Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 53
Velvakandi 53 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan STRÁKAR, ÞAÐ ER HÆGT AÐ SEGJA MARGT UM UMBURÐARLYNDI ÉG ER SAMMÁLA ER ÞAÐ? JÁ, FÓLK SEM VILL LÍTA VEL ÚT GETUR EKKI HÆTT AÐ TALA UM ÞAÐ BROSTU! ÞÚ ERT Í FALINNI MYNDA- VÉL! ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ VEKJA MIG KLUKKAN SJÖ Í FYRRAMÁLIÐ? ÞAÐ ER INNANHÚSSARKITEKT AÐ KOMA TIL AÐ HANNA NÝJA INNRÉTTINGU Í BÚRIÐ MITT AH... AAAH... ANSANS TJÚH!! DODDI ÁKVAÐ AÐ FLJÚGA EKKI NORÐUR ÞETTA ÁRIÐ SJÁUMST! TÍU GÓÐ AR LEIÐ IR TIL AÐ VERA HVATVÍS Á SUNNUDÖGUM er við hæfi að fá sér sparikaffi á uppáhaldskaffihúsinu sínu, einhvers staðar þar sem hægt er að sitja og virða fyrir sér mannlífið á götunum sem iða af lífi. Morgunblaðið/Ómar Slakað á í hlýju kaffihúsi ESB hvað? ÉG vildi bara senda ykkur hugsanir mínar varðandi stöðuna sem komin er upp á okkar kæra Íslandi. Ég er einn af þeim sem koma hvað allra verst úr þessu efnahagshruni. Ég missti vinnuna 28. nóvember. Ég er með myntkörfulán eins og margir aðrir og ég get ekki séð hvernig ég á að ná endum saman. Samt finnst mér mjög sárt að heyra og lesa fréttir og greinar frá verkalýðs- leiðtogum okkar og sérstaklega Gylfa, forseta ASÍ. Ég er fé- lagsmaður í ASÍ og mér finnst hann ekki hafa neinn rétt á að nota sitt starfsheiti og okkar samtök til að hvetja Íslendinga til að gefa frá okk- ur sjálfstæðið og auðlindirnar sem hetjur okkar í fortíðinni börðust svo hetjulega fyrir. Það eru ekki nema 64 ár síðan við fengum sjálfstæði og enn styttra síðan við fengum okkar haf- sögu. Okkur er ekkert betur borgið í ESB, það eru mun fleiri kostir í stöð- unni. Ég er engan veginn sáttur við frammistöðu krónunnar og ég veit að hún er of lítil fyrir þennan stóra heim, en það eru fleiri gjaldmiðlar en evran og fleiri leiðir en að taka ein- hliða upp annan gjaldmiðil. Það sem fólk er mjög gjarnt á að gleyma er að eina ástæðan fyrir að svona er komið fyrir okkur er að við skrifuðum undir EES-sáttmálann sem skuldbatt okk- ur með auknu frelsi í viðskiptum og ríkisábyrgð bankanna. Ekki vildi ESB hjálpa okkur þegar við þurft- um, nei, þeir biðu þangað til við vor- um komin á hausinn, búin að skrifa undir stórar skuldir á hvern íbúa landsins og hentu þá í okkur eitt- hverju smáláni. Ef við göngum í ESB höfum við engan atkvæðisrétt þar því það er fullsannað að það eru stóru löndin sem ráða þar, þeir munu þurrka upp auðlindir okkar sem eru öfundsverðar fyrir önnur ríki og við munum ekkert geta stoppað það. Af hverju gerum við ekki okkar eigið ESB með Noregi, Færeyjum, Græn- landi og öðrum Norðurlöndum og höfum það þannig að hvert ríki hefur eitt atkvæði, sama hver stærðin er, og tökum þar upp okkar eigin gjald- miðil og okkar eigin reglur, því að við erum mjög svipuð í öllu sem þar að lýtur og þá erum við komin með hag- kerfi sem er ekki svo auðvelt að ráðast á og liggur á einum mestu auðlindum heims. Nor- egur er búinn að full- þróa olíuvinnslu og hef- ur svipað fiskveiðikerfi og við og Færeyjar og við erum að þróa hrein- ustu orkuvinnslu heims. Það eru til mörg önnur úrræði en að henda öllu því góða frá okkur fyrir stöðugan gjaldmiðil, því finnst mér þeir sem hafa hæst um að ganga í ESB annaðhvort vitgrannir eða einfaldlega bara föðurlandssvikarar. Þorbergur Ólafsson Hugsum fram á veginn ER ekki kominn tími til að snúa heiminum við? Nú er tækifæri á að taka alla auðjöfra heimsins og koma þeim á sömu jarðarkringlu og mann- fólkið er á og skoða hvaða afleiðingar völd og mikilmennskubrjálæði hafa. Hugsun aðeins lengra en fram fyrir tærnar á okkur, í hvernig heimi eiga barnabörn okkar eftir að lifa? Ef ekki er tekið á hlutunum núna verður það aldrei. Hvað hafa miðaldra hjón við 400-600 fm einbýlishús að gera þegar einstæðir foreldrar með þrjú til fjög- ur börn hafa 70 fm íbúð í blokk? Hvað verður um þann sem eignast alla peningana og völdin í heiminum? Eigum við ekki að reyna að vernda þessa jörð okkar og koma á stefnu þar sem allir geta setið við sama borð? Það er erfitt en það er hægt. Hver einstaklingur kemur til með að búa hér í 70-80 ár og stefna okkar er að tortíma sjálfum okkur. Hversu lé- leg er mannskepnan? Spurt er: Eig- um við einhvern séns? Guðmundur Haukur Jónsson. Morgunleikfimin ÉG nota ekki morgunleikfimina, en ég get þó vel unnt þeim sem nota hana að hún sé áfram. Ég vildi þó leggja til að leikfiminni yrði sleppt á föstudögum og Gerður G. Bjarklind fengi þann tíma til viðbótar fyrir frá- bæran þátt sinn. Svanhildur.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudag kl. 20. Danshljómsveitin Klassík leikur. Félagsheimilið Gjábakki | Hinn 11. des. kl. 14 verður aðventuhátíð í Gjábakka. Dagskrá: Nemendur Hjallaskóla flytja söngdagskrá, Gunnar Sigurjónsson les úr bókinni „Töfrum líkast“, kór Snæ- landsskóla syngur, Þorgerður Björnsd. syngur við undirleik Elínar Björnsd. og Ragnars Bjarnas. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Félagsvist mánudag kl. 13, stund í kirkj- unni miðvikudag kl. 11, súpa í hádeginu, brids kl. 13, bridsaðstoð fyrir dömur föstudag kl. 13. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Eg- islhöll á morgun kl. 10. Bútasaumur ann- an hvern mánudag á Korpúlfsstöðum kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Aðven- tuhátíð verður 12. desember kl. 18. Veislustjóri Árni Norðfjörð. Hátíð- arkvöldverður og skemmtiatriði. Hljóm- sveitin Fjörkálfarnir leikur fyrir dansi. Í lokin er boðið upp á veitingar. Verð 3.400 kr. S. 552-4161. Vesturgata 7 | Aðventuferð í ljósabæinn Reykjanesbæ þri. 16. nóv. kl. 13.45. Farið verður í Lista- og menningarmiðstöð Du- ushúsa með kertaverksmiðjuna Jöklaljós og glerblástursverkstæði Guðlaugar og bátasafn Gríms. Heimsókn að Nesvöllum þar sem boðið er upp á kakó og meðlæti. Uppl. í s. 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Aðventu- og jólafagnaður verður 11. des. Við bjóðum jólahlaðborð, Kvennakór Reykjavíkur syngur og sigurvegarar í dansi sýna samkvæmisdans. Óperusöngvarinn Arn- ar G. Hjálmtýsson. Jólasaga, jóla- hugvekja, skráning í síma 411-9450.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.