Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 42

Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 42
42 STUNDIN Páfagaukurinn. Framhald af bls. 8. “Hann getur ekki sagt ósatt”, sagði maðurinn, “og nú skaltu ná í hattinn þinn, og svo skulum við líta í leikhúsið rétt sem snöggvast”. Þetta reyndust spámannleg orð, því að hann missti alla stjórn á sér, þegar sesssunautur konu hans bauð henni leikhússkíkirinn sinn að láni, svo að þau hjónin voru beðin um að fara sem fljótast út úr húsinu. “Það er víst bezt fyrir þig að bera mig með þér í poka”, sagöi frú Gannett mæðulega við mann sinn, sem stikaði stórum heimleiðis. “Hvað geröi maöurinn eíginlega af sér?” “Þú hefur verið að koma honum til”, sagði Gannett fokvondur, — “gefið honum auga eða eitthvað þess háttar. Það mundi enginn heiðarlegur maður bjóða blá- ókunnugri konu leikhúskíkirinn sinn, nema hún hafi gefið honum undir fótinn”. Frú Gannett hristi höfuðið og það svo rösklega, að maöur, sem var að ganga fram hjá henni, snéri sér við og glápti á hana. Gannett greikkaði sporið. þreif í handlegginn á konu sinni og leiddi hana heim. Hann var svo gramur og afbrýðissamur, að hann gat engu orði upp komið. Morguninn eftir var honum runnin reiðin, en tor- tryggnin var engu minni en kvöldið áður. Eftir morg- unverð fór hann niður að Curlew, sem átti að láta úr höfn eftir hádegið, en sagði konu sinni nákvæmlega fyrir um það, hvaða leið hún ætti að fara niður að skipinu svo að sem fæstir yrðu heillaðir af töfrafegurð hennar. - Frú Gannett fór að þurrka rykið af húsgögnunum í stofunni, en þegar hún kom að búrinu, lagði hún frá sér sópinn og horfði forvitnislega á töfrafuglinn. Henni fannst páfagaukurinn horfa illgirnislega á sig og depla augunum. Hún var enn að horfa á fuglinn, þegar barið var að dyrum, og fjörleg, íágvaxin kona snaraðist inn í her- bergið og heilsaði henni hjartanlega. “Eg leit inn til þín, góða mín”, sagði hún hvatlega, “af því að veðrið er svo dæmalaust gott og mér datt í hug að skreppa út dálitla stund. Það er bezt að ég komi með þér niður að höfn, þegar skipið fer, ef þú hefur ekkert á móti því”. Frú Gannett var fegin að fá samfylgdina. Hún hugs- „Fornmínja- hjónaband" Frægasta hjónaband í sögu fornminjafræðinnar á sér einkennilega sögu. Dr. Heinrich Schliemann, sá er fann rústir hinnar fornu Trójuborgar og dýrmætar fornminjar í Mykenu, kom til Aþenu í konuleit löngu eftir aö hann var oröinn heimsfrægur og vellauðug- ur maður. Hann heimsótti forstöðukonuna fyrir fræg- um kvennaskóla þar í borg og tilkynnti henni hátíðlega að hann skyldi giftast þeirri af nemendum hennar, sem yröi fyrst til að læra utan bókar Odysseifs kviöu. Þeg- ar stúlkurnar heyrðu þetta, ruku þær til að lesa Hómer gamla, og það er víst alveg áreiðanlegt, . að Odysseifs kviða hefur aldrei verið les- in af slíku kappi, hvorki fyrr né seinna. Að nokkrum dögum liðnum lýsti ein stúlkan því yfir, að nú kynni hún Odysseifs kviðu utan bókar, spjaldanna á milli. Hún var látin ganga undir próf og þuldi alla kviðuna án þess að fipast eða veröa mismæli. Dr. Schliemann var himinlif- andi og giftist stúlkunni samstundis. Hjónabandið varð ástúð- legt, en þó var einn ljóður á. Konunni hætti sem sé til þess að þylja Odysseifs kviöu upp úr svefninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.