Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 slagið. „Á hann heima í 107 Reykjavík?“ „Ég veit það ekki,“ segir Hall- dór og dæsir. „Ég setti það bara þarna til að hafa eitthvað.“ „Þetta er ekki vinna við mitt hæfi,“ segir Óðinn og stendur á fætur. „Ef þú þarft að láta brjóta bein, brenna hús eða hrella op- inbera starfsmenn veistu hvernig þú finnur mig.“ „Fimmtíu milljónir, Óðinn,“ seg- ir Halldór og ræskir sig. „Fimmtíu milljónir?“ Óðinn pírir hægra augað. „Fyrir að finna þennan mann?“ „Já,“ segir Halldór og kinkar kolli, síðan lítur hann á símann þar sem tvö rauð ljós blikka í takt. „Það er fáránlega mikið!“ segir Óðinn og horfir rannsakandi á auðjöfurinn. „Ertu að fokka í mér?“ „Nei, ég er ekki að fokka í þér,“ segir Halldór. „Ég hugsa í millj- örðum. Ég versla með fyrirtæki og fasteignir en ekki bíla. Og maður fær varla notað fyrirtæki fyrir fimmtíu milljónir í dag.“ „Helmingur fyrir fram?“ spyr Óðinn og ekur sér í öxlunum. „Nei,“ segir Halldór og þerrar svitadropa af enninu. „Ekki ein einasta króna fyrr en maðurinn er fundinn.“ „Ég eyði ekki tíma mínum í svona vitleysu,“ segir Óðinn og lætur braka í hnúunum. „Slepptu því að tala við mig í framtíðinni, gamli fugl. Ég vinn fyrir þrjá karla og þrjá karla eingöngu: Mig, skrokkinn á mér og skuggann sem hann varpar. Vertu sæll!“ Óðinn strunsar að tvöföldum dyrum skrifstofunnar og grípur um þungan koparhúninn á annarri hurðinni. „Óðinn, bíddu!“ segir Halldór og stendur upp úr stólnum. „Ég er veikur. Kannski sérðu mig aldrei aftur.“ „Veikur? Hvernig veikur?“ Óð- inn sleppir hurðarhúninum og snýr sér rólega við. „Það skiptir ekki öllu máli en ég geng varla á Esjuna framar. Ekki án aðstoðar, það er að segja,“ seg- ir Halldór og styður sig við borð- brúnina með báðum höndum og virðist allt í einu örmagna eftir að hafa risið á fætur. „Það eina sem skiptir máli er þessi maður. Hann er mín eina von.“ „Þessi Agnar?“ spyr Óðinn og bendir á umslagið. „Hver er þetta? Einhver læknir?“ „Hann er meira en það,“ tautar Halldór og ber vasaklút að svita- blautu enninu. „Við erum í sama blóðflokki, ég og hann. Með hans hjálp get ég, á ég von um að …“ Halldór dæsir og lyppast ofan í stólinn eins og farlama gam- almenni. „Þarftu blóð? Merg? Nýra?“ spyr Óðinn og yppir öxlum. „En hvað? Vill spítalinn ekki gefa þér upp rétt nafn mannsins? Hefur hann neitað að hjálpa þér?“ „Óðinn,“ segir Halldór og ræsk- ir sig um leið og hann leggur vasa- klútinn yfir símann sem blikkar eins og lítið jólatré. „Þetta er spurning um tíma, um líf og dauða. Framtíðin … „Djöfulsins væl er þetta, mað- ur!“ segir Óðinn og hrifsar um- slagið af skrifborðinu. „Allt í lagi! Ég skal kíkja á þetta! En ekki voga þér að drepast áður en ég finn mannandskotann! Er það skil- ið?“ „Ég lofa engu,“ segir Halldór svipbrigðalaust. „Helmingurinn fyrir fram?“ spyr Óðinn og veifar umslaginu eins og ákæruskjali. „Nei,“ segir Halldór og kreistir fram bros. „Þú átt eftir að rotna í helvíti, gamli fugl,“ tautar Óðinn um leið og hann yfirgefur skrifstofuna, þennan steingerða fílabeinsturn sem þrátt fyrir stærðina og allan íburðinn lyktar eins og herberg- iskytra á ríkisreknu elliheimili. Hann skellir á eftir sér þriggja metra háum dyrunum og höggið bergmálar eins og fallbyssuskot um efstu hæð byggingarinnar. Bókin Ódáðahraun er gefin út af JPV forlagi. Morgunblaðið/RAX Glæpasaga Stefán Máni fjallar um skuggahliðar mannlegrar tilveru í Ódáðahrauni, rétt eins og í fyrri bókum sínum, t.d. Skipinu árið 2006. Náttúran sér um sína“ heitirný matreiðslubók fráRúnari Marvinssyni, prýdd myndum eftir Áslaugu Snorradótt- ur, sem jafnframt ritstýrði. „Enginn eldar góðan mat úr vondu hráefni,“ skrifar matargerð- armaðurinn sjálfur í formála. „Mat- argerðin mín er í sjálfu sér ekki flók- in, enda hef ég aldrei lært neitt, en ég hef í meira en tuttugu ár lagt mig eftir að elda úr fersku og óspilltu hráefni. Ég hleyp út í móa eftir ýmsu nothæfu, gref eftir hvannarótum, sæki gulmöðru, blóðberg, súru og kúalubba. Fisk kaupi ég heilan í næstu höfn eða veiði hann sjálfur í ám og vötnum. Grænmeti kaupi ég helst lífrænt og innlent. Ég er ekki síður vandfýsinn á annað hráefni, nota til dæmis alltaf góðar kald- pressaðar olíur, steiki gjarnan upp úr smjöri og krydda með nýmöl- uðum pipar og náttúrulegu salti. Svo má alls ekki gleyma þörungunum hollu, sem vaxa við landið og ég hef gert tilraunir með að elda úr. Hvert sem litið er má finna eitthvað hollt og ætilegt í íslenskri náttúru. Gleymum því ekki að náttúran sér um sína.“ Í bókinni fer Rúnar yfir ýmis at- riði eldamennsku sinnar, kennir til dæmis áhugasömum að gera góða hvítlauksolíu. En hann gefur líka fjölmargar uppskriftir að súpum og fiskréttum, þorsk, búra, humar, búr- fisk, karfa, háf, steinbít, lýsu og tindabikkju, að ógleymdum laxinum eins og veiðimanni sæmir og er þó fjarri að allt sé talið. Rúnar lætur fiskinn ekki nægja, því hann lumar á góðum uppskriftum að lambakjötsréttum. Hann slengir fram grænmetisréttum, notar þara eins og ekkert sé og bakar bollur úr sölum og djúpsteikir beltisþarann. Ígulkerin sleppa ekki, né bláskelin blíða. Rúnar hefur eftir einni af kon- unum sínum að hið EINA sem hann geti sé að elda. Hann virðist ágætlega sáttur við þá einkunn, þessi „fyrrum skítkokkur og náttúrubarn“ eins og hann er kynntur á bókarkápunni. Bókin Náttúran sér um sína er gef- in út af bókaútgáfunni White River. Morgunblaðið/Kristinn Listakokkur Rúnar Marvinsson, matargerðarmaður og nú bókarhöfundur. Úr fersku og óspilltu hráefni Weleda jólagjafir Gleðja og veita vellíðan Lífrænt ræktað, án aukaefna Cítrus baðmjólkin, húðolían og sturtusápan eru frábærar húðvörur þegar líkama og sál vantar orku Náttúrulegt dekur daglega með sturtusápunum frá Weleda Sturtusápur í gjafakassa 4 tegundir, umbúðir með íslenskum texta Snyrtitaska með handklæði og lavender sturtusápu eða lavender húðolíu. Lavender húðvörurnar eru róandi bæði fyrir líkama og sál Útsölustaðir Weleda: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi , Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaver, Hagkaup, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. www.weleda.is Weleda jólavörurnar eru í fallegum gjafapokum með áföstu merkispjaldi Upplýsingar um jurtirnar á íslensku Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.