Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 0°C | Kaldast -5°C  Vestlæg átt, 5-13 m/s, hvassast við suðurströndina. Víða él, en slydda eða snjókoma SA til. »10 SKOÐANIR» Staksteinar: Til forystu fallinn? Forystugrein: Mannréttindi eru algild Reykjavíkurbréf: Opið, gegnsætt og heilbrigt? Ljósvaki: Heitir bopparar í … Pistill: Er Davíð eyðandi afl? UMRÆÐAN» Hver er þjófnaður aldarinnar? Náttúruvernd og Evrópusambandið Fyrir hag heimilanna Sameinum Rás 1 og 2 Bréf til Braga Kristjónssonar TÓNLIST» Hugljúfur jólaandi í saln- um hjá Baggalút. »60 Batman, Gómorra, Línudans, Viggo Mortensen, Day- Lewis, Alexandra, Ástralía – af nógu er að taka. »56 KVIKMYNDIR» Bestu kvik- myndirnar TÓNLIST» Skyndilega er léttara yfir Lucindu Williams. »57 FÓLK» Rómantískar stundir í Montreal. »59 Garðaprjónshólkur fyrir ráðherra eða regluleg prjóna- kaffi? Að grípa í prjóna yljar fólki á ýmsan hátt. »58 Fitja upp á alveg nýju VEFSÍÐA» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Bústaðir á tombóluverði 2. N1 lækkar eldsneytisverð 3. Barnapía ákærð fyrir …ofbeldi 4. Íhugar að fara í brjóstaminnkun Skoðanir fólksins ’Jú aldrei hefur launþeginn búið viðannað eins öryggisleysi og einsmikla vanmáttarkennd og nú og þvítilbúinn að láta allt yfir sig ganga til aðhalda þeim tekjum sem hann hefur. Allir kannast við frasann að þetta séu bara viðskipti og ekkert annað. » 42 HAUKUR OLAVSSON ’Hinu eru sjálfsagt margir búnir aðgleyma, ekki síst Bretar sjálfir, aðíslenskir sjómenn komu mikið við sögu íþeirri baráttu. Þeir áttu stóran þátt í aðhalda lífinu í bresku þjóðinni með því að færa henni fisk á borðið svo hundr- uðum þúsunda tonna skipti á styrjald- arárunum, að vísu gegn greiðslu. » 42 HALLGRÍMUR SVEINSSON ’Tiltektin og ábyrgðin hvílir hinsvegar á okkur, íbúum þessa lands,og munum við þurfa að herða rækilegaað okkur sultarólina eigi okkur að auðn-ast fullveldi á ný. » 42 BJÖRN INGIMARSSON ’Þau okkar sem töldu að við hefð-um eignast eitthvað, þó ekki værinema hlut í íbúðinni sem við höfum ver-ið að borga af undanfarið, eru þó farinað efast um það. » 42 INGIMUNDUR B. GARÐARSSON ’Íslendingar eiga sem betur fer tilmikið af hæfileikaríku fólki, þeirsem vinna nú hörðum höndum við aðbjarga því sem bjargað verður eiga aðfá vinnufrið, nógir eru erfiðleikarnir samt og álagið mikið. » 43 SIGURÐUR GUNNAR BOGASON ’Ég óska hér með eftir stjórnmála-manni með pung, nú eða bein ínefinu, það gerir víst sama gagn. » 43ÓSKAR STEINN GESTSSON GYLFI Ægisson hefur nú í kvart- öld haldið þétt- ingsfast um stýr- ið á lífsskipi sínu og aldrei brugðið út af stefnu þó að vindar belji og brimöldur bresti. Gylfi er hinn full- komni einyrki í listinni; tónlistina tekur hann t.a.m. upp heima hjá sér, brennir á diska og selur svo sjálfur í gegnum síma. Meðfram því skemmtir hann og málar myndir og af þessu hefur hann sitt lifibrauð. Aðkoma hans að þessu öllu saman er einstök, en til grundvallar liggur ástríða, einurð og heilnæmt skeytingarleysi gagn- vart því hvað má og hvað ekki. Gylfi er að skemmta nú um stundir í Fjörukránni og er fullt þar allar helgar. Í opinskáu viðtali talar hann um að það nægi að telja í „Sjúddirari rei“ og þá fari þakið hreinlega af húsinu og allir þar inni bresti í söng. Hann rifjar líka upp upphafsárin í tónlistinni, ræðir um þörfina fyrir að skapa og hvernig hann ákvað skyndilega að gera bara allt sjálfur og hafa þar með bæði töglin og hagldirnar. | 54-55 Fullkominn einyrki Gylfi Ægisson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞETTA verður ekki mikið betra, svona fyrir nýliða. Það er ekki hægt að vinna neitt stærra en þetta,“ segir Eiríkur Helgason, 21 árs snjóbretta- kappi úr Eyjafirði, sem náð hefur at- hygli heimsbyggðarinnar innan sinnar íþróttar. Hann er nú tilnefndur til verð- launa sem nýliði ársins á stærstu verðlaunahátíð í heimi meðal snjó- brettafólks. „Þetta er eins og ósk- arsverðlaunin í snjóbrettaheimin- um,“ bætir hann við. Tímaritið Transworld Snowboard- ing stendur fyrir hinni árlegu hátíð í Las Vegas í janúar. Þar er Eiríkur í hópi þriggja tilnefndra, en hann seg- ir tilnefninguna nánast jafngóða og að vinna sjálf verðlaunin. „Nú fara fleiri að taka eftir nafninu mínu, sem er auðvitað það sem styrktaraðilarn- ir vilja.“ Eiríkur hefur nánast verið límdur við snjóbrettið í níu ár og náð mikilli færni. Síðustu fjögur árin bjó hann í Svíþjóð og stundaði nám við mennta- skóla sem gerði ráð fyrir íþróttinni. Hann er þó fluttur aftur heim en er núorðið atvinnumaður í greininni og er sem stendur í Noregi við sjón- varpsmyndatökur. Sem dæmi um þá athygli sem hæfileikar hans vekja var 22 síðna viðtal við hann og bróður hans í út- breiddasta snjóbrettablaði Evrópu, On Board Mag. Í október síðastliðnum varði Ei- ríkur titil sinn í Stokkhólmi, þar sem árlega er haldið snjóbrettamót í mið- bænum og keppt í ýmsum þrautum. Það hefur hann unnið tvö ár í röð, auk fleiri sigra á síðustu árum. Í þessum mánuði er förinni heitið til Colorado í Bandaríkjunum til að taka þátt í blönduðu móti með stökk- pöllum og handriðum. Hann kveðst ekki sérstaklega stefna á Ólympíu- leikana, en að hann geti vel hugsað sér að keppa á X-leikunum. Nokkurs konar ígildi ólympíuleika í jaðar- íþróttum. Á snjóbretti allan daginn „Núna er maður bara á snjóbretti allan daginn og ferðast um heiminn til þess. Það er bara draumurinn, nokkuð sem ég hef verið að vonast til að myndi gerast einhvern daginn,“ segir Eiríkur og er greinilega sáttur við lífið og tilveruna. Óskar snjóbrettanna Ljósmynd/Eiríkur Helgason Leika listir Snjóbrettakapparnir leika ýmsar listir, meðal annars á handriðum stórborga heimsins. Meistarinn Eiríkur Helgason er í fremstu röð í heiminum.  Ungur Eyfirðingur tilnefndur nýliði ársins á verðlauna- hátíð snjóbrettafólks  Hefur gerst atvinnumaður í greininni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.