lítur sem snöggvast á úrið sitt, sjö hundruð og þrjátíu þúsund króna Rolex, síðan slær hann ösku af fimmtíu króna London Docks- vindli í marmarabakka á skrif- borðinu. „Ég hafði öðrum hnöpp- um að hneppa.“ Halldór er kominn á sjötugs- aldur og stýrir fjárfestingafélag- inu Yggdrasli með myndarbrag. Hann kom undir sig fótunum sem byggingarverktaki á sjöunda ára- tug tuttugustu aldar og byggði smám saman upp veldi sem veltir milljörðum króna árlega. Halldór hefur í gegnum tíðina fjárfest í margvíslegum félögum, á hlut í nálægt þremur tugum slíkra og situr í stjórn nokkurra þeirra. Hann byrjaði snemma að fjárfesta í hlutabréfum enda brenndi verð- bólgan allt sparifé upp á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þar sem hlutabréf lágu ekki á lausu á þessum tíma sat hann um búskipti og gjaldþrot og sölsaði þannig undir sig hvert félagið á fætur öðru, eins og stórfiskur sem étur alla litlu fiskana. „Ég skil,“ segir Halldór og brosir sem snöggvast út í annað. Hann þegir og horfir út undan sér á Óðin sem lætur fara vel um sig í gestastólnum og púar daunillan vindilinn. Undirheimamaðurinn er með hrúður á fingrum og í andliti, ljóta brunabletti á leðurjakkanum og svartan lepp fyrir vinstra aug- anu. „Hvers vegna ertu með lepp?“ spyr Halldór eftir langa þögn sem hvorugur þeirra upplifir sem vandræðalega. Til þess eru þeir of góðir með sig, báðir tveir. „Ég fæ nýtt auga á morgun,“ segir Óðinn og hrækir út úr sér tóbakskorni. „Þangað til er ég með lepp.“ „Nýtt auga? Gervi, þá?“ spyr Halldór og glennir upp augun. „Já. Mér tókst að eyðileggja það gamla,“ segir Óðinn og yppir öxlum. „Það var tekið úr í gær.“ „Hvað kom …?“ „Þú lítur nú ekki sem best út sjálfur,“ segir Óðinn og ræskir sig. „Hálfglær eitthvað, ekkert nema skinn og bein og kominn með bauga undir augun. Búinn að missa hátt í tíu kíló, sýnist mér. Er stressið að drepa þig? Eða er dauðinn byrjaður að vappa eins og krummi í kringum þig?“ „Ætli það sé ekki sitt lítið af hvoru.“ Halldór hlær lágt, hallar sér aftur í stólnum og horfir á Óð- in með bros á vör og leynd- ardómsfullt blik í augunum. „Hvers vegna boðaðirðu mig hingað?“ spyr Óðinn um leið og hann stendur upp úr stólnum og gengur yfir að risastórum horn- glugganum, þaðan sem útsýni er til norðurs og austurs, út yfir Faxaflóann og hálfa leið til Þing- valla. Síðan lítur hann á Halldór sem spennir greipar yfir kviðnum og lygnir aftur augunum, eins og hann sé þungt hugsi, sofnaður eða steindauður. „Ég er með bréf í óskilum,“ segir Halldór og ræskir sig. Hann snýr stólnum í hálfhring, opnar skúffu hægra megin í skrifborðinu og dregur upp úr henni brúnt um- slag í stærðinni A4. „Bréf?“ segir Óðinn og hættir að horfa út um gluggann. Hann gengur til baka yfir lakkað við- argólfið, fleygir vindlinum inn í arin úr kopar sem gapir eins og ránfuglshaus í horni skrifstof- unnar. „Síðan hvenær er ég ein- hver andskotans bréfberi?“ „Sestu,“ segir Halldór og legg- ur umslagið á borðið fyrir framan sig. „Ég póstlagði bréfið en fékk það aftur í hausinn. Þeir gátu ekki borið það út vegna þess að viðtak- Ó dáðahraun heitir ný skáldsaga eftir Stef- án Mána og fjallar um ýmsar skugga- hliðar mannlegrar tilveru, eins og fyrri bækur hans og nægir þar að nefna Skipið sem kom út árið 2006. Hér birtist kafli úr Ódáðahrauni: III. Óskilabréf „Ég vinn fyrir þrjá karla og þrjá karla eingöngu: Mig, skrokkinn á mér og skuggann sem hann varp- ar.“ Fimmtudagur 30. ágúst 2007. Þeir Halldór S. Ragnarsson og Óðinn R. Elsuson sitja andspænis hvor öðrum á skrifstofu hins fyrr- nefnda í höfuðstöðvum fjárfest- ingafélagsins Yggdrasils. Á milli þeirra er skrifborð forstjórans en í raun skilur regindjúp þá að. Þeir búa í sömu borg og á sama tíma en heimar þeirra eru svo frábrugðnir hvor öðrum að það mætti halda að heimsálfur og árhundruð skildu þá að. Halldór er kominn af efnafólki, ættstór og háskólagenginn, farsæll kaupsýslumaður og þekktur fé- lagsmálaforkólfur. Hann hefur orð fyrir að vera guðrækinn heið- ursmaður, traustur vinur og ábyrgur fjölskyldufaðir. Hann þykir harður og ákveðinn í samn- ingaviðræðum en bæði sanngjarn og heiðarlegur eftir að sam- komulag næst og orð hans standa eins og stafur á bók. Halldór var skolhærður á yngri árum en er orðinn alveg silfurgrár, yfirbragðið er bjart og einkennist af glaðværð og mildi enda er hann sagður líkj- ast afa sínum í móðurætt sem var vinsæll prestur við Breiðafjörð og svo holdgrannur, léttstígur og fuglslegur á að líta að börnin í sókninni trúðu því að hann væri engill. Á meðan Halldór virðist hýsa sjálfa dagsbirtuna er Óðinn myrkrið holdi klætt. Að þessir tveir svo mikið sem þekkist er svo fjarstæðukennt að það hefur ekki hvarflað að neinum óviðkomandi. En kannski þekkjast þeir ekki neitt þegar öllu eru á botninn hvolft, þrátt fyrir að hafa hist endrum og eins á skrifstofu auðjöfursins undanfarin fjögur ár. „Þú komst ekki síðast þegar ég boðaði þig,“ segir Halldór með sinni djúpu bassarödd. Hann hall- ar sér fram í bólstruðum hæg- indastólnum, tyllir olnbogunum á brún skrifborðsins og spennir greipar. Um varirnar leikur órætt bros, eins og Halldór sé annars hugar, en vatnsblá augun eru ein- andinn er hvergi skráður. Hann er ekki í þjóðskrá, því síður með síma, heimilsfang eða pósthólf.“ „Nú?“ segir Óðinn og sest aftur í gestastólinn. „Hver er þetta?“ „Það er þitt að komast að því,“ segir Halldór um leið og hann ýtir umslaginu yfir borðið. Óðinn tekur við umslaginu, snýr því við og les utanáskriftina, sem er prentuð á hvítan límmiða: AGNAR R. SMÁRASON 107 REYKJAVÍK „Það vantar götu og húsnúmer,“ segir Óðinn og bankar með vísi- fingri á umslagið. „Ég veit,“ tautar Halldór og yppir öxlum. „En eins og ég segi þá er maðurinn ekki einu sinni í þjóðskrá.“ „Er þessi stimpill héðan?“ spyr Óðinn og bendir á hárauðan stimpil úr frímerkingarvél í efra horninu hægra megin á umslag- inu. „Já,“ segir Halldór og kinkar kolli. „Ég póstlagði bréfið í síð- ustu viku. Það kom svo til baka núna á mánudaginn var.“ „Hvað er í umslaginu?“ spyr Óðinn og handleikur það. „Af þyngd og stífleika að dæma eru það skjöl, á að giska tíu A4-blöð. Samningur, lögfræðiálit eða eitt- hvað ámóta.“ „Umslagið sem slíkt er auka- atriði, sem og innihald þess,“ segir Halldór og brosir kurteislega. „Það eina sem þú þarft að gera er að finna manninn. Ekkert annað skiptir máli.“ „Ég er enginn bréfberi,“ tautar Óðinn og leggur umslagið frá sér. „Hvað heldurðu að menn segi ef ég fer að rölta um bæinn með um- slag undir handleggnum? Ég frestaði utanlandsferð um hálfan mánuð út af þessum fundi! Það þýðir tekjutap upp á …!“ „Ég mun borga þér vel,“ segir Halldór og lítur sem snöggvast á símann á borðinu, þar sem rautt ljós blikkar í sífellu. „EF þú finn- ur manninn.“ „107 Reykjavík?“ segir Óðinn og bankar með vísifingri ofan á um- Spurning um líf og dauða ‘‘ÞAR SEM HLUTABRÉFLÁGU EKKI Á LAUSU ÁÞESSUM TÍMA SATHANN UM BÚSKIPTI OG GJALDÞROT OG SÖLS- AÐI ÞANNIG UNDIR SIG HVERT FÉLAGIÐ Á FÆT- UR ÖÐRU, EINS OG STÓRFISKUR SEM ÉTUR ALLA LITLU FISKANA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.