Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 51
Auðlesið efni 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Mörgum klukku-stundum áður en opnað er hjá Mæðra-styrks-nefnd er tekin að myndast röð fyrir utan. „Okkar gestum hefur fjölgað verulega,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar. „Síðasta út-hlutunar-daginn í nóvem-ber í fyrra komu um 150 manns, en núna fyrir viku voru þeir 420 talsins.“ Sér-stök jóla-úthlutun verður hjá Mæðra-styrks-nefnd í sam-starfi við Hjálpar-starf kirkjunnar og Rauða krossinn. Sækja þarf sér-staklega um hana fyrir-fram og verður síðasti skráningar-dagur næst-komandi þriðju-dag milli klukkan 10 og 14. Við jóla-úthlutunina fær fólk ekki aðeins mat til hátíðanna heldur einnig gjafir, s.s. leik-föng og fleira til að gleðja börnin. Gjafirnar koma að stórum hluta frá fyrir-tækjum en einnig frá einstak-lingum sem hafa sett þær undir jóla-tré í verslunar-miðstöðvum. Jóla-úthlutun byrjar 15. desember en þá verður hafist handa við að senda til fólks á lands-byggðinni. Fólk á höfuðborgar-svæðinu sækir jóla-glaðninginn í Borgar-tún 25, milli kl. 14 og 17. Mikið sótt í úthlutun fyrir jólin Morgunblaðið/Golli Konurnar eiga ekki í vand-ræðum með að skipta vörunum. Hvatningar-verðlaun Öryrkja-bandalags Íslands voru veitt á alþjóða-degi fatlaðra. Guðjón Sigurðsson var verð-launaður í flokki einstak-linga fyrir dugnað og árangur í mál-efnum fatlaðra. Tóns-tofa Valgerðar fyrir frum-kvöðla-starf í þá veru að nemendur með sér-þarfir njóti for-gangs til tónlistar-náms. Akureyrar-bær fyrir frum-kvöðlastarf í út-færslu á „Independent living“, notenda-stýrðri þjónustu fyrir fatlaða. Hvatningar-verðlaun ÖBÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Rúnar Júlíusson, tónlistar-maður og út-gefandi lést aðfarar-nótt sl. föstu-dags eftir hjarta-áfall. Hann var á tón-leikum á Ránni þegar hann veiktist. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Rúnar var einn dáðasti rokkari landsins. Hann fæddist í Keflavík 13. apríl 1945 og varð frægur sem bassa-leikari í hljóm-sveitinni Hljómum. Síðar stofnaði hann með félögum sínum m.a. hljóm-sveitirnar Trúbrot og Ðe lóní blúbojs. Eigin-kona Rúnars er María Baldurs-dóttir. Árið 1982 stofnuðu þau hljóðver á heimili sínu. Það nefndist í daglegu tali Upptöku-heimilið Geim-steinn. Rúnar starf-rækti það til hinsta dags. Fyrir nokkrum dögum sendi hann frá sér safn-diska með yfirliti yfir ferilinn. Synir Rúnars og Maríu eru Baldur og Júlíus. Rúnar átti 6 barnabörn. Rúnar Júlíusson látinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rúnar Júlíusson var einn dáðasti rokkari landsins Aron Pálmarsson, hand-knatt-- leiksmaður í liði FH, er kominn með tilboð frá þýska stór-liðinu Kiel, sem Alfreð Gíslason, fyrrverandi lands-liðs-þjálfari, tók við í sumar. Aron skoðaði að-stæður hjá Kiel og ræddi við Alfreð sem vill fá Hafn-firðinginn til liðs við sig í sumar en Aron sýndi frá-bær til-þrif með íslenska lands-liðinu í leikjunum við heims-meistara Þjóð-verja um síðustu helgi og hefur farið á kostum með FH-liðinu. Geri Aron samning við liðið verður hann fyrsti Íslendingurinn sem spilar með því. Aron var valinn besti leikmaður N1-deildar karla í handknattleik. Kiel gerir Aroni tilboð EINAR Kárason, Álfrún Gunnlaugs-dóttir, Sjón, Guðrún Eva Mínervu-dóttir og Óskar Árni Óskars-son voru tilnefnd til Íslensku bók-mennta-verðlaunanna í flokki fagur-bók-mennta í ár. Bók Einars heitir Ofsi og byggist á Sturlungu. Sjón fær til-nefningu fyrir bókina Rökkur-býsnir. Skaparinn, bók Guðrúnar Evu, er um skugga-hliðar til-verunnar. Bók Álfrúnar heitir Rán og bók Óskars er Skugga-myndir – úr ferða-lagi. Í flokki bóka almenns efnis og fræði-rita er ein bókin, Örlög guðanna, eftir Ingunni Ásdísar-dóttur og Kristínu Rögnu Gunnars-dóttur tilnefnd. Þar er fjallað er um nor-rænar goða-sögur. Ævisagan, Lárus Pálsson leikari eftir Þorvald Kristinsson og bók Vilhjálms Árnasonar um siðfræði eru líka tilnefndar. Bókmennta-verðlaun Norðurlandaráðs Auður A. Ólafs-dóttir og Sigur-björg Þrastar-dóttir voru til-nefndar af Íslands hálfu til Bók-mennta-verðlauna Norður-landa-ráðs, fyrir bækur sem komu út árið 2007. Auður var til-nefnd fyrir skáld-söguna Afleggjarinn, en Sigur-björg fyrir ljóða-bókina Blysfarir. Bók-mennta-verðlaun Norður-landa-ráðs verða af-hent í Stokk-hólmi í október á næsta ári. Verð-launa-féð nemur 350.000 dönskum krónum. Morgunblaðið/Ómar Auður A. Ólafsdóttir Sigurbjörg Þrastardóttir Fjöl-breytileg verk tilnefnd til bók- mennta-verðlauna Þeir sem tilnefndir eru til bókmenntaverðlauna í ár. Ákveðið hefur verið að flýta síldar-rannsóknar-leiðangri á rannsóknar-skipinu Dröfn vegna sýkingar í síld. Auk hefðbundinna bergmáls-mælinga verður reynt að afla upp-lýsinga um út-breiðslu sýkingarinnar í síldar-göngum. Vísinda-menn óttast að sýkingin geti valdið hruni í síldar-göngum í Breiðafirði. Sjávar-útvegs-ráðherra lagði á það áherslu að sýkingin gerði síldina ekki óhæfa til mann-eldis en hins vegar væri hún ekki sölu-vænleg. Þetta er mikið áfall á miðri vertíðinni,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávar-útvegs-ráðherra. Sýking í síld á miðri vertíð Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.