Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 • Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða sameiningar með hagræðingu í huga. • Heildverslunin Tinna óskar eftir meðeiganda-samstarfsmanni. Tinna selur prjónagarn og skyldar vörur í yfir 50 verslanir um land allt. Mjög góður rekstur í miklum vexti. Skuldlaust fyrirtæki. • Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr. • Lítil heildverslun með búsáhöld og gjafavörur. Hentar vel til sameiningar. Ársvelta 70 mkr. • Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta. • Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Auðveld kaup fyrir duglegt fólk. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 620 mkr. Skuldsett með hagstæðu erlendu láni. Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200 Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson, lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Louisa Matthíasdóttir Jón Stefánsson Jóhannes S. Kjarval Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Þá verða boðin upp verk eftir Helga Þorgils, Braga Ásgeirsson, Tryggva Ólafsson, Sossu, Soffíu Sæmundsdóttur, Tolla, Óla G. Jóhannsson, Sigurð Guðmundsson og Erró. Listmunauppboð í Galleríi Fold mánudaginn 8. desember kl. 18 og þriðjudaginn 9. desember kl. 18 Verkin verða sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg: sunnudag kl.12–17 (öll verk), mánudag kl. 10–17 (öll verk), þriðjudag kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Það sem heillar einna mestí þjóðlegri tónlist vestanhafs er sú ríka depurðsem þar er að finna. Að einhverju leyti stafar það af því að svo megi böl bæta að benda á eitt- hvað annað; þeir sem líður illa sækja sér fróun í því að heyra af þeim sem farnast enn verr. Margir helstu tónlistarmenn í þjóðlegri tónlist vestan hafs og hinum ótal afbrigðum sem orðið hafa til upp úr henni á síðustu ár- um og áratugum hafa einmitt sótt í þann hafsjó hörmunganna með góðum árangri, oftar en ekki sungið um dapurlegu ævi, brostn- ar vonir og óendurgoldna ást. Vandast málið þegar viðkomandi verður hamingjusamur; hvað verð- ur þá um sútarsöngvana? Bláir tónar Bandaríska söngkonan Lucinda Williams er frábær lagasmiður sem hefur einmitt náð einna lengst í sínum söngvum; brothætt röddin er þrungin depurð og trega, hvort sem hún er að syngja um horfna ástvini eða einmanalegt líf almennt. Á síðustu skífu henn- ar, West, tókst henni einkar vel upp í texta- og lagasmíðum og notaði fleiri bláa tóna í útsetn- ingum en oft áður. Á nýrri skífu, Little Honey, slær hún aftur að- eins í, hressari og sprækari og svei mér ef hún er ekki beinlínis hamingjusöm. Williams hefur ekki verið iðin við plötugerð frá því hún kvaddi sér hljóðs fyrir þrjátíu árum með plötunni Ramblin’. sumir vilja reyndar ekki telja hana eiginlega sólóskífu enda voru á henni lög eftir hina og þessa, gamlir blúsar og sveitasöngvar. Í því ljósi var fyrsta eiginlega sólóplata hennar Happy Woman Blues sem kom út 1980. Á næstu árum var Williams ekki dugleg við útgáfu, þurfti að glíma við fordóma og almenna tregðu hjá plötufyrirtækjum og fyrir vik- ið voru næstu plötur um margt vel heppnaðar en það var þó ekki fyrr en Car Wheels on a Gravel Road kom út fyrir tíu árum að hjólin tóku að snúast og þó hún hafi að- eins gefið út fimm plötur fyrstu tuttugu starfsárin eru þær nú orðnar sex á tíu árum. Eins og getið er var West einkar vel heppnuð plata þó ein- hverjum aðdáendum hafi sennilega þótt sumar útsetningar á henni sérkennilegar. Stemningin á plöt- unni var myrk, meðal annars fyrir það að móðir Williams lést ekki löngu áður en platan var tekin upp og svo gekk hún í gegnum enn einn skilnaðinn og nú með miklum hamagangi. Fjör í sveitinni Á Little Honey hefur Williams aftur hallað sér að sveitatónlist og blús, lögin eru fjörugri og, eins og áður er getið, textarnir eru líflegri líka, glaðværari. Í viðtali á vefsetri Williams má einmitt lesa það að hún syngi ekki um óendurgoldna ást lengur vegna þess að hún er laus við þau leiðindi. Að því sögðu sé þó nóg til að syngja um og hún hafnar algerlega þeirri gömlu klisju að list spretti ekki nema af þrengingum. Helstu liðsmenn Williams við upptökurnar er tónleikasveit hennar, Buick 6, sem gerir sitt til að skapa þægilegt andrúmsloft á plötunni; David Sutton, Butch Norton, Chet Lyster og Doug Pettibone, en einnig koma fleiri við sögu, þar á meðal Jim Lauder- dale og gamla brýnið Charlie Lou- vin, sem syngja með henni í mögn- uðu lagi, en einnig syngur Elvis Costello með henni í einu lagi. Í lokin er svo óvænt uppákoma, því þar er að finna AC/DC-lagið Long Way To The Top í kántrí-útgáfu. Í viðtölum við Williams hefur komið fram að lögin á Little Ho- ney séu samin um líkt leyti og þau lög sem rötuðu á West, og skýrir að einhverja leyti hve skammt er á milli platnanna, en ekki er þó rétt að telja plötuna einhvern samtíning afgangslaga. Little Honey er fín Lucindu Williams- plata og þó það sé vissulega skemmtilegra að hlusta á hana dapra, þá eiga allir skilið að vera hamingjusamir, ekki satt? Ham- ingjan kallar Ást Söngkonan knáa Lucinda Williams syngur nú um hamingjuna. Bandaríska söngkonan, lagasmiðurinn og gít- arleikarinn Lucinda Williams sendi frá sér nýja breiðskífu á dög- unum. Athygli vekur hve bjart er yfir henni á skífunni, enda er hún fræg fyrir flest annað. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.